Platini harðorður: Eina markmiðið var að koma í veg fyrir að ég yrði forseti FIFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2016 09:30 Sepp Blatter og Michel Platini. Vísir/Getty Sepp Blatter, fráfarandi forseti FIFA og Michel Platini, fráfarandi forseti UEFA, varð ekki mikið ágengt í áfrýjun sinni vegna bann frá allri aðkomu að knattspyrnu næstu árin. Sepp Blatter og Michel Platini fengu niðurstöðuna frá Áfrýjunarnefnd FIFA í gær og þá kom í ljós að bannið stendur en verður sex ár í stað átta áður. BBC segir frá. Þessir fráfarandi forystumenn fótboltaheimsins ætla þó ekki að gefast upp heldur tilkynntu strax að þeir ætluðu að áfrýja dómnum áfram til Íþróttadómstólsins. Blatter og Platini hafa báðir margoft lýst yfir sakleysi sínu en þeir voru dæmdir fyrir 1,3 milljón punda eingreiðslu Blatter til Platini skömmu fyrir eitt forsetakjör FIFA. Þeir héldu því báðir fram peningagreiðslan hafi verið laun sem Platini átti inni fyrir ráðgjafastarf þegar hann starfaði fyrir FIFA eftir HM 1998. Blatter segist hafa verið að virða munnlegt samkomulag sitt við Platini. „Ég er mjög vonsvikinn með Áfrýjunarnefnd FIFA," sagði hinn 79 ára gamli Sepp Blatter í tilkynningu. Hinn sextugi Michel Platini talaði aftur um „móðgandi og skammarlega niðurstöðu" sem og að þetta hafi verið pólítísk ákvörðun. Á föstudaginn kemur í ljós hver tekur við starfi forseta FIFA af Sepp Blatter en UEFA ætlaði ekki að boða til forsetakosninga fyrr en að Platini væri búinn að reka málið sitt alla leið. Michel Platini var harðorður í sinni yfirlýsingu og talaði um hroka og ólögmæti sem og það að ásakanir á hendur honum væri algjörlega ósannar. „Ég er fórnarlamb kerfis sem hafði aðeins eitt markmið sem var að koma í veg fyrir að ég yrði forseti FIFA," sagði Michel Platini í yfirlýsingu sinni. FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Vill fresta forsetakjöri FIFA Prins Ali, einn af forsetaframbjóðendunum hjá FIFA, hefur farið fram á það við íþróttadómstólinn að forsetakjöri FIFA verði frestað. 23. febrúar 2016 09:45 Ímynd og orðspor FIFA gæti ekki verið verra Það styttist í forsetakjör FIFA en að öllu óbreyttu fer það fram á föstudag og um leið lýkur valdatíma Sepp Blatter. 24. febrúar 2016 08:45 Platini ætlar að berjast gegn óréttlætinu Michel Platini, forseti UEFA, hefur nýhafið átta ára bann sitt frá afskiptum af knattspyrnu en hann er enn að berjast fyrir sakleysi sínu. 16. febrúar 2016 08:15 Blatter: Getur ekki keypt heimsmeistaramótið Sepp Blatter, fyrrum forseti FIFA, segir að það sé algjört rugl að Katar hafi keypt sér atkvæði til að fá að halda heimsmeistaramótið árið 2022. Þetta segir Blatter í samtali við The Times. 20. febrúar 2016 13:00 Infantino þakkar KSÍ fyrir stuðninginn Knattspyrnusamband Íslands styður framkvæmdastjóra FIFA í forsetaframboðinu í febrúar. 25. janúar 2016 16:30 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Fleiri fréttir Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Sjá meira
Sepp Blatter, fráfarandi forseti FIFA og Michel Platini, fráfarandi forseti UEFA, varð ekki mikið ágengt í áfrýjun sinni vegna bann frá allri aðkomu að knattspyrnu næstu árin. Sepp Blatter og Michel Platini fengu niðurstöðuna frá Áfrýjunarnefnd FIFA í gær og þá kom í ljós að bannið stendur en verður sex ár í stað átta áður. BBC segir frá. Þessir fráfarandi forystumenn fótboltaheimsins ætla þó ekki að gefast upp heldur tilkynntu strax að þeir ætluðu að áfrýja dómnum áfram til Íþróttadómstólsins. Blatter og Platini hafa báðir margoft lýst yfir sakleysi sínu en þeir voru dæmdir fyrir 1,3 milljón punda eingreiðslu Blatter til Platini skömmu fyrir eitt forsetakjör FIFA. Þeir héldu því báðir fram peningagreiðslan hafi verið laun sem Platini átti inni fyrir ráðgjafastarf þegar hann starfaði fyrir FIFA eftir HM 1998. Blatter segist hafa verið að virða munnlegt samkomulag sitt við Platini. „Ég er mjög vonsvikinn með Áfrýjunarnefnd FIFA," sagði hinn 79 ára gamli Sepp Blatter í tilkynningu. Hinn sextugi Michel Platini talaði aftur um „móðgandi og skammarlega niðurstöðu" sem og að þetta hafi verið pólítísk ákvörðun. Á föstudaginn kemur í ljós hver tekur við starfi forseta FIFA af Sepp Blatter en UEFA ætlaði ekki að boða til forsetakosninga fyrr en að Platini væri búinn að reka málið sitt alla leið. Michel Platini var harðorður í sinni yfirlýsingu og talaði um hroka og ólögmæti sem og það að ásakanir á hendur honum væri algjörlega ósannar. „Ég er fórnarlamb kerfis sem hafði aðeins eitt markmið sem var að koma í veg fyrir að ég yrði forseti FIFA," sagði Michel Platini í yfirlýsingu sinni.
FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Vill fresta forsetakjöri FIFA Prins Ali, einn af forsetaframbjóðendunum hjá FIFA, hefur farið fram á það við íþróttadómstólinn að forsetakjöri FIFA verði frestað. 23. febrúar 2016 09:45 Ímynd og orðspor FIFA gæti ekki verið verra Það styttist í forsetakjör FIFA en að öllu óbreyttu fer það fram á föstudag og um leið lýkur valdatíma Sepp Blatter. 24. febrúar 2016 08:45 Platini ætlar að berjast gegn óréttlætinu Michel Platini, forseti UEFA, hefur nýhafið átta ára bann sitt frá afskiptum af knattspyrnu en hann er enn að berjast fyrir sakleysi sínu. 16. febrúar 2016 08:15 Blatter: Getur ekki keypt heimsmeistaramótið Sepp Blatter, fyrrum forseti FIFA, segir að það sé algjört rugl að Katar hafi keypt sér atkvæði til að fá að halda heimsmeistaramótið árið 2022. Þetta segir Blatter í samtali við The Times. 20. febrúar 2016 13:00 Infantino þakkar KSÍ fyrir stuðninginn Knattspyrnusamband Íslands styður framkvæmdastjóra FIFA í forsetaframboðinu í febrúar. 25. janúar 2016 16:30 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Fleiri fréttir Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Sjá meira
Vill fresta forsetakjöri FIFA Prins Ali, einn af forsetaframbjóðendunum hjá FIFA, hefur farið fram á það við íþróttadómstólinn að forsetakjöri FIFA verði frestað. 23. febrúar 2016 09:45
Ímynd og orðspor FIFA gæti ekki verið verra Það styttist í forsetakjör FIFA en að öllu óbreyttu fer það fram á föstudag og um leið lýkur valdatíma Sepp Blatter. 24. febrúar 2016 08:45
Platini ætlar að berjast gegn óréttlætinu Michel Platini, forseti UEFA, hefur nýhafið átta ára bann sitt frá afskiptum af knattspyrnu en hann er enn að berjast fyrir sakleysi sínu. 16. febrúar 2016 08:15
Blatter: Getur ekki keypt heimsmeistaramótið Sepp Blatter, fyrrum forseti FIFA, segir að það sé algjört rugl að Katar hafi keypt sér atkvæði til að fá að halda heimsmeistaramótið árið 2022. Þetta segir Blatter í samtali við The Times. 20. febrúar 2016 13:00
Infantino þakkar KSÍ fyrir stuðninginn Knattspyrnusamband Íslands styður framkvæmdastjóra FIFA í forsetaframboðinu í febrúar. 25. janúar 2016 16:30