Skiptar skoðanir á þjórfé innan ferðamannabransans Magnús Hlynur Hreiðarsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 26. febrúar 2016 14:30 Forsvarsmenn fagfélaga í geiranum segja sjálfsagt að gefa þjórfé séu ferðamenn ánægðir með vel unnin störf en Friðrik Pálsson, hótelstjóri Hótel Rangár, er alfarið á móti þjórfé. Vísir/Pjetur Skiptar skoðanir eru á þjórfjármenningu hér á landi innan ferðamannageirans. Með auknum ferðamannastraum hingað til lands hefur það færst í aukana að ferðamenn gefi þjórfé. Forsvarsmenn fagfélaga í geiranum segja sjálfsagt að gefa þjórfé séu ferðamenn ánægðir með vel unnin störf en Friðrik Pálsson, hótelstjóri Hótel Rangár, er alfarið á móti þjórfé. Níels Sigurður Olgeirsson, formaður Matvís, félags iðnarmanna í matvæla- og veitingagreinum segir að sjaldnast sé um að ræða háar fjárhæðir. „Þetta er að aukast en þetta eru engar svakaupphæðir og mér er meira segja sagt að Íslendingar séu í auknum mæli farnir að gefa þjórfé,“ segir Níels. Matvís hefur ekki tekið neina afstöðu til þjórfjár. Algengt sé þó að starfsmenn veitingastaða og hótela leggi allt þjórfé sem kemur inn í sjóð sem síðan sé nýtt til þess að gera sér glaðan dag. Vilborg Anna Björnsdóttir, varaformaður Félags leiðsögumanna, segir sjaldgæft að félagsmenn sínir fái greiddar háar fjárhæðir í þjórfé. „Þetta er mun óalgengara en fólk heldur og það er mjög sjaldgæft að það séu miklir peningar í þessu. Í dagsferðartúrum frá Reykjavík eru að koma kannski tvö til fjögur þúsund krónur sem bílstjóri og leiðsögumaður skipta með sér. Langstærstur hluti fær bara smotterí.“Níels Sigurður Olgeirsson, formaður MATVÍS.Vísir/Valli„Fólk er nú bara glatt að fá smá aura í vasann“ Friðrik Pálsson, hótelstjóri hótels Rangár, sagðist í fréttum Stöðvar 2 á miðvikudaginn alfarið vera á móti þjórfé. „Það fer mjög í taugarnar á mér að við séum að innleiða einhverskonar þjórfjármenningu hér á landi. Ég er algjörlega á móti þjórfé,“ sagði Friðrik. „Við viljum frekar borga fólkinu okkar góð laun þannig að það þurfi ekki að vera að snapa einhverja peninga við hliðina.“ Vöktu þessi ummæli nokkra athygli og hefur töluverð umræða spunnist í kringum þau á Baklandi ferðaþjónustunnar, Facebook-hóp þar sem málefni ferðaþjónustunnar eru gjarnan rædd. Bæði Vilborg og Níels eru sammála um það að ekkert sé að því að ferðamenn gefi þjórfé séu þeir ánægðir með vel unnin störf. „Mér finnst alveg sjálfsagt að upplýsa ferðamenn um það að þjórfé séu ekki laun starfsmanna og að þeir þurfi ekki að gefa þjórfé. Ég held hinsvegar að það sé full langt gengið að segja að ferðamenn eigi ekki að gefa þjórfé. Ef maður er ánægður með eitthvað sem er gert fyrir mann er alveg sjálfsagt að láta eitthvað auka fyrir það,“ segir Níels. „Okkar afstaða er að það eigi ekkert að vera að ræða þetta mikið. Launin í þessum bransa eru frekar lág, hvort sem þú starfar sem leiðsögumaður, bílstjóri, þerna eða barþjónn. Því miður eru þau svo lág að fólk er nú bara glatt að fá smá aura í vasann,“ segir Vilborg Arna.Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála.Vísir/GVARáðherra sér ekki ástæðu til þess að banna þjórfé Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fer með málefni ferðamála í ríkisstjórninni og sér hún ekki ástæðu þess að banna þjórfé hér á landi. „Ég væri ekki hlynnt því að það væri tekið upp sem almenn regla og hluti af launum eins og ég þekki vel frá því að ég bjó í Bandaríkjunum. Hins vegar tel ég ekki ástæðu til að banna það ef erlendir ferðamenn sem eru vanir því frá sínu heimalandi vilja sýna ánægju sína í verki með þeim hætti,“segir Ragnheiður Elín í samtali við fréttastofu. „Ég hef heyrt frá ýmsum sem safna slíkum greiðslum og láta starfsfólkið njóta þess sameiginlega með einum eða öðrum hætti. Mér finnst það góð hugmynd,“ bætir Ragnheiður Elín við. Í umræðunum á Baklandi ferðaþjónustunnar virðast flestir sem tjá sig vera á sama máli og ráðherra, Níels og Vilborg, það er að þjórfé sé ekki skylda hér á landi en að sjálfsagt sé að gefa þjórfé séu menn ánægðir með góða þjónustu.Geta haft allt að 30 þúsund upp úr góðu kvöldi Samkvæmt úttekt Fréttablaðsins fyrr í mánuðinum getur upphæð hvers þjóns í þjórfé á góðu kvöldi farið upp í allt að 30 þúsund krónur. Að jafnaði er hún þó talsvert lægri. Aðalsteinn Ragnar Benediktsson, rekstrarstjóri á veitingastaðnum Snaps, segir að ferðamenn séu margir hverjir ekki vissir um reglurnar og mörgum þyki vissara að láta eitthvað af hendi rakna. „Þótt hér sé það tekið fram að það sé algjör óþarfi að gefa þjórfé, þá eru sumir alveg á því að þegar þeir fá góða þjónustu og eru ánægðir þá vilji þeir gefa eitthvað,“ segir Aðalsteinn Ragnar. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Sjá meira
Skiptar skoðanir eru á þjórfjármenningu hér á landi innan ferðamannageirans. Með auknum ferðamannastraum hingað til lands hefur það færst í aukana að ferðamenn gefi þjórfé. Forsvarsmenn fagfélaga í geiranum segja sjálfsagt að gefa þjórfé séu ferðamenn ánægðir með vel unnin störf en Friðrik Pálsson, hótelstjóri Hótel Rangár, er alfarið á móti þjórfé. Níels Sigurður Olgeirsson, formaður Matvís, félags iðnarmanna í matvæla- og veitingagreinum segir að sjaldnast sé um að ræða háar fjárhæðir. „Þetta er að aukast en þetta eru engar svakaupphæðir og mér er meira segja sagt að Íslendingar séu í auknum mæli farnir að gefa þjórfé,“ segir Níels. Matvís hefur ekki tekið neina afstöðu til þjórfjár. Algengt sé þó að starfsmenn veitingastaða og hótela leggi allt þjórfé sem kemur inn í sjóð sem síðan sé nýtt til þess að gera sér glaðan dag. Vilborg Anna Björnsdóttir, varaformaður Félags leiðsögumanna, segir sjaldgæft að félagsmenn sínir fái greiddar háar fjárhæðir í þjórfé. „Þetta er mun óalgengara en fólk heldur og það er mjög sjaldgæft að það séu miklir peningar í þessu. Í dagsferðartúrum frá Reykjavík eru að koma kannski tvö til fjögur þúsund krónur sem bílstjóri og leiðsögumaður skipta með sér. Langstærstur hluti fær bara smotterí.“Níels Sigurður Olgeirsson, formaður MATVÍS.Vísir/Valli„Fólk er nú bara glatt að fá smá aura í vasann“ Friðrik Pálsson, hótelstjóri hótels Rangár, sagðist í fréttum Stöðvar 2 á miðvikudaginn alfarið vera á móti þjórfé. „Það fer mjög í taugarnar á mér að við séum að innleiða einhverskonar þjórfjármenningu hér á landi. Ég er algjörlega á móti þjórfé,“ sagði Friðrik. „Við viljum frekar borga fólkinu okkar góð laun þannig að það þurfi ekki að vera að snapa einhverja peninga við hliðina.“ Vöktu þessi ummæli nokkra athygli og hefur töluverð umræða spunnist í kringum þau á Baklandi ferðaþjónustunnar, Facebook-hóp þar sem málefni ferðaþjónustunnar eru gjarnan rædd. Bæði Vilborg og Níels eru sammála um það að ekkert sé að því að ferðamenn gefi þjórfé séu þeir ánægðir með vel unnin störf. „Mér finnst alveg sjálfsagt að upplýsa ferðamenn um það að þjórfé séu ekki laun starfsmanna og að þeir þurfi ekki að gefa þjórfé. Ég held hinsvegar að það sé full langt gengið að segja að ferðamenn eigi ekki að gefa þjórfé. Ef maður er ánægður með eitthvað sem er gert fyrir mann er alveg sjálfsagt að láta eitthvað auka fyrir það,“ segir Níels. „Okkar afstaða er að það eigi ekkert að vera að ræða þetta mikið. Launin í þessum bransa eru frekar lág, hvort sem þú starfar sem leiðsögumaður, bílstjóri, þerna eða barþjónn. Því miður eru þau svo lág að fólk er nú bara glatt að fá smá aura í vasann,“ segir Vilborg Arna.Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála.Vísir/GVARáðherra sér ekki ástæðu til þess að banna þjórfé Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fer með málefni ferðamála í ríkisstjórninni og sér hún ekki ástæðu þess að banna þjórfé hér á landi. „Ég væri ekki hlynnt því að það væri tekið upp sem almenn regla og hluti af launum eins og ég þekki vel frá því að ég bjó í Bandaríkjunum. Hins vegar tel ég ekki ástæðu til að banna það ef erlendir ferðamenn sem eru vanir því frá sínu heimalandi vilja sýna ánægju sína í verki með þeim hætti,“segir Ragnheiður Elín í samtali við fréttastofu. „Ég hef heyrt frá ýmsum sem safna slíkum greiðslum og láta starfsfólkið njóta þess sameiginlega með einum eða öðrum hætti. Mér finnst það góð hugmynd,“ bætir Ragnheiður Elín við. Í umræðunum á Baklandi ferðaþjónustunnar virðast flestir sem tjá sig vera á sama máli og ráðherra, Níels og Vilborg, það er að þjórfé sé ekki skylda hér á landi en að sjálfsagt sé að gefa þjórfé séu menn ánægðir með góða þjónustu.Geta haft allt að 30 þúsund upp úr góðu kvöldi Samkvæmt úttekt Fréttablaðsins fyrr í mánuðinum getur upphæð hvers þjóns í þjórfé á góðu kvöldi farið upp í allt að 30 þúsund krónur. Að jafnaði er hún þó talsvert lægri. Aðalsteinn Ragnar Benediktsson, rekstrarstjóri á veitingastaðnum Snaps, segir að ferðamenn séu margir hverjir ekki vissir um reglurnar og mörgum þyki vissara að láta eitthvað af hendi rakna. „Þótt hér sé það tekið fram að það sé algjör óþarfi að gefa þjórfé, þá eru sumir alveg á því að þegar þeir fá góða þjónustu og eru ánægðir þá vilji þeir gefa eitthvað,“ segir Aðalsteinn Ragnar.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent