Hægt að núlla út stóra losun Svavar Hávarðsson skrifar 1. mars 2016 15:15 Kom fram í máli Brynhildar að losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) á Íslandi er 26% meiri en hún var árið 1990. Vísir Ef framlag stjórnvalda og einstaklinga til landgræðslu og skógræktar yrði fjórfaldað frá því sem nú er, væri hægt að binda samsvarandi magn koltvísýrings í andrúmsloftinu árið 2030 og gert er ráð fyrir að allar samgöngur og sjávarútvegur á Íslandi muni losa á þeim tímapunkti. Þetta kom meðal annars fram í erindi Brynhildar Davíðsdóttur, prófessors í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands, á ráðstefnu Landsbankans í gær undir yfirskriftinni Hvaða áhrif hefur Parísarsamkomulagið á atvinnulífið? Brynhildur fjallaði um niðurstöður loftslagsráðstefnunnar í París í samhengi við íslenskan veruleika frá mörgum hliðum. Kom fram að losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) á Íslandi er 26% meiri en hún var árið 1990. Hún hefur stóraukist frá iðnaði (78%) og samgöngum (39%), en dregist verulega saman frá sjávarútvegi (-42%). Ef binding GHL í landnotkun er reiknuð inn í þessa mynd þá hefur nettólosunin aukist mun minna, eða um 15% frá því sem var árið 1990. Á þessum tíma hefur hlutfallsleg losun stóriðju vaxið úr 32% í 45% af heildinni en í sjávarútvegi minnkað úr 22% árið 1990 í 10%.Ólíkt öðrum löndum þá er aðeins brot af heildarlosun hér vegna orkuframleiðslu.fréttablaðið/vilhelmBrynhildur sagði, í samhengi við þessa tölfræði, hvað við getum gert, og hvar við eigum að leggja áherslu á að bregðast við. Hún vék líka að framtíðarsýninni – eða spám um losun. Að óbreyttu, eða án uppbyggingar í stóriðju, sem Brynhildur sagði reyndar óraunhæft, verður losun á Íslandi árið 2030 aðeins fimm prósent yfir losun árið 1990 með bindingu með skógrækt og landgræðslu. Ef öll áform um uppbyggingu stóriðju ganga hins vegar eftir á næstu árum gera spár ráð fyrir því að losun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi muni aukast um 108% miðað við losun ársins 1990. Verði ekki af uppbyggingu í áliðnaði en áætlanir um rekstur þriggja nýrra kísilvera ganga eftir mun nettólosun engu að síður aukast um 72%. Þessar tölur eru svokölluð háspá, og ekki tekið tillit til bindingar innan íslenska hagkerfisins og skal taka sérstaklega fram að binding með endurheimt votlendis er þá ekki reiknuð til tekna. Samsvarandi tölur með bindingu yrðu 91% aukning, og 54% ef aðeins þrjú kísilver yrðu byggð og rekin hér árið 2030. Fjölmargt er hægt að gera til að minnka losun á næstu árum. Það sem getur átt við um öll fyrirtæki eru mótvægisaðgerðir eins og að draga úr beinni losun vegna eigin starfsemi, og þá ekki síst orkunotkun og í flutningum. Óbeint má hafa áhrif með því að velja sér græna birgja, en einnig í samgöngum hjá starfsmönnum og að velja viðskiptavini eftir sótspori þeirra. Einnig með þátttöku í landgræðslu, skógrækt og endurheimt votlendis. Árangri má líka fljótt ná með grænum fjárfestingum. Loftslagsmál Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Ef framlag stjórnvalda og einstaklinga til landgræðslu og skógræktar yrði fjórfaldað frá því sem nú er, væri hægt að binda samsvarandi magn koltvísýrings í andrúmsloftinu árið 2030 og gert er ráð fyrir að allar samgöngur og sjávarútvegur á Íslandi muni losa á þeim tímapunkti. Þetta kom meðal annars fram í erindi Brynhildar Davíðsdóttur, prófessors í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands, á ráðstefnu Landsbankans í gær undir yfirskriftinni Hvaða áhrif hefur Parísarsamkomulagið á atvinnulífið? Brynhildur fjallaði um niðurstöður loftslagsráðstefnunnar í París í samhengi við íslenskan veruleika frá mörgum hliðum. Kom fram að losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) á Íslandi er 26% meiri en hún var árið 1990. Hún hefur stóraukist frá iðnaði (78%) og samgöngum (39%), en dregist verulega saman frá sjávarútvegi (-42%). Ef binding GHL í landnotkun er reiknuð inn í þessa mynd þá hefur nettólosunin aukist mun minna, eða um 15% frá því sem var árið 1990. Á þessum tíma hefur hlutfallsleg losun stóriðju vaxið úr 32% í 45% af heildinni en í sjávarútvegi minnkað úr 22% árið 1990 í 10%.Ólíkt öðrum löndum þá er aðeins brot af heildarlosun hér vegna orkuframleiðslu.fréttablaðið/vilhelmBrynhildur sagði, í samhengi við þessa tölfræði, hvað við getum gert, og hvar við eigum að leggja áherslu á að bregðast við. Hún vék líka að framtíðarsýninni – eða spám um losun. Að óbreyttu, eða án uppbyggingar í stóriðju, sem Brynhildur sagði reyndar óraunhæft, verður losun á Íslandi árið 2030 aðeins fimm prósent yfir losun árið 1990 með bindingu með skógrækt og landgræðslu. Ef öll áform um uppbyggingu stóriðju ganga hins vegar eftir á næstu árum gera spár ráð fyrir því að losun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi muni aukast um 108% miðað við losun ársins 1990. Verði ekki af uppbyggingu í áliðnaði en áætlanir um rekstur þriggja nýrra kísilvera ganga eftir mun nettólosun engu að síður aukast um 72%. Þessar tölur eru svokölluð háspá, og ekki tekið tillit til bindingar innan íslenska hagkerfisins og skal taka sérstaklega fram að binding með endurheimt votlendis er þá ekki reiknuð til tekna. Samsvarandi tölur með bindingu yrðu 91% aukning, og 54% ef aðeins þrjú kísilver yrðu byggð og rekin hér árið 2030. Fjölmargt er hægt að gera til að minnka losun á næstu árum. Það sem getur átt við um öll fyrirtæki eru mótvægisaðgerðir eins og að draga úr beinni losun vegna eigin starfsemi, og þá ekki síst orkunotkun og í flutningum. Óbeint má hafa áhrif með því að velja sér græna birgja, en einnig í samgöngum hjá starfsmönnum og að velja viðskiptavini eftir sótspori þeirra. Einnig með þátttöku í landgræðslu, skógrækt og endurheimt votlendis. Árangri má líka fljótt ná með grænum fjárfestingum.
Loftslagsmál Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?