Um hvað snýst kjaradeila verkalýðsfélaga starfsmanna í ISAL? Gylfi Ingvarsson skrifar 25. febrúar 2016 07:00 Í fyrsta lagi snýst deilan um að samið verði á sömu nótum og samið hefur verið um á íslenskum vinnumarkaði. Í rammasamkomulagi verkalýðsfélaga og atvinnurekenda var samið um 32% hækkun frá 1. maí 2013 til 31. des 2018, með þeirri viðbót sem verið er að greiða atkvæði um þessa dagana. Í kjarasamningi verkalýðsfélaga gr. 1.1 Gildissvið: „Samningur þessi tekur til allra starfa við framleiðslu-, viðhalds-, skrifstofu- og þjónustustörf hverju nafni sem þau nefnast, samanber þó fylgiskjal (1 )“ sem er yfirlýsing um verktaka. Yfirlýsingin hefur tekið mörgum breytingum í samningum í gegnum tíðina. Í yfirlýsingunni eru skýr ákvæði um launamál, en þar segir: „Starfsmenn verktaka sem vinna hliðstæð störf og starfsmenn ISAL og við hliðstæðar aðstæður skulu hafa sambærileg kjör er varðar laun og öryggisbúnað og starfsmenn ISAL.“ En í dag starfa að jafnaði allt frá 60 upp í 100 starfsmenn ýmissa verktaka inni á svæðinu sem njóta verndar þessa ákvæðis. Krafa SA/ISAL er að fá að útvista fastmótuð störf sem unnin eru að staðaldri og jafnframt að brott falli ákvæðið um laun verktaka vegna hliðstæðra starfa og við hliðstæðar aðstæður og við taki markaðslaun sem eru sannanlega 20% lægri samkvæmt mati Ó.T.G. upplýsingafulltrúa ISAL sem m.a. kom fram í Morgunblaðinu. Einnig kom fram í tilboði þeirra frá 14. des launahækkun um 24% út 2019 sem ekki stenst samanburð við rammasamkomulagið frá 1. maí sl.Grundvallarkrafa Það er grundvallarkrafa verkalýðsfélaganna að standa vörð um samningsréttinn samkvæmt ákvæðum kjarasamningsaðila um laun og réttindi, það hefur enginn þurft að semja frá sér störf í lægra launa- og réttindakerfi og sporin hræða. Fyrirtækið vill komast í samskipti við verktaka sem eru með starfsmenn frá starfsmannaleigum sem nýta sér erlenda starfsmenn og dæmi eru um svindl. Hér er vegið að þeim ávinningum sem kjarasamningur verkalýðsfélaganna í Straumsvík hafa náð. En í dag þarf fyrirtækið tilkynna verktökum að þau verði að greiða sambærileg laun og upplýsa fulltrúa verkalýðsfélaganna um verktaka. Þessi ákvæði bera vott um fyrirhyggju verkalýðsfélaga með samning um þessi ákvæði á sínum tíma. Nú kemur upp hvert málið á fætur öðru á íslenskum launamarkaði um félagsleg og launaleg undirboð undirverktaka og jafnvel dæmi um mansal, í þessu umhverfi eru slíkar samþykktir nauðsyn. Verkalýðsfélög starfsmanna ISAL eiga í baráttu við höfuðstöðvar RIO TINTO á heimsvísu sem hefur ítrekað tekið umboð af SA og stjórnendum ISAL og er nú að reyna að koma kjörum starfsmanna ISAL í ruslflokk. Í þessari baráttu megum ekki hopa en til þess þurfum við stuðning allrar verkalýðshreyfingarnar og almennings í landinu. Samningsnefndinni hefur borist stuðningur frá fjölda verkalýðsfélaga og samtaka launafólks og einnig fylgist Industri all náið með deilunni og boðar stuðning í baráttunni við RIO TINTO á heimsvísu ef með þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaradeila í Straumsvík Mest lesið Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Sjá meira
Í fyrsta lagi snýst deilan um að samið verði á sömu nótum og samið hefur verið um á íslenskum vinnumarkaði. Í rammasamkomulagi verkalýðsfélaga og atvinnurekenda var samið um 32% hækkun frá 1. maí 2013 til 31. des 2018, með þeirri viðbót sem verið er að greiða atkvæði um þessa dagana. Í kjarasamningi verkalýðsfélaga gr. 1.1 Gildissvið: „Samningur þessi tekur til allra starfa við framleiðslu-, viðhalds-, skrifstofu- og þjónustustörf hverju nafni sem þau nefnast, samanber þó fylgiskjal (1 )“ sem er yfirlýsing um verktaka. Yfirlýsingin hefur tekið mörgum breytingum í samningum í gegnum tíðina. Í yfirlýsingunni eru skýr ákvæði um launamál, en þar segir: „Starfsmenn verktaka sem vinna hliðstæð störf og starfsmenn ISAL og við hliðstæðar aðstæður skulu hafa sambærileg kjör er varðar laun og öryggisbúnað og starfsmenn ISAL.“ En í dag starfa að jafnaði allt frá 60 upp í 100 starfsmenn ýmissa verktaka inni á svæðinu sem njóta verndar þessa ákvæðis. Krafa SA/ISAL er að fá að útvista fastmótuð störf sem unnin eru að staðaldri og jafnframt að brott falli ákvæðið um laun verktaka vegna hliðstæðra starfa og við hliðstæðar aðstæður og við taki markaðslaun sem eru sannanlega 20% lægri samkvæmt mati Ó.T.G. upplýsingafulltrúa ISAL sem m.a. kom fram í Morgunblaðinu. Einnig kom fram í tilboði þeirra frá 14. des launahækkun um 24% út 2019 sem ekki stenst samanburð við rammasamkomulagið frá 1. maí sl.Grundvallarkrafa Það er grundvallarkrafa verkalýðsfélaganna að standa vörð um samningsréttinn samkvæmt ákvæðum kjarasamningsaðila um laun og réttindi, það hefur enginn þurft að semja frá sér störf í lægra launa- og réttindakerfi og sporin hræða. Fyrirtækið vill komast í samskipti við verktaka sem eru með starfsmenn frá starfsmannaleigum sem nýta sér erlenda starfsmenn og dæmi eru um svindl. Hér er vegið að þeim ávinningum sem kjarasamningur verkalýðsfélaganna í Straumsvík hafa náð. En í dag þarf fyrirtækið tilkynna verktökum að þau verði að greiða sambærileg laun og upplýsa fulltrúa verkalýðsfélaganna um verktaka. Þessi ákvæði bera vott um fyrirhyggju verkalýðsfélaga með samning um þessi ákvæði á sínum tíma. Nú kemur upp hvert málið á fætur öðru á íslenskum launamarkaði um félagsleg og launaleg undirboð undirverktaka og jafnvel dæmi um mansal, í þessu umhverfi eru slíkar samþykktir nauðsyn. Verkalýðsfélög starfsmanna ISAL eiga í baráttu við höfuðstöðvar RIO TINTO á heimsvísu sem hefur ítrekað tekið umboð af SA og stjórnendum ISAL og er nú að reyna að koma kjörum starfsmanna ISAL í ruslflokk. Í þessari baráttu megum ekki hopa en til þess þurfum við stuðning allrar verkalýðshreyfingarnar og almennings í landinu. Samningsnefndinni hefur borist stuðningur frá fjölda verkalýðsfélaga og samtaka launafólks og einnig fylgist Industri all náið með deilunni og boðar stuðning í baráttunni við RIO TINTO á heimsvísu ef með þarf.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun