Gunnar mætir rússneskum rotara í Rotterdam Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. mars 2016 08:00 Gunnar Nelson mætir Albert Tumenov í Rotterdam. vísir/getty Vísir getur staðfest að næsti bardagi Gunnars Nelson fer fram í Rotterdam í Hollandi þann 8. maí næstkomandi. Þá mun Gunnar berjast gegn Rússanum Albert Tumenov. Rússinn er í 15. sæti á styrkleikalista UFC í veltivigtinni og tók það sæti af Gunnari sem er utan listans í augnablikinu. Tumenov er mikill rotari. Tumenov er 24 ára gamall og gengur undir viðurnefninu Einstein. Hann er frá borginni Nalchik í Rússlandi en æfir í New Jersey í Bandaríkjunum. Tumenov á 19 bardaga að baki í MMA. Hann hefur unnið 17 og aðeins tapað tveimur. Ellefu sigrar komu eftir rothögg en sex eftir dómaraúrskurð. Bæði töpin komu eftir dómaraúrskurð.Tumenov vann Lorenz Larkin í síðasta bardaga sínum.vísir/gettyFyrsta UFC-kvöldið í Hollandi Hann gerði fjögurra ára samning við UFC í desember árið 2013. Hann á sex bardaga að baki í UFC. Rússinn tapaði fyrsta bardaganum en hefur unnið síðustu fimm. Þrír af sigrunum komu eftir rothögg enda er Tumenov afar sterkur boxari, eins og áður segir, og einnig með gott sparkbox. Hann kallaði eftir bardaga við Steven „Wonderboy“ Thompson á dögunum. Sagði að þeir væru bestu standandi bardagamennirnir í vigtinni. Honum varð ekki að ósk sinni því hann þarf að glíma við Gunna næst. Síðasti bardagi Tumenov var þann 2. janúar síðastliðinn. Þá vann hann Lorenz Larkin en tveir dómarar af þremur dæmdu Tumenov sigur í þeim bardaga. Þetta verður í fyrst sinn sem UFC-kvöld er haldið í Hollandi. Ekki liggur fyrir númer hvað bardagi þeirra verður á kvöldinu en þetta verður einn af aðalbardögum kvöldsins. Gunnar keppti síðast þann 12. desember er hann tapaði fyrir Brasilíumanninum Demian Maia. Eins og áður segir er hann sæti aftar en Tumenov en sigur á Rússanum mun fleyta Gunnari aftur upp styrkleikalistann.Uppfært: UFC hefur staðfest frétt Vísis eins og sjá má hér að neðan.BREAKING! Gunnar Nelson vs. Albert Tumenov announced for #UFCRotterdam! Tickets: https://t.co/ygOVwkatM9 pic.twitter.com/aypAGYpp0v— UFC Europe (@UFCEurope) March 1, 2016 MMA Tengdar fréttir Gunnar farinn til Dublin að aðstoða Conor Conor McGregor er að undirbúa sig á fullu þessa dagana fyrir titilbardaga í léttvigt gegn meistaranum Rafael dos Anjos. 3. febrúar 2016 13:45 Gunnar Nelson: Ég veit að ég fer alla leið þannig að öllum er óhætt að fylgjast áfram með Íþróttamaður ársins á Vísi 2015 stefnir að því að berjast oft á nýju ári. 5. janúar 2016 11:00 Gunnar enn í fimmtánda sæti Gunnar Nelson er í sama sæti og síðast á styrkleikalista UFC en færist þó niður um eitt sæti. 24. febrúar 2016 15:30 Gunnar: Barnalegt að kenna mér um að einhverjir strákar sláist á skólalóð Fremsti bardagakappi vísar ásökunum skólastjóra Salaskóla til föðurhúsanna. 21. janúar 2016 16:00 Gunnar berst líklega ekki aftur fyrr en í maí Gunnar Nelson steig síðast í búrið þann 12. desember síðastliðinn í Las Vegas og það verður bið á því að hann berjist aftur. 3. febrúar 2016 15:30 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sjá meira
Vísir getur staðfest að næsti bardagi Gunnars Nelson fer fram í Rotterdam í Hollandi þann 8. maí næstkomandi. Þá mun Gunnar berjast gegn Rússanum Albert Tumenov. Rússinn er í 15. sæti á styrkleikalista UFC í veltivigtinni og tók það sæti af Gunnari sem er utan listans í augnablikinu. Tumenov er mikill rotari. Tumenov er 24 ára gamall og gengur undir viðurnefninu Einstein. Hann er frá borginni Nalchik í Rússlandi en æfir í New Jersey í Bandaríkjunum. Tumenov á 19 bardaga að baki í MMA. Hann hefur unnið 17 og aðeins tapað tveimur. Ellefu sigrar komu eftir rothögg en sex eftir dómaraúrskurð. Bæði töpin komu eftir dómaraúrskurð.Tumenov vann Lorenz Larkin í síðasta bardaga sínum.vísir/gettyFyrsta UFC-kvöldið í Hollandi Hann gerði fjögurra ára samning við UFC í desember árið 2013. Hann á sex bardaga að baki í UFC. Rússinn tapaði fyrsta bardaganum en hefur unnið síðustu fimm. Þrír af sigrunum komu eftir rothögg enda er Tumenov afar sterkur boxari, eins og áður segir, og einnig með gott sparkbox. Hann kallaði eftir bardaga við Steven „Wonderboy“ Thompson á dögunum. Sagði að þeir væru bestu standandi bardagamennirnir í vigtinni. Honum varð ekki að ósk sinni því hann þarf að glíma við Gunna næst. Síðasti bardagi Tumenov var þann 2. janúar síðastliðinn. Þá vann hann Lorenz Larkin en tveir dómarar af þremur dæmdu Tumenov sigur í þeim bardaga. Þetta verður í fyrst sinn sem UFC-kvöld er haldið í Hollandi. Ekki liggur fyrir númer hvað bardagi þeirra verður á kvöldinu en þetta verður einn af aðalbardögum kvöldsins. Gunnar keppti síðast þann 12. desember er hann tapaði fyrir Brasilíumanninum Demian Maia. Eins og áður segir er hann sæti aftar en Tumenov en sigur á Rússanum mun fleyta Gunnari aftur upp styrkleikalistann.Uppfært: UFC hefur staðfest frétt Vísis eins og sjá má hér að neðan.BREAKING! Gunnar Nelson vs. Albert Tumenov announced for #UFCRotterdam! Tickets: https://t.co/ygOVwkatM9 pic.twitter.com/aypAGYpp0v— UFC Europe (@UFCEurope) March 1, 2016
MMA Tengdar fréttir Gunnar farinn til Dublin að aðstoða Conor Conor McGregor er að undirbúa sig á fullu þessa dagana fyrir titilbardaga í léttvigt gegn meistaranum Rafael dos Anjos. 3. febrúar 2016 13:45 Gunnar Nelson: Ég veit að ég fer alla leið þannig að öllum er óhætt að fylgjast áfram með Íþróttamaður ársins á Vísi 2015 stefnir að því að berjast oft á nýju ári. 5. janúar 2016 11:00 Gunnar enn í fimmtánda sæti Gunnar Nelson er í sama sæti og síðast á styrkleikalista UFC en færist þó niður um eitt sæti. 24. febrúar 2016 15:30 Gunnar: Barnalegt að kenna mér um að einhverjir strákar sláist á skólalóð Fremsti bardagakappi vísar ásökunum skólastjóra Salaskóla til föðurhúsanna. 21. janúar 2016 16:00 Gunnar berst líklega ekki aftur fyrr en í maí Gunnar Nelson steig síðast í búrið þann 12. desember síðastliðinn í Las Vegas og það verður bið á því að hann berjist aftur. 3. febrúar 2016 15:30 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sjá meira
Gunnar farinn til Dublin að aðstoða Conor Conor McGregor er að undirbúa sig á fullu þessa dagana fyrir titilbardaga í léttvigt gegn meistaranum Rafael dos Anjos. 3. febrúar 2016 13:45
Gunnar Nelson: Ég veit að ég fer alla leið þannig að öllum er óhætt að fylgjast áfram með Íþróttamaður ársins á Vísi 2015 stefnir að því að berjast oft á nýju ári. 5. janúar 2016 11:00
Gunnar enn í fimmtánda sæti Gunnar Nelson er í sama sæti og síðast á styrkleikalista UFC en færist þó niður um eitt sæti. 24. febrúar 2016 15:30
Gunnar: Barnalegt að kenna mér um að einhverjir strákar sláist á skólalóð Fremsti bardagakappi vísar ásökunum skólastjóra Salaskóla til föðurhúsanna. 21. janúar 2016 16:00
Gunnar berst líklega ekki aftur fyrr en í maí Gunnar Nelson steig síðast í búrið þann 12. desember síðastliðinn í Las Vegas og það verður bið á því að hann berjist aftur. 3. febrúar 2016 15:30