Audi Q7 fær hæstu öryggiseinkunn IIHS Finnur Thorlacius skrifar 26. febrúar 2016 14:43 Audi Q7 er einn öruggasti bíll heims. Insurance Institude for Highway Safety (IIHS) prófar vanalega ekki stóra jeppa, heldur aðallega minni bíla. Þar sem Audi var svo sannfært um að önnur kynslóð Audi Q7 jeppans myndi standast ströngustu kröfur við árekstrarpróf bandarísku stofnunarinnar þá greiddi Audi fyrir hana sjálft. Enda fór það svo að jeppinn nýi stóðst allar þær ströngu kröfur sem IIHS setur til að fá einkunnina Top Safety Pick+, sem er hæsta einkunn sem nokkur bíll getur fengið hjá stofnuninni. Þetta er reyndar fjórði bíll Audi sem hlýtur þessa eftirsóttu einkunn. Audi Q7 jeppinn fór í gegnum 5 mismunandi árekstrarprófanir og náði þeim ágæta árangri að fá hæstu einkunn í þeim öllum, eitthvað sem fáum bílum hefur hlotnast. Til að hljóta slíka einkunn verður bíll að fá hæstu einkunn í öllum árekstrarprófunum og vera að auki með öryggisbúnað sem hindrar árekstur að framan og það á við Audi Q7. Það ætti því að vera verulega óhætt að sitja í hinum nýja Audi Q7 jeppa, en forveri hans fékk ekki næstum því eins góða einkunn í eldri prófunum. Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent
Insurance Institude for Highway Safety (IIHS) prófar vanalega ekki stóra jeppa, heldur aðallega minni bíla. Þar sem Audi var svo sannfært um að önnur kynslóð Audi Q7 jeppans myndi standast ströngustu kröfur við árekstrarpróf bandarísku stofnunarinnar þá greiddi Audi fyrir hana sjálft. Enda fór það svo að jeppinn nýi stóðst allar þær ströngu kröfur sem IIHS setur til að fá einkunnina Top Safety Pick+, sem er hæsta einkunn sem nokkur bíll getur fengið hjá stofnuninni. Þetta er reyndar fjórði bíll Audi sem hlýtur þessa eftirsóttu einkunn. Audi Q7 jeppinn fór í gegnum 5 mismunandi árekstrarprófanir og náði þeim ágæta árangri að fá hæstu einkunn í þeim öllum, eitthvað sem fáum bílum hefur hlotnast. Til að hljóta slíka einkunn verður bíll að fá hæstu einkunn í öllum árekstrarprófunum og vera að auki með öryggisbúnað sem hindrar árekstur að framan og það á við Audi Q7. Það ætti því að vera verulega óhætt að sitja í hinum nýja Audi Q7 jeppa, en forveri hans fékk ekki næstum því eins góða einkunn í eldri prófunum.
Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent