Hægt að núlla út stóra losun Svavar Hávarðsson skrifar 1. mars 2016 15:15 Kom fram í máli Brynhildar að losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) á Íslandi er 26% meiri en hún var árið 1990. Vísir Ef framlag stjórnvalda og einstaklinga til landgræðslu og skógræktar yrði fjórfaldað frá því sem nú er, væri hægt að binda samsvarandi magn koltvísýrings í andrúmsloftinu árið 2030 og gert er ráð fyrir að allar samgöngur og sjávarútvegur á Íslandi muni losa á þeim tímapunkti. Þetta kom meðal annars fram í erindi Brynhildar Davíðsdóttur, prófessors í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands, á ráðstefnu Landsbankans í gær undir yfirskriftinni Hvaða áhrif hefur Parísarsamkomulagið á atvinnulífið? Brynhildur fjallaði um niðurstöður loftslagsráðstefnunnar í París í samhengi við íslenskan veruleika frá mörgum hliðum. Kom fram að losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) á Íslandi er 26% meiri en hún var árið 1990. Hún hefur stóraukist frá iðnaði (78%) og samgöngum (39%), en dregist verulega saman frá sjávarútvegi (-42%). Ef binding GHL í landnotkun er reiknuð inn í þessa mynd þá hefur nettólosunin aukist mun minna, eða um 15% frá því sem var árið 1990. Á þessum tíma hefur hlutfallsleg losun stóriðju vaxið úr 32% í 45% af heildinni en í sjávarútvegi minnkað úr 22% árið 1990 í 10%.Ólíkt öðrum löndum þá er aðeins brot af heildarlosun hér vegna orkuframleiðslu.fréttablaðið/vilhelmBrynhildur sagði, í samhengi við þessa tölfræði, hvað við getum gert, og hvar við eigum að leggja áherslu á að bregðast við. Hún vék líka að framtíðarsýninni – eða spám um losun. Að óbreyttu, eða án uppbyggingar í stóriðju, sem Brynhildur sagði reyndar óraunhæft, verður losun á Íslandi árið 2030 aðeins fimm prósent yfir losun árið 1990 með bindingu með skógrækt og landgræðslu. Ef öll áform um uppbyggingu stóriðju ganga hins vegar eftir á næstu árum gera spár ráð fyrir því að losun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi muni aukast um 108% miðað við losun ársins 1990. Verði ekki af uppbyggingu í áliðnaði en áætlanir um rekstur þriggja nýrra kísilvera ganga eftir mun nettólosun engu að síður aukast um 72%. Þessar tölur eru svokölluð háspá, og ekki tekið tillit til bindingar innan íslenska hagkerfisins og skal taka sérstaklega fram að binding með endurheimt votlendis er þá ekki reiknuð til tekna. Samsvarandi tölur með bindingu yrðu 91% aukning, og 54% ef aðeins þrjú kísilver yrðu byggð og rekin hér árið 2030. Fjölmargt er hægt að gera til að minnka losun á næstu árum. Það sem getur átt við um öll fyrirtæki eru mótvægisaðgerðir eins og að draga úr beinni losun vegna eigin starfsemi, og þá ekki síst orkunotkun og í flutningum. Óbeint má hafa áhrif með því að velja sér græna birgja, en einnig í samgöngum hjá starfsmönnum og að velja viðskiptavini eftir sótspori þeirra. Einnig með þátttöku í landgræðslu, skógrækt og endurheimt votlendis. Árangri má líka fljótt ná með grænum fjárfestingum. Loftslagsmál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Sjá meira
Ef framlag stjórnvalda og einstaklinga til landgræðslu og skógræktar yrði fjórfaldað frá því sem nú er, væri hægt að binda samsvarandi magn koltvísýrings í andrúmsloftinu árið 2030 og gert er ráð fyrir að allar samgöngur og sjávarútvegur á Íslandi muni losa á þeim tímapunkti. Þetta kom meðal annars fram í erindi Brynhildar Davíðsdóttur, prófessors í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands, á ráðstefnu Landsbankans í gær undir yfirskriftinni Hvaða áhrif hefur Parísarsamkomulagið á atvinnulífið? Brynhildur fjallaði um niðurstöður loftslagsráðstefnunnar í París í samhengi við íslenskan veruleika frá mörgum hliðum. Kom fram að losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) á Íslandi er 26% meiri en hún var árið 1990. Hún hefur stóraukist frá iðnaði (78%) og samgöngum (39%), en dregist verulega saman frá sjávarútvegi (-42%). Ef binding GHL í landnotkun er reiknuð inn í þessa mynd þá hefur nettólosunin aukist mun minna, eða um 15% frá því sem var árið 1990. Á þessum tíma hefur hlutfallsleg losun stóriðju vaxið úr 32% í 45% af heildinni en í sjávarútvegi minnkað úr 22% árið 1990 í 10%.Ólíkt öðrum löndum þá er aðeins brot af heildarlosun hér vegna orkuframleiðslu.fréttablaðið/vilhelmBrynhildur sagði, í samhengi við þessa tölfræði, hvað við getum gert, og hvar við eigum að leggja áherslu á að bregðast við. Hún vék líka að framtíðarsýninni – eða spám um losun. Að óbreyttu, eða án uppbyggingar í stóriðju, sem Brynhildur sagði reyndar óraunhæft, verður losun á Íslandi árið 2030 aðeins fimm prósent yfir losun árið 1990 með bindingu með skógrækt og landgræðslu. Ef öll áform um uppbyggingu stóriðju ganga hins vegar eftir á næstu árum gera spár ráð fyrir því að losun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi muni aukast um 108% miðað við losun ársins 1990. Verði ekki af uppbyggingu í áliðnaði en áætlanir um rekstur þriggja nýrra kísilvera ganga eftir mun nettólosun engu að síður aukast um 72%. Þessar tölur eru svokölluð háspá, og ekki tekið tillit til bindingar innan íslenska hagkerfisins og skal taka sérstaklega fram að binding með endurheimt votlendis er þá ekki reiknuð til tekna. Samsvarandi tölur með bindingu yrðu 91% aukning, og 54% ef aðeins þrjú kísilver yrðu byggð og rekin hér árið 2030. Fjölmargt er hægt að gera til að minnka losun á næstu árum. Það sem getur átt við um öll fyrirtæki eru mótvægisaðgerðir eins og að draga úr beinni losun vegna eigin starfsemi, og þá ekki síst orkunotkun og í flutningum. Óbeint má hafa áhrif með því að velja sér græna birgja, en einnig í samgöngum hjá starfsmönnum og að velja viðskiptavini eftir sótspori þeirra. Einnig með þátttöku í landgræðslu, skógrækt og endurheimt votlendis. Árangri má líka fljótt ná með grænum fjárfestingum.
Loftslagsmál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Sjá meira