Hafnar ásökunum um skort á samráði Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. febrúar 2016 07:00 Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, svaraði fyrir nýjan búvörusamning í sérstökum umræðum á Alþingi í gær. vísir/ernir Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafnar algjörlega fullyrðingum um að samningar um 131 milljarðs greiðslur á tíu árum vegna búvörusamnings hafi verið samþykktir án samráðs. „Það hefur verið haft samráð við Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin, ASÍ, Viðskiptaráð, Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og fleiri og fleiri aðila,“ sagði Sigurður Ingi í sérstökum umræðum um búvörusamningana á Alþingi í gær. Hann sagði að það hefði líka verið haft samráð við fulltrúa flokka á Alþingi vegna málsins. Þá rifjaði hann upp að sérstök umræða hafi farið fram í þinginu um fyrirhugaða búvörusamninga í haust, án þess að niðurstaða fengist. Sigurður Ingi nefndi líka, og vísaði í tölur OECD, að árið 1986 hefðu greiðslur til landbúnaðar numið 5 prósentum af landsframleiðslu en verið 1,1 prósent árið 2014. Þá er átt við beinan stuðning og tollvernd. Aðrir aðilar innan OECED fóru úr 2,8 prósentum í 0,8. Þetta þýði að Ísland sé að nálgast OECD-meðaltalið. Helgi Hjörvar var málshefjandi í umræðunni. Hann sagði að með endurnýjun búvörusamningsins hefði gefist færi á framförum í landbúnaði en það færi hefði verið illa nýtt. Þá gagnrýndi hann tímalengd samningsins og skort á samráði. „Það verður að gagnrýna það, virðulegur forseti, að hér séu ráðin tekin af Alþingi í lengri tíma og það verður ekki fyrr en eftir þrennar alþingiskosningar að hægt verði að gera breytingar í þessum efnum vegna þess að samningurinn bindur fjárheimildir þingsins í tíu ár.“ Alþingi Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafnar algjörlega fullyrðingum um að samningar um 131 milljarðs greiðslur á tíu árum vegna búvörusamnings hafi verið samþykktir án samráðs. „Það hefur verið haft samráð við Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin, ASÍ, Viðskiptaráð, Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og fleiri og fleiri aðila,“ sagði Sigurður Ingi í sérstökum umræðum um búvörusamningana á Alþingi í gær. Hann sagði að það hefði líka verið haft samráð við fulltrúa flokka á Alþingi vegna málsins. Þá rifjaði hann upp að sérstök umræða hafi farið fram í þinginu um fyrirhugaða búvörusamninga í haust, án þess að niðurstaða fengist. Sigurður Ingi nefndi líka, og vísaði í tölur OECD, að árið 1986 hefðu greiðslur til landbúnaðar numið 5 prósentum af landsframleiðslu en verið 1,1 prósent árið 2014. Þá er átt við beinan stuðning og tollvernd. Aðrir aðilar innan OECED fóru úr 2,8 prósentum í 0,8. Þetta þýði að Ísland sé að nálgast OECD-meðaltalið. Helgi Hjörvar var málshefjandi í umræðunni. Hann sagði að með endurnýjun búvörusamningsins hefði gefist færi á framförum í landbúnaði en það færi hefði verið illa nýtt. Þá gagnrýndi hann tímalengd samningsins og skort á samráði. „Það verður að gagnrýna það, virðulegur forseti, að hér séu ráðin tekin af Alþingi í lengri tíma og það verður ekki fyrr en eftir þrennar alþingiskosningar að hægt verði að gera breytingar í þessum efnum vegna þess að samningurinn bindur fjárheimildir þingsins í tíu ár.“
Alþingi Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira