Mörg spil í stokknum Ari Trausti Guðmundsson skrifar 25. febrúar 2016 07:00 Ein helsta skýring á fylgi Pírata í margendurteknum skoðanakönnunum er á að giska þessi: Fjöldi fólks vill refsa þeim fjórum flokkum sem lengst hafa vélað um hagsmuni þess og lífsskilyrði en ekki tekist nógu vel upp. Annar hópur, ungir kjósendur, treysta þeim ekki til að bæta úr augljósum göllum samfélagsins. Báðir hóparnir binda vonir við næstum óskrifað blað og finnst ekkert annað í boði, nema kannski að skila auðu 2017. Auðvitað má spyrja hvort vonir dugi vel við tilraunir til að bæta samfélagið og virkja almenning til þátttöku. Það kemur í ljós. Í ágætri mánudagsgrein Guðmundar Andra í Fbl. greinir hann stöðuna og spyr hvort það séu örlög vinstri manna á Íslandi að draga alltaf Svarta Pétur í stað ássins í pólitíska spilinu. Hann minnir á Samfylkinguna sem átti að sameina vinstri menn og minnist á Bandalag jafnaðarmanna sem koðnaði fljótt niður. Ef til vill veit Guðmundur Andri ekki að þau sem fundu upp á Samfylkingunni lögðu sig ekki í líma við að ná Alþýðubandalaginu í heild með í ferðina, fremur en flokksleysingjum. AB-fólk að meirihluta gerði sig heldur ekki tilkippilegt að nálgast Alþýðuflokksfólk. Ég gerði dálitlar tilraunir sem flokksleysingi til að hafa áhrif í rétta átt en það reyndist jafn erfitt og að sameina tvo steina í einn. Bæði pólitísk atriði og persónuleg stóðu í vegi. Upphafleg hugmynd Vilmundar Gylfasonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar var að ná öllum vinstri flokkum og hópum (1982-3) í regnhlífasamtökin Bandalag jafnaðarmanna. Fyrir því var mikil stemning meðal ungs, róttæks fólks. Ég fundaði með þeim félögum og studdi hugmyndina. Ferlið mistókst af ástæðum sem mér eru ókunnar en urðu til innra með hugmyndahópnum að BJ. Þar með varð BJ að áhrifalitlu afli. Ef til vill veit Guðmundur Andri ekki um þetta.Sameiginlegt framboð farsælli leið Nú þegar lag er til, og nauðsyn vegna nýsköpunar, að taka upp raunverulega og mótaða samvinnu á þessum væng, velja þrír flokkar að bjóða fram á hefðbundnu nótunum, S, BF og Vg. Katrín Jakobsdóttir leggur til að þeir búi til yfirlýsingu og stefnuskrá um samvinnu eftir kosningar. Ekki er það neikvætt en nær of stutt. Sameiginlegt framboð þessara flokka, auk þess sem fólk utan þeirra væri virkjað, er farsælli leið. Því hef ég og fleiri utan flokka komið á framfæri og þær raddir hafa heyrst innan úr flokkunum. Því ekki að gefa spilin upp á nýtt? Það er mikilvæg list að kunna að vinna saman að brýnum stefnumálum en geta deilt um önnur, eða ýmis atriði hugmyndafræðinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Ein helsta skýring á fylgi Pírata í margendurteknum skoðanakönnunum er á að giska þessi: Fjöldi fólks vill refsa þeim fjórum flokkum sem lengst hafa vélað um hagsmuni þess og lífsskilyrði en ekki tekist nógu vel upp. Annar hópur, ungir kjósendur, treysta þeim ekki til að bæta úr augljósum göllum samfélagsins. Báðir hóparnir binda vonir við næstum óskrifað blað og finnst ekkert annað í boði, nema kannski að skila auðu 2017. Auðvitað má spyrja hvort vonir dugi vel við tilraunir til að bæta samfélagið og virkja almenning til þátttöku. Það kemur í ljós. Í ágætri mánudagsgrein Guðmundar Andra í Fbl. greinir hann stöðuna og spyr hvort það séu örlög vinstri manna á Íslandi að draga alltaf Svarta Pétur í stað ássins í pólitíska spilinu. Hann minnir á Samfylkinguna sem átti að sameina vinstri menn og minnist á Bandalag jafnaðarmanna sem koðnaði fljótt niður. Ef til vill veit Guðmundur Andri ekki að þau sem fundu upp á Samfylkingunni lögðu sig ekki í líma við að ná Alþýðubandalaginu í heild með í ferðina, fremur en flokksleysingjum. AB-fólk að meirihluta gerði sig heldur ekki tilkippilegt að nálgast Alþýðuflokksfólk. Ég gerði dálitlar tilraunir sem flokksleysingi til að hafa áhrif í rétta átt en það reyndist jafn erfitt og að sameina tvo steina í einn. Bæði pólitísk atriði og persónuleg stóðu í vegi. Upphafleg hugmynd Vilmundar Gylfasonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar var að ná öllum vinstri flokkum og hópum (1982-3) í regnhlífasamtökin Bandalag jafnaðarmanna. Fyrir því var mikil stemning meðal ungs, róttæks fólks. Ég fundaði með þeim félögum og studdi hugmyndina. Ferlið mistókst af ástæðum sem mér eru ókunnar en urðu til innra með hugmyndahópnum að BJ. Þar með varð BJ að áhrifalitlu afli. Ef til vill veit Guðmundur Andri ekki um þetta.Sameiginlegt framboð farsælli leið Nú þegar lag er til, og nauðsyn vegna nýsköpunar, að taka upp raunverulega og mótaða samvinnu á þessum væng, velja þrír flokkar að bjóða fram á hefðbundnu nótunum, S, BF og Vg. Katrín Jakobsdóttir leggur til að þeir búi til yfirlýsingu og stefnuskrá um samvinnu eftir kosningar. Ekki er það neikvætt en nær of stutt. Sameiginlegt framboð þessara flokka, auk þess sem fólk utan þeirra væri virkjað, er farsælli leið. Því hef ég og fleiri utan flokka komið á framfæri og þær raddir hafa heyrst innan úr flokkunum. Því ekki að gefa spilin upp á nýtt? Það er mikilvæg list að kunna að vinna saman að brýnum stefnumálum en geta deilt um önnur, eða ýmis atriði hugmyndafræðinnar.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun