Sjáið lið Snæfells og KR vinna bikarana í draugsýn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2016 13:30 Snæfellskonur fagna sigri í bikarúrslitaleiknum. Vísir/Hanna Hörður Tulinius á karfan.is var á bikarúrslitadegi körfuboltans í Laugardalshöllinni á dögunum og hann hefur nú sett saman tvö mögnuð myndbönd úr bikarúrslitaleikjum karla og kvenna. Snæfell og KR hafa bæði unnið Íslandsmeistaratitilinn undanfarin tvö ár en fögnuðu þarna langþráðum bikarsigrum, Snæfell þeim fyrsta í sögu kvennaliðs félagsins en KR þeim fyrsta í sex ár. Hörður Tulinius tók upp leikina með sérstakri myndavél þar sem hægt að er sjá allt í draugsýn en hann setti líka inn svona myndbönd í fyrra. Herði tekst vel upp að vanda og á hann mikið hrós skilið að búa til þessa ómetanlegu heimild um bikarúrslitaleikina. Myndböndin frá bikarsigrum KR og Snæfells má sjá hér fyrir neðan.Snæfellskonur unnu 78-70 sigur á Grindavík í bikarúrslitaleik kvenna. Haiden Denise Palmer var með þrennu í leiknum (23 stig, 13 fráköst, 10 stoðsendingar, 5 stolnir) en fyrirliðinn Gunnhildur Gunnarsdóttir (23 stig, 5 þristar) átti einnig magnaðan dag. Landsliðskonurnar Bryndís Guðmundsdóttir (13 stig og 16 fráköst) og Berglind Gunnarsdóttir (12 stig og 5 fráköst) voru líka í stórum hlutverkum í leiknum. Myndband Harðar af sögulegum sigri Snæfellsliðsins má sjá hér fyrir neðan.KR-ingar höfðu aðeins unnið einn af síðustu sex bikarúrslitaleikjum sínum fyrir bikarúrslitaleikinn á móti Þór og töpuðu leiknum í fyrra á móti Stjörnunni. KR vann 95-79 sigur á Þór úr Þorlákshöfn í bikarúrslitaleik karla. Helgi Már Magnússon var með 26 stig á 26 mínútum og var valinn maður leiksins. Michael Craion bætti við 17 stigum og 13 fráköstum, Ægir Þór Steinarsson skoraði 15 stig og gaf 6 stoðsendingar g þá var fyrirliðinn Brynjar Þór Björnsson með 12 stig. Pavel Ermolinskij skoraði bara 3 stig en var með 11 fráköst, 9 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Myndband Harðar af langþráðum sigri KR-liðsins má sjá hér fyrir neðan. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Snæfell - Grindavík 78-70 | Bikarinn í Hólminn í fyrsta sinn Snæfell varð í dag bikarmeistari eftir sigur á Grindavík í úrslitaleik. 13. febrúar 2016 17:30 Vill vinna fyrir fólkið í bænum Haiden Palmer, bandarískur leikmaður Snæfells í Domino's-deild kvenna, hefur flakkað á milli landa undanfarin tvö ár. Hún nýtur lífsins í Stykkishólmi þar sem hún getur einbeitt sér að körfuboltanum. 11. febrúar 2016 06:00 Langþráðir bikararar á leiðinni? Bikarúrslitaleikjadagurinn er runninn upp og fyrstu stóru bikarar körfuboltatímabilsins fara á loft í Laugardalshöllinni í dag. Karlalið KR og kvennalið Snæfells hafa bæði unnið bæði Íslandsmeistaratitilinn og deildarmeistaratitilinn undanfarin tvö tímabil en hvorugt liðið hefur náð að fagna bikarmeistaratitli. 13. febrúar 2016 06:00 Finnur Freyr: Skrifað í skýin með Helga eftir skotin í fyrra Þjálfari KR var virkilega ánægður með sigurinn fyrir hönd Helga Más Magnússonar. 13. febrúar 2016 19:27 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Þór Þ. 95-79 | KR bikarmeistari í ellefta sinn KR vann Þór Þorlákshöfn í bikarúrslitum karla í Laugardalshöll og er bikarmeistari í 11. sinn í sögu félagsins. 13. febrúar 2016 19:30 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Sjá meira
Hörður Tulinius á karfan.is var á bikarúrslitadegi körfuboltans í Laugardalshöllinni á dögunum og hann hefur nú sett saman tvö mögnuð myndbönd úr bikarúrslitaleikjum karla og kvenna. Snæfell og KR hafa bæði unnið Íslandsmeistaratitilinn undanfarin tvö ár en fögnuðu þarna langþráðum bikarsigrum, Snæfell þeim fyrsta í sögu kvennaliðs félagsins en KR þeim fyrsta í sex ár. Hörður Tulinius tók upp leikina með sérstakri myndavél þar sem hægt að er sjá allt í draugsýn en hann setti líka inn svona myndbönd í fyrra. Herði tekst vel upp að vanda og á hann mikið hrós skilið að búa til þessa ómetanlegu heimild um bikarúrslitaleikina. Myndböndin frá bikarsigrum KR og Snæfells má sjá hér fyrir neðan.Snæfellskonur unnu 78-70 sigur á Grindavík í bikarúrslitaleik kvenna. Haiden Denise Palmer var með þrennu í leiknum (23 stig, 13 fráköst, 10 stoðsendingar, 5 stolnir) en fyrirliðinn Gunnhildur Gunnarsdóttir (23 stig, 5 þristar) átti einnig magnaðan dag. Landsliðskonurnar Bryndís Guðmundsdóttir (13 stig og 16 fráköst) og Berglind Gunnarsdóttir (12 stig og 5 fráköst) voru líka í stórum hlutverkum í leiknum. Myndband Harðar af sögulegum sigri Snæfellsliðsins má sjá hér fyrir neðan.KR-ingar höfðu aðeins unnið einn af síðustu sex bikarúrslitaleikjum sínum fyrir bikarúrslitaleikinn á móti Þór og töpuðu leiknum í fyrra á móti Stjörnunni. KR vann 95-79 sigur á Þór úr Þorlákshöfn í bikarúrslitaleik karla. Helgi Már Magnússon var með 26 stig á 26 mínútum og var valinn maður leiksins. Michael Craion bætti við 17 stigum og 13 fráköstum, Ægir Þór Steinarsson skoraði 15 stig og gaf 6 stoðsendingar g þá var fyrirliðinn Brynjar Þór Björnsson með 12 stig. Pavel Ermolinskij skoraði bara 3 stig en var með 11 fráköst, 9 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Myndband Harðar af langþráðum sigri KR-liðsins má sjá hér fyrir neðan.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Snæfell - Grindavík 78-70 | Bikarinn í Hólminn í fyrsta sinn Snæfell varð í dag bikarmeistari eftir sigur á Grindavík í úrslitaleik. 13. febrúar 2016 17:30 Vill vinna fyrir fólkið í bænum Haiden Palmer, bandarískur leikmaður Snæfells í Domino's-deild kvenna, hefur flakkað á milli landa undanfarin tvö ár. Hún nýtur lífsins í Stykkishólmi þar sem hún getur einbeitt sér að körfuboltanum. 11. febrúar 2016 06:00 Langþráðir bikararar á leiðinni? Bikarúrslitaleikjadagurinn er runninn upp og fyrstu stóru bikarar körfuboltatímabilsins fara á loft í Laugardalshöllinni í dag. Karlalið KR og kvennalið Snæfells hafa bæði unnið bæði Íslandsmeistaratitilinn og deildarmeistaratitilinn undanfarin tvö tímabil en hvorugt liðið hefur náð að fagna bikarmeistaratitli. 13. febrúar 2016 06:00 Finnur Freyr: Skrifað í skýin með Helga eftir skotin í fyrra Þjálfari KR var virkilega ánægður með sigurinn fyrir hönd Helga Más Magnússonar. 13. febrúar 2016 19:27 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Þór Þ. 95-79 | KR bikarmeistari í ellefta sinn KR vann Þór Þorlákshöfn í bikarúrslitum karla í Laugardalshöll og er bikarmeistari í 11. sinn í sögu félagsins. 13. febrúar 2016 19:30 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Snæfell - Grindavík 78-70 | Bikarinn í Hólminn í fyrsta sinn Snæfell varð í dag bikarmeistari eftir sigur á Grindavík í úrslitaleik. 13. febrúar 2016 17:30
Vill vinna fyrir fólkið í bænum Haiden Palmer, bandarískur leikmaður Snæfells í Domino's-deild kvenna, hefur flakkað á milli landa undanfarin tvö ár. Hún nýtur lífsins í Stykkishólmi þar sem hún getur einbeitt sér að körfuboltanum. 11. febrúar 2016 06:00
Langþráðir bikararar á leiðinni? Bikarúrslitaleikjadagurinn er runninn upp og fyrstu stóru bikarar körfuboltatímabilsins fara á loft í Laugardalshöllinni í dag. Karlalið KR og kvennalið Snæfells hafa bæði unnið bæði Íslandsmeistaratitilinn og deildarmeistaratitilinn undanfarin tvö tímabil en hvorugt liðið hefur náð að fagna bikarmeistaratitli. 13. febrúar 2016 06:00
Finnur Freyr: Skrifað í skýin með Helga eftir skotin í fyrra Þjálfari KR var virkilega ánægður með sigurinn fyrir hönd Helga Más Magnússonar. 13. febrúar 2016 19:27
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Þór Þ. 95-79 | KR bikarmeistari í ellefta sinn KR vann Þór Þorlákshöfn í bikarúrslitum karla í Laugardalshöll og er bikarmeistari í 11. sinn í sögu félagsins. 13. febrúar 2016 19:30