Tekst goðsögninni að endurheimta mannorð sitt í kvöld? Pétur Marinó Jónsson skrifar 27. febrúar 2016 09:00 Vísir/Getty Goðsögnin Anderson Silva mætir Michael Bisping á UFC bardagakvöldinu í London í kvöld. Þetta verður fyrsti bardagi Silva eftir að hafa afplánað eins árs keppnisbann. Það kom mörgum í opna skjöldu er Anderson Silva féll á lyfjaprófi eftir bardaga hans gegn Nick Diaz. Í lyfjaprófi hans fundust tveir anabólískir sterar og hefur það sett stóran svartan blett á feril eins besta bardagamann sögunnar. Það bætti svo ekki úr skák hve léleg málsvörn Silva var. Hann hélt allan tímann fram sakleysi sínu og hélt því fram að stinningarlyf sem hann tók hafi innihaldið anabólaska sterann drostanolone. Nánar má lesa um málið hér. Eftir að hafa verið einn virtasti bardagamaður heims í mörg ár hefur Anderson Silva orðið að aðhlátursefni. Hann getur þó endurheimt mannorð sitt að einhverju leyti á morgun. Það má ekki gleyma því að Anderson Silva er einn magnaðasti bardagamaður í sögu MMA. Silva sigraði 16 bardaga í röð í UFC, hefur klárað 14 bardaga í UFC og hélt millivigtarbeltinu í 2457 daga en allt þetta eru met í UFC. Andstæðingar Silva voru oft á tíðum búnir að tapa áður en þeir gengu inn í búrið gegn honum. Þeir voru hræddir við hann og virtist hann vera gjörsamlega ósigrandi. Það var hins vegar einn maður sem virtist ekki óttast hann, Chris Weidman. Bandaríkjamaðurinn byrjaði á að rota Silva og hálfu ári síðar braut Silva sköflunginn sinn í bardaga gegn Weidman. Þessi ósnertanlega ára sem Silva var með var horfin og virðist hinn fertugi Silva ekki vera nálægt því sami bardagamaðurinn og hann var þegar hann var uppi á sitt besta. Ekki er öll von úti þó. Takist honum að klára Bisping á sannfærandi hátt, og standast öll lyfjapróf, er aldrei að vita nema Anderson Silva fái möguleika á að berjast aftur um titilinn. Bardagakvöldið í kvöld fer fram í London og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 21 en eftirtaldir fjórir bardagar verða sýndir.Millivigt: Anderson Silva gegn Michael BispingMillivigt: Gegard Mousasi gegn Thales LeitesVeltivigt: Tom Breese gegn Keita NakamuraBantamvigt: Francisco Rivera gegn Brad Pickett MMA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Norris vann í Mónakó í fyrsta sinn Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sjá meira
Goðsögnin Anderson Silva mætir Michael Bisping á UFC bardagakvöldinu í London í kvöld. Þetta verður fyrsti bardagi Silva eftir að hafa afplánað eins árs keppnisbann. Það kom mörgum í opna skjöldu er Anderson Silva féll á lyfjaprófi eftir bardaga hans gegn Nick Diaz. Í lyfjaprófi hans fundust tveir anabólískir sterar og hefur það sett stóran svartan blett á feril eins besta bardagamann sögunnar. Það bætti svo ekki úr skák hve léleg málsvörn Silva var. Hann hélt allan tímann fram sakleysi sínu og hélt því fram að stinningarlyf sem hann tók hafi innihaldið anabólaska sterann drostanolone. Nánar má lesa um málið hér. Eftir að hafa verið einn virtasti bardagamaður heims í mörg ár hefur Anderson Silva orðið að aðhlátursefni. Hann getur þó endurheimt mannorð sitt að einhverju leyti á morgun. Það má ekki gleyma því að Anderson Silva er einn magnaðasti bardagamaður í sögu MMA. Silva sigraði 16 bardaga í röð í UFC, hefur klárað 14 bardaga í UFC og hélt millivigtarbeltinu í 2457 daga en allt þetta eru met í UFC. Andstæðingar Silva voru oft á tíðum búnir að tapa áður en þeir gengu inn í búrið gegn honum. Þeir voru hræddir við hann og virtist hann vera gjörsamlega ósigrandi. Það var hins vegar einn maður sem virtist ekki óttast hann, Chris Weidman. Bandaríkjamaðurinn byrjaði á að rota Silva og hálfu ári síðar braut Silva sköflunginn sinn í bardaga gegn Weidman. Þessi ósnertanlega ára sem Silva var með var horfin og virðist hinn fertugi Silva ekki vera nálægt því sami bardagamaðurinn og hann var þegar hann var uppi á sitt besta. Ekki er öll von úti þó. Takist honum að klára Bisping á sannfærandi hátt, og standast öll lyfjapróf, er aldrei að vita nema Anderson Silva fái möguleika á að berjast aftur um titilinn. Bardagakvöldið í kvöld fer fram í London og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 21 en eftirtaldir fjórir bardagar verða sýndir.Millivigt: Anderson Silva gegn Michael BispingMillivigt: Gegard Mousasi gegn Thales LeitesVeltivigt: Tom Breese gegn Keita NakamuraBantamvigt: Francisco Rivera gegn Brad Pickett
MMA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Norris vann í Mónakó í fyrsta sinn Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sjá meira