Formannskjöri og landsfundi Samfylkingarinnar flýtt fram í júní Heimir Már Pétursson skrifar 10. febrúar 2016 18:41 Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar kom saman til fundar í höfuðstöðvum flokksins klukkan fimm í dag til að ákveða hvort bæði landsfundi flokksins og formannskjöri verði flýtt. Málið hefur verið til skoðunar innan flokksins undanfarna viku eftir að hann hefur í um ár mælst með um tíu prósenta fylgi. Áætlað hafði verið að landsfundur færi fram í janúar eða febrúar á næsta ári og formannskjör færi fram í almennri kosningu innan flokksins í aðdraganda hans seinit á þessu ári, en mikill þrýstingur hefur myndast meðal flokksmanna að flýta bæði fundinum og formannskjörinu. Fundi framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar lauk nú fyrir skemmstu. „Niðurstaðan á þessum góða fundi var sú að landsfundi verður flýtt til 4. júní næstkomandi og í aðdraganda hans mun gefast kostur á atkvæðagreiðslu um formann flokksins. Það er leið okkar jafnaðarmanna og lýðræðisins,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, í viðtali við í kvöldfréttum Stöðvar 2. Árni Páll segir enn fremur að hann hafi ekki gert upp hug sinn hvort hann býður sig fram sem formaður eður eigi. „Ég kem til með að hugsa um það á næstu dögum. Þið munið heyra frá mér bráðlega með það. En í dag höfum við ákveðið að flýta fundinum. Það er gott að formaður og stjórn Samfylkingarinnar hafi skýrt umboð úr allsherjaratkvæðagreiðlsu til að stýra flokknum.“ Árni Páll telur ekki að aðilar í flokknum hafi vegið að sér undanfarna daga. „Svona er landslagið í íslenskri pólitík núna og maður verður að búa við það að það gustar. Fólk í flokknum hefur ekki verið sátt með fylgi flokksins. Aðalatriðið núna er að reyna að stíga upp úr því og leita alvöru svara.“ Alþingi Tengdar fréttir Blandar sér ekki í formannskrísuna Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vill ekki verða formaður Samfylkingarinnar 5. febrúar 2016 07:00 Krafa um að flýta landsfundi Samfylkingar hávær Samfylkingin á Akureyri hefur boðað til félagsfundar í kvöld vegna stöðunnar í flokknum. Kannanir hafa mælt flokkinn undir tíu prósenta fylgi í nokkurn tíma og er hljóðið þungt meðal Samfylkingarfólks. Lögð verður fram bókun á fundinum um að flýta aðalfundi svo hægt verði að kjósa nýjan formann í flokknum. 3. febrúar 2016 07:00 Ákvörðun um formannskjör og landsfund tekin síðdegis Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar kemur saman síðdegis þar sem ákveðið verður hvort flýta á landsfundi og formannskjöri. 10. febrúar 2016 14:38 Þingmaður Samfylkingarinnar vill flýta landsfundi og formannskosningu Ólína Þorvarðardóttir segir stöðuna í forystumálum Samfylkingarinnar vera óþolandi fyrir bæði formanninn og flokkinn. 2. febrúar 2016 15:13 Sveigja þarf lög Samfylkingarinnar til að flýta formannskjöri Til að kalla fram almennt formannskjör þurfa 150 flokksmenn Samfylkingarinnar að óska eftir því eigi síðar en 45 dögum fyrir landsfund. 4. febrúar 2016 15:59 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar kom saman til fundar í höfuðstöðvum flokksins klukkan fimm í dag til að ákveða hvort bæði landsfundi flokksins og formannskjöri verði flýtt. Málið hefur verið til skoðunar innan flokksins undanfarna viku eftir að hann hefur í um ár mælst með um tíu prósenta fylgi. Áætlað hafði verið að landsfundur færi fram í janúar eða febrúar á næsta ári og formannskjör færi fram í almennri kosningu innan flokksins í aðdraganda hans seinit á þessu ári, en mikill þrýstingur hefur myndast meðal flokksmanna að flýta bæði fundinum og formannskjörinu. Fundi framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar lauk nú fyrir skemmstu. „Niðurstaðan á þessum góða fundi var sú að landsfundi verður flýtt til 4. júní næstkomandi og í aðdraganda hans mun gefast kostur á atkvæðagreiðslu um formann flokksins. Það er leið okkar jafnaðarmanna og lýðræðisins,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, í viðtali við í kvöldfréttum Stöðvar 2. Árni Páll segir enn fremur að hann hafi ekki gert upp hug sinn hvort hann býður sig fram sem formaður eður eigi. „Ég kem til með að hugsa um það á næstu dögum. Þið munið heyra frá mér bráðlega með það. En í dag höfum við ákveðið að flýta fundinum. Það er gott að formaður og stjórn Samfylkingarinnar hafi skýrt umboð úr allsherjaratkvæðagreiðlsu til að stýra flokknum.“ Árni Páll telur ekki að aðilar í flokknum hafi vegið að sér undanfarna daga. „Svona er landslagið í íslenskri pólitík núna og maður verður að búa við það að það gustar. Fólk í flokknum hefur ekki verið sátt með fylgi flokksins. Aðalatriðið núna er að reyna að stíga upp úr því og leita alvöru svara.“
Alþingi Tengdar fréttir Blandar sér ekki í formannskrísuna Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vill ekki verða formaður Samfylkingarinnar 5. febrúar 2016 07:00 Krafa um að flýta landsfundi Samfylkingar hávær Samfylkingin á Akureyri hefur boðað til félagsfundar í kvöld vegna stöðunnar í flokknum. Kannanir hafa mælt flokkinn undir tíu prósenta fylgi í nokkurn tíma og er hljóðið þungt meðal Samfylkingarfólks. Lögð verður fram bókun á fundinum um að flýta aðalfundi svo hægt verði að kjósa nýjan formann í flokknum. 3. febrúar 2016 07:00 Ákvörðun um formannskjör og landsfund tekin síðdegis Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar kemur saman síðdegis þar sem ákveðið verður hvort flýta á landsfundi og formannskjöri. 10. febrúar 2016 14:38 Þingmaður Samfylkingarinnar vill flýta landsfundi og formannskosningu Ólína Þorvarðardóttir segir stöðuna í forystumálum Samfylkingarinnar vera óþolandi fyrir bæði formanninn og flokkinn. 2. febrúar 2016 15:13 Sveigja þarf lög Samfylkingarinnar til að flýta formannskjöri Til að kalla fram almennt formannskjör þurfa 150 flokksmenn Samfylkingarinnar að óska eftir því eigi síðar en 45 dögum fyrir landsfund. 4. febrúar 2016 15:59 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Blandar sér ekki í formannskrísuna Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vill ekki verða formaður Samfylkingarinnar 5. febrúar 2016 07:00
Krafa um að flýta landsfundi Samfylkingar hávær Samfylkingin á Akureyri hefur boðað til félagsfundar í kvöld vegna stöðunnar í flokknum. Kannanir hafa mælt flokkinn undir tíu prósenta fylgi í nokkurn tíma og er hljóðið þungt meðal Samfylkingarfólks. Lögð verður fram bókun á fundinum um að flýta aðalfundi svo hægt verði að kjósa nýjan formann í flokknum. 3. febrúar 2016 07:00
Ákvörðun um formannskjör og landsfund tekin síðdegis Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar kemur saman síðdegis þar sem ákveðið verður hvort flýta á landsfundi og formannskjöri. 10. febrúar 2016 14:38
Þingmaður Samfylkingarinnar vill flýta landsfundi og formannskosningu Ólína Þorvarðardóttir segir stöðuna í forystumálum Samfylkingarinnar vera óþolandi fyrir bæði formanninn og flokkinn. 2. febrúar 2016 15:13
Sveigja þarf lög Samfylkingarinnar til að flýta formannskjöri Til að kalla fram almennt formannskjör þurfa 150 flokksmenn Samfylkingarinnar að óska eftir því eigi síðar en 45 dögum fyrir landsfund. 4. febrúar 2016 15:59