Nýr búnaður og sérhæfður læknir eiga að auka öryggi sjúklinga Bjarki Ármannsson skrifar 24. febrúar 2016 12:51 Landspítalinn mun á næstu vikum hefja framkvæmd aðgerða sem ekki hefur verið mögulegt að gera hér á landi undanfarin ár. Vísir/Getty Landspítalinn mun á næstu vikum hefja framkvæmd aðgerða sem hann telur að muni auka öryggi sjúklinga með sjúkdóma í æðakerfi heila- og taugakerfis. Aðgerðir af þessu tagi voru gerðar í sumum tilfellum hér á landi fyrir um áratug síðan af erlendum sérfræðingum en undanfarin ár hafa sjúklingar verið sendir til útlanda í meðferð af þessu tagi. Um er að ræða aðgerðir þar sem heilaæðagúlum er lokað með æðaþræðingartækni. Nýr tækjabúnaður gerir þetta mögulegt auk ráðningar sérhæfðs læknis á röntgendeild. Erlendir sérfræðingar munu þó fyrst um sinn koma hingað til lands og vera starfsfólki æðaþræðingardeildar innan handar. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra staðfesti nýverið samning um þessa þjónustu sem gerður hefur verið milli Sjúkratrygginga Íslands og Landspítala. Í tilkynningu segir ráðherrann að fimm ára áætlun um búnaðar- og tækjakaup til sjúkrahúsa og verulegar kjarabætur til heilbrigðisstarfsmanna sé nú að skila þeim árangri sem að var stefnt. „Þetta sjáum við endurspeglast í ýmsum stórum skrefum sem verið er að taka til að efla og bæta þjónustu við sjúklinga,“ segir Kristján Þór. „Samningurinn sem hér um ræðir er gott dæmi um þetta.“ Búist er við að fyrsta aðgerðin verði á spítalanum í mars 2016. Auk kostnaðar sem fellur á Landspítala er kostnaður Sjúkratrygginga Íslands við samninginn áætlaður tæpar 100 milljónir króna. Það er þó gert ráð fyrir að samningurinn leiði til umtalsverðrar lækkunar á kostnaði þegar á heildina er litið. Alþingi Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Sjá meira
Landspítalinn mun á næstu vikum hefja framkvæmd aðgerða sem hann telur að muni auka öryggi sjúklinga með sjúkdóma í æðakerfi heila- og taugakerfis. Aðgerðir af þessu tagi voru gerðar í sumum tilfellum hér á landi fyrir um áratug síðan af erlendum sérfræðingum en undanfarin ár hafa sjúklingar verið sendir til útlanda í meðferð af þessu tagi. Um er að ræða aðgerðir þar sem heilaæðagúlum er lokað með æðaþræðingartækni. Nýr tækjabúnaður gerir þetta mögulegt auk ráðningar sérhæfðs læknis á röntgendeild. Erlendir sérfræðingar munu þó fyrst um sinn koma hingað til lands og vera starfsfólki æðaþræðingardeildar innan handar. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra staðfesti nýverið samning um þessa þjónustu sem gerður hefur verið milli Sjúkratrygginga Íslands og Landspítala. Í tilkynningu segir ráðherrann að fimm ára áætlun um búnaðar- og tækjakaup til sjúkrahúsa og verulegar kjarabætur til heilbrigðisstarfsmanna sé nú að skila þeim árangri sem að var stefnt. „Þetta sjáum við endurspeglast í ýmsum stórum skrefum sem verið er að taka til að efla og bæta þjónustu við sjúklinga,“ segir Kristján Þór. „Samningurinn sem hér um ræðir er gott dæmi um þetta.“ Búist er við að fyrsta aðgerðin verði á spítalanum í mars 2016. Auk kostnaðar sem fellur á Landspítala er kostnaður Sjúkratrygginga Íslands við samninginn áætlaður tæpar 100 milljónir króna. Það er þó gert ráð fyrir að samningurinn leiði til umtalsverðrar lækkunar á kostnaði þegar á heildina er litið.
Alþingi Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Sjá meira