Audi Q7 fær hæstu öryggiseinkunn IIHS Finnur Thorlacius skrifar 26. febrúar 2016 14:43 Audi Q7 er einn öruggasti bíll heims. Insurance Institude for Highway Safety (IIHS) prófar vanalega ekki stóra jeppa, heldur aðallega minni bíla. Þar sem Audi var svo sannfært um að önnur kynslóð Audi Q7 jeppans myndi standast ströngustu kröfur við árekstrarpróf bandarísku stofnunarinnar þá greiddi Audi fyrir hana sjálft. Enda fór það svo að jeppinn nýi stóðst allar þær ströngu kröfur sem IIHS setur til að fá einkunnina Top Safety Pick+, sem er hæsta einkunn sem nokkur bíll getur fengið hjá stofnuninni. Þetta er reyndar fjórði bíll Audi sem hlýtur þessa eftirsóttu einkunn. Audi Q7 jeppinn fór í gegnum 5 mismunandi árekstrarprófanir og náði þeim ágæta árangri að fá hæstu einkunn í þeim öllum, eitthvað sem fáum bílum hefur hlotnast. Til að hljóta slíka einkunn verður bíll að fá hæstu einkunn í öllum árekstrarprófunum og vera að auki með öryggisbúnað sem hindrar árekstur að framan og það á við Audi Q7. Það ætti því að vera verulega óhætt að sitja í hinum nýja Audi Q7 jeppa, en forveri hans fékk ekki næstum því eins góða einkunn í eldri prófunum. Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent
Insurance Institude for Highway Safety (IIHS) prófar vanalega ekki stóra jeppa, heldur aðallega minni bíla. Þar sem Audi var svo sannfært um að önnur kynslóð Audi Q7 jeppans myndi standast ströngustu kröfur við árekstrarpróf bandarísku stofnunarinnar þá greiddi Audi fyrir hana sjálft. Enda fór það svo að jeppinn nýi stóðst allar þær ströngu kröfur sem IIHS setur til að fá einkunnina Top Safety Pick+, sem er hæsta einkunn sem nokkur bíll getur fengið hjá stofnuninni. Þetta er reyndar fjórði bíll Audi sem hlýtur þessa eftirsóttu einkunn. Audi Q7 jeppinn fór í gegnum 5 mismunandi árekstrarprófanir og náði þeim ágæta árangri að fá hæstu einkunn í þeim öllum, eitthvað sem fáum bílum hefur hlotnast. Til að hljóta slíka einkunn verður bíll að fá hæstu einkunn í öllum árekstrarprófunum og vera að auki með öryggisbúnað sem hindrar árekstur að framan og það á við Audi Q7. Það ætti því að vera verulega óhætt að sitja í hinum nýja Audi Q7 jeppa, en forveri hans fékk ekki næstum því eins góða einkunn í eldri prófunum.
Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent