Stuðningur við bændur skilað lægsta matvöruverði á Norðurlöndum Heimir Már Pétursson skrifar 24. febrúar 2016 19:15 Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðarráðherra vísir/ernir Landbúnaðarráðherra segir stuðning við bændur hafa komið íslenskum neytendum til góða og skilað lægsta matvöruverði á Norðurlöndunum. Nýr búvörusamningur miði meðal annars að því að afnema kvótakerfi í landbúnaði og auðvelda nýliðun. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar hóf sérstaka umræðu um nýjan búvörusamning á Alþingi í dag. Í 140 milljarða samningi væri illa farið með tækifæri til framfara í landbúnaði. „Þar sem að mestu leyti er framlengd úrelt niðurgreiðslupólitík. Sú pólitík skilar hvorki bændum né neytendum í landinu árangri,“ sagði Helgi. Kostnaðurinn fari fyrst og fremst í milliliði og það sé gagnrýnivert að samningurinn bindi hendur Alþingis í tíu ár. Vinda þurfi hraðar ofan af kvótakerfi í landbúnaði sem geri ungum bændum erfitt fyrir að hasla sér völl í greininni og leggi þungar byrðar á búin. Ýmis kostnaður í landbúnaðinum leiði af einokun og fákeppni. Helgi segir um 100 milljónir fara samkvæmt samningum til meðal mjólkurbús á tíu árum. „Ég er sannfærður um það að við gætum notað þá fjármuni miklu betur fyrir bændur og fyrir neytendur. Vegna þess að þessar 100 milljónir eru ekki að fara til bænda. Þær eru að fara í kvótakaup, þær eru að fara í óhóflegan vaxtakostnað, þær eru að fara í dýra úrvinnslu og þær eru að fara í fákeppni á matvörumarkaði,“ sagði Helgi. Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra sagði meira samráð hafa verið haft um þennan samning en fyrri búvörusamninga. Mikilsverð stefnubreyting felist í því að hverfa frá kvótakerfi í landbúnaði á samningstímanum og eðlilegt að gefa bændum tíma til þess. Þá sagði ráðherra löggjafann hafa settt auknar kröfur um verndun og aðbúnað dýra sem feli í sér stofnkostnað hjá bændum. Stuðningur við bændur hafi minnkað úr 5% af landsframleiðslu árið 1986 í 1,1 prósent árið 2014. „Og svo er spurt; hefur þessi stuðningur verið góður? Já hann hefur verið góður. Hann hefur komið neytendum verulega til góða. Í EuroStat í desember 2015 var matarverð á Íslandi það lægsta á Norðurlöndunum. Þannig að þetta hefur gengið eftir,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson. Búvörusamningar Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Landbúnaðarráðherra segir stuðning við bændur hafa komið íslenskum neytendum til góða og skilað lægsta matvöruverði á Norðurlöndunum. Nýr búvörusamningur miði meðal annars að því að afnema kvótakerfi í landbúnaði og auðvelda nýliðun. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar hóf sérstaka umræðu um nýjan búvörusamning á Alþingi í dag. Í 140 milljarða samningi væri illa farið með tækifæri til framfara í landbúnaði. „Þar sem að mestu leyti er framlengd úrelt niðurgreiðslupólitík. Sú pólitík skilar hvorki bændum né neytendum í landinu árangri,“ sagði Helgi. Kostnaðurinn fari fyrst og fremst í milliliði og það sé gagnrýnivert að samningurinn bindi hendur Alþingis í tíu ár. Vinda þurfi hraðar ofan af kvótakerfi í landbúnaði sem geri ungum bændum erfitt fyrir að hasla sér völl í greininni og leggi þungar byrðar á búin. Ýmis kostnaður í landbúnaðinum leiði af einokun og fákeppni. Helgi segir um 100 milljónir fara samkvæmt samningum til meðal mjólkurbús á tíu árum. „Ég er sannfærður um það að við gætum notað þá fjármuni miklu betur fyrir bændur og fyrir neytendur. Vegna þess að þessar 100 milljónir eru ekki að fara til bænda. Þær eru að fara í kvótakaup, þær eru að fara í óhóflegan vaxtakostnað, þær eru að fara í dýra úrvinnslu og þær eru að fara í fákeppni á matvörumarkaði,“ sagði Helgi. Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra sagði meira samráð hafa verið haft um þennan samning en fyrri búvörusamninga. Mikilsverð stefnubreyting felist í því að hverfa frá kvótakerfi í landbúnaði á samningstímanum og eðlilegt að gefa bændum tíma til þess. Þá sagði ráðherra löggjafann hafa settt auknar kröfur um verndun og aðbúnað dýra sem feli í sér stofnkostnað hjá bændum. Stuðningur við bændur hafi minnkað úr 5% af landsframleiðslu árið 1986 í 1,1 prósent árið 2014. „Og svo er spurt; hefur þessi stuðningur verið góður? Já hann hefur verið góður. Hann hefur komið neytendum verulega til góða. Í EuroStat í desember 2015 var matarverð á Íslandi það lægsta á Norðurlöndunum. Þannig að þetta hefur gengið eftir,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson.
Búvörusamningar Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira