N4 vildi helst fá svar fyrir Edduhátíðina Garðar Örn Úlfarsson skrifar 29. febrúar 2016 07:00 Framkvæmdastjóri N4 segir sveitarfélög á Suðurlandi hafa fengið jafna umfjöllun í sjónvarpsþáttaröð fyrirtækisins. Myndin er frá Eyrarbakka. Vísir/Stefán „Ekki væri nú verra að geta tilkynnt það á Eddunni að þessi þáttaröð verði áfram vikulega á N4,“ segir María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri sjónvarpsstöðvarinnar N4, í bréfi þar sem óskað er eftir áframhaldandi fjárstuðningi sveitarfélaga á Suðurlandi við gerð þáttanna Að sunnan. Sunnlensku sveitarfélögin hafa nú þegar styrkt N4 fjárhagslega við gerð 36 þátta í seríunni Að sunnan þar sem áhersla er lögð á jákvæða umfjöllun um atvinnulíf og mannlíf á svæðinu. „Við hjá N4 erum ykkur afar þakklát fyrir þann mikla og dygga stuðning sem sveitarfélögin fjórtán hafa sýnt þessari þáttaröð,“ segir í bréfi framkvæmdastjóra N4 sem einnig þakkar sunnlenskum fyrirtækjum fyrir auglýsingatekjur við gerð tólf þátta.Margrét BlöndalMaría Björk segir öll sveitarfélögin hafa fengi jafna umfjöllun. Full ástæða sé til að halda þáttaröðinni áfram. Þannig yrði öllum landshlutunum fjórum haldið í loftinu hjá N4 því auk þáttanna Að sunnan, Að norðan og Að austan hefjist þáttaröðinni Að vestan í næsta mánuði. „Óskað er eftir áframhaldandi styrk við gerð þáttanna frá hverju sveitarfélagi, samtals krónur 750.000,“ segir framkvæmdastjóri N4 í bréfinu til sveitarfélaganna. Stefnt sé að gerð 36 þátta á tólf mánuðum. Í bréfinu er bent á að þættirnir Að sunnan hafa verið tilnefndir til Edduverðlauna í flokknum Menningarþættir. „Þetta er mikill heiður og ber fagmennsku Margrétar Blöndal og Sighvats Jónssonar gott merki,“ segir María Björk og biður um að vera látin vita sem allra fyrst svo hægt sé að semja við Margréti og Sighvat og svo hægt sé að tilkynna um framhald þáttanna á Eddunni sem fram fer á sunnudaginn. Margrét og Sighvatur eru bæði dagskrárgerðarmenn á RÚV.Sighvatur Jónsson.Erindi N4 var tekið fyrir og samþykkt á bæjarstjórnarfundi í Ölfusi en á bæjarráðsfundi í Árborg á fimmtudag var málinu vísað til umræðu í starfshópi um ferðamál og í byggðaráði Rangárþings ytra var málinu vísað til skoðunar hjá atvinnu- og menningarmálanefnd. Að sunnan var tilnefnt sem Menningarþáttur ársins á Edduverðlaunahátíðinni í gær, en laut í lægra haldi fyrir Öldinni hennar, sem hlaut verðlaunin. Eddan Fjölmiðlar Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
„Ekki væri nú verra að geta tilkynnt það á Eddunni að þessi þáttaröð verði áfram vikulega á N4,“ segir María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri sjónvarpsstöðvarinnar N4, í bréfi þar sem óskað er eftir áframhaldandi fjárstuðningi sveitarfélaga á Suðurlandi við gerð þáttanna Að sunnan. Sunnlensku sveitarfélögin hafa nú þegar styrkt N4 fjárhagslega við gerð 36 þátta í seríunni Að sunnan þar sem áhersla er lögð á jákvæða umfjöllun um atvinnulíf og mannlíf á svæðinu. „Við hjá N4 erum ykkur afar þakklát fyrir þann mikla og dygga stuðning sem sveitarfélögin fjórtán hafa sýnt þessari þáttaröð,“ segir í bréfi framkvæmdastjóra N4 sem einnig þakkar sunnlenskum fyrirtækjum fyrir auglýsingatekjur við gerð tólf þátta.Margrét BlöndalMaría Björk segir öll sveitarfélögin hafa fengi jafna umfjöllun. Full ástæða sé til að halda þáttaröðinni áfram. Þannig yrði öllum landshlutunum fjórum haldið í loftinu hjá N4 því auk þáttanna Að sunnan, Að norðan og Að austan hefjist þáttaröðinni Að vestan í næsta mánuði. „Óskað er eftir áframhaldandi styrk við gerð þáttanna frá hverju sveitarfélagi, samtals krónur 750.000,“ segir framkvæmdastjóri N4 í bréfinu til sveitarfélaganna. Stefnt sé að gerð 36 þátta á tólf mánuðum. Í bréfinu er bent á að þættirnir Að sunnan hafa verið tilnefndir til Edduverðlauna í flokknum Menningarþættir. „Þetta er mikill heiður og ber fagmennsku Margrétar Blöndal og Sighvats Jónssonar gott merki,“ segir María Björk og biður um að vera látin vita sem allra fyrst svo hægt sé að semja við Margréti og Sighvat og svo hægt sé að tilkynna um framhald þáttanna á Eddunni sem fram fer á sunnudaginn. Margrét og Sighvatur eru bæði dagskrárgerðarmenn á RÚV.Sighvatur Jónsson.Erindi N4 var tekið fyrir og samþykkt á bæjarstjórnarfundi í Ölfusi en á bæjarráðsfundi í Árborg á fimmtudag var málinu vísað til umræðu í starfshópi um ferðamál og í byggðaráði Rangárþings ytra var málinu vísað til skoðunar hjá atvinnu- og menningarmálanefnd. Að sunnan var tilnefnt sem Menningarþáttur ársins á Edduverðlaunahátíðinni í gær, en laut í lægra haldi fyrir Öldinni hennar, sem hlaut verðlaunin.
Eddan Fjölmiðlar Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira