Tólf mál vegna Hótels Grímsborga á borði Bárunnar Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 26. febrúar 2016 07:00 Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður Bárunnar, segir kröfu stéttarfélagsins um úrbætur skýra. Fréttablaðið/Anton „Á okkar borði eru tólf mál vegna ýmissa kjarasamningabrota,“ segir Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður stéttarfélagsins Bárunnar, um málefni starfsmanna Hótels Grímsborga sem hafa leitað til félagsins. „Það er verið að rugla saman dagvinnu og vaktavinnu. Menn fá ekki greidda yfirvinnu eftir tvö hundruð tíma vinnu, fá ekki hvíld þegar þeir eiga að fá hvíld. Það er öll flóran af brotum,“ bætir hún við og segist hafa kallað eftir úrbótum eiganda hótelsins. Starfsmaður hótelsins segir brot á starfsmönnum svo gróf að farið hafi verið fram á vinnustöðvun á hótelinu. Halldóra Sigríður vill ekki gefa það upp til hvaða aðgerða verði gripið.Ólafur Laufdal segist aldrei hafa heyrt frá Bárunni. Starfsmenn komi aftur og aftur til hans. Um atvinnuróg sé að ræða.Ólafur Laufdal rekur Hótel Grímsborgir með eiginkonu sinni, Kristínu Ketilsdóttur. „Ég hef ekki heyrt í Halldóru, eitt einasta orð. Hún hefur aldrei komið til mín. Ég reikna ekki út launin, hef aldrei reiknað út launin. Það hefur enginn komið til mín og beðið um leiðréttingar. Í fjörutíu ár hef ég verið með þúsundir í vinnu og aldrei komið upp svona mál. Þetta er mjög alvarlegur hlutur. Allir útlendingar sem eru að vinna hjá mér koma aftur og aftur. Þetta er eins og hvert annað einelti og atvinnurógur og ef það er eitthvað sem hefur misfarist þá vil ég leiðrétta það strax.“ Verkalýðsfélög landsins eru í átaki þessa dagana og vilja tryggja kjör og réttindi á íslenskum vinnumarkaði fyrir alla sem hér starfa, þar með talda útlendinga sem hingað koma og ungt fólk sem er að hefja þátttöku á vinnumarkaði. Alþýðusamband Íslands stendur í samstarfi við aðildarsamtök sín að verkefni gegn undirboðum á vinnumarkaði og svartri atvinnustarfsemi með yfirskriftinni Einn réttur – ekkert svindl. Verkefnið beinist gegn þeim fyrirtækjum sem misnota erlent vinnuafl og ungt fólk og skapa sér þannig samkeppnisforskot.Fjallað var um hótelið í þættinum Um land allt á Stöð 2 snemma árs 2013. Þáttinn má sjá hér að neðan. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins“ Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Sjá meira
„Á okkar borði eru tólf mál vegna ýmissa kjarasamningabrota,“ segir Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður stéttarfélagsins Bárunnar, um málefni starfsmanna Hótels Grímsborga sem hafa leitað til félagsins. „Það er verið að rugla saman dagvinnu og vaktavinnu. Menn fá ekki greidda yfirvinnu eftir tvö hundruð tíma vinnu, fá ekki hvíld þegar þeir eiga að fá hvíld. Það er öll flóran af brotum,“ bætir hún við og segist hafa kallað eftir úrbótum eiganda hótelsins. Starfsmaður hótelsins segir brot á starfsmönnum svo gróf að farið hafi verið fram á vinnustöðvun á hótelinu. Halldóra Sigríður vill ekki gefa það upp til hvaða aðgerða verði gripið.Ólafur Laufdal segist aldrei hafa heyrt frá Bárunni. Starfsmenn komi aftur og aftur til hans. Um atvinnuróg sé að ræða.Ólafur Laufdal rekur Hótel Grímsborgir með eiginkonu sinni, Kristínu Ketilsdóttur. „Ég hef ekki heyrt í Halldóru, eitt einasta orð. Hún hefur aldrei komið til mín. Ég reikna ekki út launin, hef aldrei reiknað út launin. Það hefur enginn komið til mín og beðið um leiðréttingar. Í fjörutíu ár hef ég verið með þúsundir í vinnu og aldrei komið upp svona mál. Þetta er mjög alvarlegur hlutur. Allir útlendingar sem eru að vinna hjá mér koma aftur og aftur. Þetta er eins og hvert annað einelti og atvinnurógur og ef það er eitthvað sem hefur misfarist þá vil ég leiðrétta það strax.“ Verkalýðsfélög landsins eru í átaki þessa dagana og vilja tryggja kjör og réttindi á íslenskum vinnumarkaði fyrir alla sem hér starfa, þar með talda útlendinga sem hingað koma og ungt fólk sem er að hefja þátttöku á vinnumarkaði. Alþýðusamband Íslands stendur í samstarfi við aðildarsamtök sín að verkefni gegn undirboðum á vinnumarkaði og svartri atvinnustarfsemi með yfirskriftinni Einn réttur – ekkert svindl. Verkefnið beinist gegn þeim fyrirtækjum sem misnota erlent vinnuafl og ungt fólk og skapa sér þannig samkeppnisforskot.Fjallað var um hótelið í þættinum Um land allt á Stöð 2 snemma árs 2013. Þáttinn má sjá hér að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins“ Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Sjá meira