Ritskoðunarhópur Versló gaf grænt ljós á 12:00 myndbandið Birgir Olgeirsson skrifar 10. febrúar 2016 11:30 Stilla úr myndbandinu frá nemendum Verzlunarskóla Íslands. Vísir/YouTube Myndband við lagið Take You There frá hópi nemenda Verzlunarskóla Íslands sem hefur vakið verulega athygli á samfélagsmiðlum hafði farið fyrir ritskoðunarhóp starfsmanna skólans áður en það var birt opinberlega. Þetta segir Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskólans Íslands, en rætt var við Þorkel H. Diego, yfirkennara skólans, í DV í gær að myndbandið hefði verið birt opinberlega án samþykkis. Ingi segir Þorkel ekki hafa vitað af því að myndbandið hefði verið skoðað af starfsmönnum skólans. „Hann vissi það ekki fyrr en eftir viðtalið að þetta hefði verið skoðað af þessum hópi,“ segir Ingi. Myndbandið þykir frekar djarft og hefur fengið á sig gagnrýni fyrir að vera lítillækkandi í garð stúlkna. Það er hópurinn sem kennir sig við 12:00 sem gerði þetta myndband en haft er eftir formanni hópsins, Ara Friðfinnssyni, í DV að verið sé að gera grín að myndbandi tónlistarmannsins Justin Bieber við lagið What Do You Mean.Ingi Ólafsson segir það vera álitamál hversu langt eigi að ganga varðandi ritskoðun á efni frá nemendum. Í þessu tilviki hafi verið ákveðið að gefa grænt ljós á opinbera birtingu þó ekki hafi allir verið fullkomlega sáttir við innihald myndbandsins. „Okkur finnst þetta ömurlegt að þurfa að ritskoða en við reynum að gera það án þess að vera með boð og bönn og reyna bara að ræða þetta við krakkana. Oft eru starfsmenn ekkert sammála krökkunum og öfugt.“Spurður um álit á myndbandinu segir Ingi það vera ótrúlega vel gert tæknilega, þó svo að hann hafi ekki mikla skoðun á innihaldi þess. „Þetta er þetta endalausa vandræði með það að strákar eru oft dóminerandi í þessum myndböndum og er kannski að hluta til vegna þess að þeir hafa allavega hér í skólanum sýnt myndbandagerð miklu meiri áhuga en stelpurnar,“ segir Ingi og spyr hvers vegna þetta myndband hafi verið gagnrýnt svo harðlega en lítið heyrst af gagnrýni í garð Justins Bieber þegar hann sendi frá sér sitt myndband. Ingi segir flest þau myndbönd sem unglingar alast upp við í dag langt frá því að vera til fyrirmyndar. „En þetta er samt fyrirmynd unglinganna. Við þurfum samt að reyna eins og við getum að leiðbeina þeim að vera ekki að einblína á þetta, það gengur hægt og rólega.“Strákarnir í 12:00 voru í spjalli í Brennslunni í morgun. Viðtalið er að neðan. Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Sjá meira
Myndband við lagið Take You There frá hópi nemenda Verzlunarskóla Íslands sem hefur vakið verulega athygli á samfélagsmiðlum hafði farið fyrir ritskoðunarhóp starfsmanna skólans áður en það var birt opinberlega. Þetta segir Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskólans Íslands, en rætt var við Þorkel H. Diego, yfirkennara skólans, í DV í gær að myndbandið hefði verið birt opinberlega án samþykkis. Ingi segir Þorkel ekki hafa vitað af því að myndbandið hefði verið skoðað af starfsmönnum skólans. „Hann vissi það ekki fyrr en eftir viðtalið að þetta hefði verið skoðað af þessum hópi,“ segir Ingi. Myndbandið þykir frekar djarft og hefur fengið á sig gagnrýni fyrir að vera lítillækkandi í garð stúlkna. Það er hópurinn sem kennir sig við 12:00 sem gerði þetta myndband en haft er eftir formanni hópsins, Ara Friðfinnssyni, í DV að verið sé að gera grín að myndbandi tónlistarmannsins Justin Bieber við lagið What Do You Mean.Ingi Ólafsson segir það vera álitamál hversu langt eigi að ganga varðandi ritskoðun á efni frá nemendum. Í þessu tilviki hafi verið ákveðið að gefa grænt ljós á opinbera birtingu þó ekki hafi allir verið fullkomlega sáttir við innihald myndbandsins. „Okkur finnst þetta ömurlegt að þurfa að ritskoða en við reynum að gera það án þess að vera með boð og bönn og reyna bara að ræða þetta við krakkana. Oft eru starfsmenn ekkert sammála krökkunum og öfugt.“Spurður um álit á myndbandinu segir Ingi það vera ótrúlega vel gert tæknilega, þó svo að hann hafi ekki mikla skoðun á innihaldi þess. „Þetta er þetta endalausa vandræði með það að strákar eru oft dóminerandi í þessum myndböndum og er kannski að hluta til vegna þess að þeir hafa allavega hér í skólanum sýnt myndbandagerð miklu meiri áhuga en stelpurnar,“ segir Ingi og spyr hvers vegna þetta myndband hafi verið gagnrýnt svo harðlega en lítið heyrst af gagnrýni í garð Justins Bieber þegar hann sendi frá sér sitt myndband. Ingi segir flest þau myndbönd sem unglingar alast upp við í dag langt frá því að vera til fyrirmyndar. „En þetta er samt fyrirmynd unglinganna. Við þurfum samt að reyna eins og við getum að leiðbeina þeim að vera ekki að einblína á þetta, það gengur hægt og rólega.“Strákarnir í 12:00 voru í spjalli í Brennslunni í morgun. Viðtalið er að neðan.
Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Sjá meira