Gunnar Bragi fundaði með Bandaríkjamönnum um öryggis-og varnarmál Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. febrúar 2016 17:22 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Vísir/GVA Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, fundaði í dag með þeim Jim Townsend, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og Benjamin Ziff, aðstoðarutanríkisráðherra, um samstarf þjóðanna í öryggis- og varnarmálum. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að fundurinn sé „hluti af reglubundnu samráði um öryggis- og varnarmál með þátttöku fulltrúa úr forsætisráðuneyti og innanríkisráðuneyti, auk utanríkisráðuneytis.“ Á fundinum var meðal annars rætt um breytt öryggisumhverfi í Evrópu og Miðausturlöndum og hvaða áhrif það hefur á Evrópu auk þess sem fjallað var um aukna hættu á hermdar-og hryðjuverkum. Þá voru aukin hernaðarumsvif Rússa í Norður-Atlantshafi einnig rædd. Fulltrúar ríkjanna fjölluðu jafnframt „um aðkomu bandaríska hersins á Íslandi að loftrýmisgæslu, kafbátaleit og þátttöku í æfingum, sem er hluti af vörnum landsins og sameiginlegum vörnum Atlantshafsbandalagsins, sem byggir á aðild okkar að bandalaginu og varnarsamningnum við Bandaríkin frá 1951. Engar viðræður hafa farið fram um fasta viðveru bandaríska hersins á Íslandi og engar óskir lagðar fram þar að lútandi,“ eins og segir í tilkynningu utanríkisráðuneytisins. Frétt á vef Stars and Stripes, tímariti Bandaríkjahers, sem birtist fyrr í mánuðinum vakti mikla athygli en þar kom fram að bandaríski sjóherinn hafi farið fram á fjárveitingu til þess að búa flugskýlin undir P-8 Poseidon eftirlitsflugvél, sem hefði það að markmiði að fylgjast með rússneskum kafbátum við Íslandsstrendur. Gunnar Bragi sagði í kjölfarið þetta ekki þýða endurkomu Bandaríkjahers til Íslands. Ekki var um annað að ræða en að Bandaríkjamenn væru tilbúnir til að kosta breytingar til að geta notað kafbátaleitarvélar sem hafa haft viðkomu hér á landi undanfarin 2-3 ár. Alþingi Tengdar fréttir Bandaríkjamenn setja þrjá milljarða í viðhald á Keflavíkurflugvelli Bandaríska varnarmálaráðuneytið vill gera upp gamalt flugskýli á Keflavíkurflugvelli fyrir þrjá milljarða króna. 10. febrúar 2016 19:00 Bandaríkjaher hyggur á endurkomu til Íslands Vill koma fyrir eftirlitsflugvél til að fylgjast með rússneskum kafbátum. 9. febrúar 2016 21:01 Stjórnmálavísir: Óttast að aukin umsvif hersins í Keflavík sé aðeins upphafið Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona Vinstri grænna, vill umræðu um veru Íslands í NATO og aukin umsvif bandaríska hersins í Keflavík. 11. febrúar 2016 21:05 Ekkert annað en tímabundnar viðkomur Bandaríkjahers til umræðu Gunnar Bragi Sveinsson segir engar viðræður hafa átt sér stað um varanlega staðsetningu bandarísks liðsafla á Íslandi. 9. febrúar 2016 22:56 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Fleiri fréttir Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, fundaði í dag með þeim Jim Townsend, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og Benjamin Ziff, aðstoðarutanríkisráðherra, um samstarf þjóðanna í öryggis- og varnarmálum. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að fundurinn sé „hluti af reglubundnu samráði um öryggis- og varnarmál með þátttöku fulltrúa úr forsætisráðuneyti og innanríkisráðuneyti, auk utanríkisráðuneytis.“ Á fundinum var meðal annars rætt um breytt öryggisumhverfi í Evrópu og Miðausturlöndum og hvaða áhrif það hefur á Evrópu auk þess sem fjallað var um aukna hættu á hermdar-og hryðjuverkum. Þá voru aukin hernaðarumsvif Rússa í Norður-Atlantshafi einnig rædd. Fulltrúar ríkjanna fjölluðu jafnframt „um aðkomu bandaríska hersins á Íslandi að loftrýmisgæslu, kafbátaleit og þátttöku í æfingum, sem er hluti af vörnum landsins og sameiginlegum vörnum Atlantshafsbandalagsins, sem byggir á aðild okkar að bandalaginu og varnarsamningnum við Bandaríkin frá 1951. Engar viðræður hafa farið fram um fasta viðveru bandaríska hersins á Íslandi og engar óskir lagðar fram þar að lútandi,“ eins og segir í tilkynningu utanríkisráðuneytisins. Frétt á vef Stars and Stripes, tímariti Bandaríkjahers, sem birtist fyrr í mánuðinum vakti mikla athygli en þar kom fram að bandaríski sjóherinn hafi farið fram á fjárveitingu til þess að búa flugskýlin undir P-8 Poseidon eftirlitsflugvél, sem hefði það að markmiði að fylgjast með rússneskum kafbátum við Íslandsstrendur. Gunnar Bragi sagði í kjölfarið þetta ekki þýða endurkomu Bandaríkjahers til Íslands. Ekki var um annað að ræða en að Bandaríkjamenn væru tilbúnir til að kosta breytingar til að geta notað kafbátaleitarvélar sem hafa haft viðkomu hér á landi undanfarin 2-3 ár.
Alþingi Tengdar fréttir Bandaríkjamenn setja þrjá milljarða í viðhald á Keflavíkurflugvelli Bandaríska varnarmálaráðuneytið vill gera upp gamalt flugskýli á Keflavíkurflugvelli fyrir þrjá milljarða króna. 10. febrúar 2016 19:00 Bandaríkjaher hyggur á endurkomu til Íslands Vill koma fyrir eftirlitsflugvél til að fylgjast með rússneskum kafbátum. 9. febrúar 2016 21:01 Stjórnmálavísir: Óttast að aukin umsvif hersins í Keflavík sé aðeins upphafið Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona Vinstri grænna, vill umræðu um veru Íslands í NATO og aukin umsvif bandaríska hersins í Keflavík. 11. febrúar 2016 21:05 Ekkert annað en tímabundnar viðkomur Bandaríkjahers til umræðu Gunnar Bragi Sveinsson segir engar viðræður hafa átt sér stað um varanlega staðsetningu bandarísks liðsafla á Íslandi. 9. febrúar 2016 22:56 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Fleiri fréttir Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Sjá meira
Bandaríkjamenn setja þrjá milljarða í viðhald á Keflavíkurflugvelli Bandaríska varnarmálaráðuneytið vill gera upp gamalt flugskýli á Keflavíkurflugvelli fyrir þrjá milljarða króna. 10. febrúar 2016 19:00
Bandaríkjaher hyggur á endurkomu til Íslands Vill koma fyrir eftirlitsflugvél til að fylgjast með rússneskum kafbátum. 9. febrúar 2016 21:01
Stjórnmálavísir: Óttast að aukin umsvif hersins í Keflavík sé aðeins upphafið Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona Vinstri grænna, vill umræðu um veru Íslands í NATO og aukin umsvif bandaríska hersins í Keflavík. 11. febrúar 2016 21:05
Ekkert annað en tímabundnar viðkomur Bandaríkjahers til umræðu Gunnar Bragi Sveinsson segir engar viðræður hafa átt sér stað um varanlega staðsetningu bandarísks liðsafla á Íslandi. 9. febrúar 2016 22:56