Sigursteinn Másson: Ákvörðun Hvals hf að veiða ekki stórhvali í sumar mun stórbæta ímynd íslands sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 26. febrúar 2016 12:08 "Þetta eru mjög góðar fréttir," segir Sigursteinn Másson. Vísir Sigursteinn Másson, talsmaður Alþjóðadýraverndunarsjóðsins fagnar ákvörðun Hvals hf um að veiða ekki stórhvali hér við land í sumar og næstu sumur. Hann segir það eiga eftir að koma í ljós fljótlega hversu jákvæð þessi ákvörðun verður fyrir Ísland. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf, tilkynnti í gær að fyrirtækið myndi ekki veiða neina stórhvali í sumar né næstu sumur, nema Japanir liðki til í eftirlitskerfi sínu og taki upp nútímaleg vinnubrögð. Að öllu óbreyttu verði fyrirtækinu lokað og því engin starfsemi í Hvalstöðinni í Hvalfirði. „Þetta eru mjög góðar fréttir. Mjög jákvæðar fyrir Ísland, fyrir hvali, dýravelferð og dýravernd. Þessi ákvörðun hefur klárlega verið mjög erfið fyrir Kristján Loftsson og það er saga á bak við þetta fyrirtæki og áreiðanlega erfitt að fara í gegnum allt sem hann er að gera. En það sem er á heildina litið þá mun þessi ákvörðun verða til góðs fyrir sjávarútveginn á Íslandi og fyrir íslenska hagsmuni almennt,” segir Sigursteinn. Hann segir ákvörðunina eiga eftir að bæta ímynd Íslands til muna. „Ef hér er um varanlega ákvörðun að ræða þá er mér til efs að hægt sé að taka eina ákvörðun bætir jafn mikið ímynd Íslands eins og þessi. Það hafa verið vandræði í samskiptum, ekki bara við Bandaríkin heldur líka við Evrópu og ýmis önnur lönd, sem hafa litið þetta hornauga svo vægt sé til orða tekið. Með þessu þá er dýravelferð og dýravernd sett á þann stað á Íslandi sem þessi mál eiga að vera þannig að þetta er mjög afdrifarík ákvörðun sem mun koma fram tiltölulega fljótt hversu jákvæð hún er fyrir Ísland og íslenska hagsmuni,” segir hann. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Engar hvalveiðar í sumar: „Ef við hefðum vitað hvað var í vændum í Japan hefðum við aldrei byrjað aftur“ Hvalur hf. hyggst ekki veiða neina hvali næsta sumar þar sem fyrirtækinu hefur gengið illa að koma hvalaafurðum á markað í Japan. 25. febrúar 2016 08:24 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Sigursteinn Másson, talsmaður Alþjóðadýraverndunarsjóðsins fagnar ákvörðun Hvals hf um að veiða ekki stórhvali hér við land í sumar og næstu sumur. Hann segir það eiga eftir að koma í ljós fljótlega hversu jákvæð þessi ákvörðun verður fyrir Ísland. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf, tilkynnti í gær að fyrirtækið myndi ekki veiða neina stórhvali í sumar né næstu sumur, nema Japanir liðki til í eftirlitskerfi sínu og taki upp nútímaleg vinnubrögð. Að öllu óbreyttu verði fyrirtækinu lokað og því engin starfsemi í Hvalstöðinni í Hvalfirði. „Þetta eru mjög góðar fréttir. Mjög jákvæðar fyrir Ísland, fyrir hvali, dýravelferð og dýravernd. Þessi ákvörðun hefur klárlega verið mjög erfið fyrir Kristján Loftsson og það er saga á bak við þetta fyrirtæki og áreiðanlega erfitt að fara í gegnum allt sem hann er að gera. En það sem er á heildina litið þá mun þessi ákvörðun verða til góðs fyrir sjávarútveginn á Íslandi og fyrir íslenska hagsmuni almennt,” segir Sigursteinn. Hann segir ákvörðunina eiga eftir að bæta ímynd Íslands til muna. „Ef hér er um varanlega ákvörðun að ræða þá er mér til efs að hægt sé að taka eina ákvörðun bætir jafn mikið ímynd Íslands eins og þessi. Það hafa verið vandræði í samskiptum, ekki bara við Bandaríkin heldur líka við Evrópu og ýmis önnur lönd, sem hafa litið þetta hornauga svo vægt sé til orða tekið. Með þessu þá er dýravelferð og dýravernd sett á þann stað á Íslandi sem þessi mál eiga að vera þannig að þetta er mjög afdrifarík ákvörðun sem mun koma fram tiltölulega fljótt hversu jákvæð hún er fyrir Ísland og íslenska hagsmuni,” segir hann.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Engar hvalveiðar í sumar: „Ef við hefðum vitað hvað var í vændum í Japan hefðum við aldrei byrjað aftur“ Hvalur hf. hyggst ekki veiða neina hvali næsta sumar þar sem fyrirtækinu hefur gengið illa að koma hvalaafurðum á markað í Japan. 25. febrúar 2016 08:24 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Engar hvalveiðar í sumar: „Ef við hefðum vitað hvað var í vændum í Japan hefðum við aldrei byrjað aftur“ Hvalur hf. hyggst ekki veiða neina hvali næsta sumar þar sem fyrirtækinu hefur gengið illa að koma hvalaafurðum á markað í Japan. 25. febrúar 2016 08:24