Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Njarðvík 88-79 | Mikilvægur sigur hjá Stólunum Ísak Óli Traustason skrifar 11. febrúar 2016 21:45 vísir/vilhelm Njarðvík mætti Tindastól í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld í frestuðum leik úr 16. umferð Dominos-deildar karla. Lokatölur á Sauðárkróki 88-79 og sterkur sigur heimamanna staðreynd. Gestirnir í Njarðvík byrjuðu leikinn mun betur og komust í 0-9 því næst í 2-13 en góður kafli Stólanna breytti stöðunni í 14-13. Jafnræði var með liðinum það sem eftir lifði leikhlutanum og staðan að honum loknum var 20-23. Baráttan hélt áfram í öðrum leikhluta og sama jafnræði var með liðinum út hann allan og endaði hann 20-20 og staðan í hálfleik var 40-43. Myron Dempsey og Anthony Gurley, leikmenn Tindastóls, voru með 11 og 12 stig í hálfleik en þeir eru báðir með erlendan ríkisborgararétt og mega því ekki vera inn á vellinum á sama tíma. Hjá gestunum voru þeir Logi Gunnarsson og Oddur Rúnar Kristinsson með 10 stig í hálfleiknum. Sama spenna hélt áfram í seinni hálfleik og eftir þrjá leikhluta var staðan 60-61 Njarðvík í vil. Spennan hélt áfram í fjórða leikhluta og skiptust liðin á að skora. Pétur Rúnar Birgisson setti niður tvær mikilvægar körfur í röð. Ótrúlega tveggja stiga flautukörfu og þriggja stiga körfu því næst og staðan orðin 80-72 fyrir Stólanna. Njaðvíkingar neituðu að gefast upp og með baráttu náðu þeir að minka muninn í 82-78 með stigum frá Jeremy Atkinson. Anthony Gurley svaraði með tveggja stiga körfu og kom muninum upp í sex stig og Pétur Rúnar og Darrel Lewis kláruðu síðan leikinn á vítalínunni og lokatölur í Síkinu 88-79. Hjá heimamönnum var það liðsheildin sem að skilaði þessum sigri í hús. Bestu menn hjá þeim voru þeir Anthony Gurley, Darrel Lewis og Myron Dempsey. Pétur Rúnar spilaði einnig vel og fyrirliðinn Helgi Rafn Viggósson stóð fyrir sínu. Tindastóll endaði leikinn með aðeins 4 tapaða bolta á móti 13 hjá Njaðrvík. Hjá gestunum voru þeir Logi Gunnarsson og Jeremy Atkinson bestir. Haukur Helgi Pálsson hafði hægt um sig en átti ágætan leik. Etir leikinn eru Stólarnir áfram í 7. sætinu með 18 stig og Njarðvík í 6. sæti með 20 stig.Costa: Vorum ferskir í lokin José Costa, spænski þjálfari Stólanna, var ánægður með leik sinna manna í kvöld „við spiluðum fast allan leikinn, við byrjum mjög illa en um leið og við komum til baka þá spiluðum við góða vörn,“ sagði Costa. „Logi var frábær í dag, skoraði með Viðar í andlitinu á sér allan leikinn. Spilamennska hans gerði það að verkum að við náðum ekki tökum á leiknum snemma.“ Aðspurður út í það hvort hann hafi skipt spilatímanum rétt á milli Myron Dempsey og Anthony Gurley sagði hann „Það er erfitt að segja. Með tvo bandaríska leikmenn þarf maður að hugsa of mikið, það er erfitt að stjórna mínútúnum á milli þeirra því að þeir eru báðir mjög góðir leikmenn en ég reyni að gera mitt besta. „Ég er ánægður með þá báða. Þeir gefa okkur báðir marga möguleika á liðsuppstillingum. Það er gott að hafa góða valmöguleika, stundum tek ég góðar ákvarðanir og stundum vondar en í dag tel ég að ég hafi tekið góðar ákvarðanir,“ bætti Costa við. „Við náðum að klára jafnan leik á sunnudaginn og það er vegna þess að við höfum fleiri möguleika á liðsuppstillingum og við vorum ferskir í lokin. Hannes, Viðar og Ingvi spila góðar mínútur hér í dag,“ sagði Costa og gekk brosandi í burtu.Helgi Rafn: Við erum að gera eitthvað rétt Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastóls var að vonum ánægður með sína menn í leikslok „Þetta var bara liðssigur og við börðumst til loka og gerðum það vel. Það eru ekki bara bandarísku leikmennirnir sem að eru að gera þetta Hannes kemur inn og Viðar, Ingvi, Pétur og Siggi og við erum með breidd sem að við getum rúllað á,“ sagði Helgi. „Við erum að halda Njarðvík hérna í 79 stigum sem að er mjög gott að mínu mati þannig að við erum að gera eitthvað rétt.“Friðrik: Ég er hundsvekktur Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njaðrvíkur var að vonum ekki ánægður í leikslok. „Ég er hundsvekktur með þennan leik og það felst í rauninni ekki í því að ég hafi talið það vera auðsótt mál að vinna hér, alls ekki. Þetta er mjög erfiður völlur og gott lið sem að við vorum að spila á móti,“ sagði Friðrik. „Mér fannst að eins og við vorum að spila á köflum í leiknum við vera með hlutina þannig að við gætum hæglega byggt ofan á þá en í staðinn förum við út úr hlutunum bæði í vörn og sókn sem að er hreinlega einbeitingarskortur. „Það vantar einbeitingu og mér fannst við alltaf einhvernveginn bara bjóða þá velkomna inn í leikinn aftur og það er hættulegt á útivelli og við fengum að finna svo fyrir því hérna seinustu mínúturnar,“ sagði Friðrik. Aðspurður út í jákvæðu punktana í leik sinna manna sagði hann að þeir neikvæðu stæðu upp úr en hann ætti eftir að skoða leikinn betur. Leikir liðanna í vetur hafa verið jafnir og spennandi Friðrik segir að einbeitingarskortur, tapaðir boltar og sóknarfráköst Stólanna hafi gert útslagið í kvöld. „Ég er hundfúll með framistöðuna hérna á köflum í leiknum sem að gerir það að verkum að Tindastóll fær sjálfstraustið sem að þurfti til að landa þessu í lokin.Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira
Njarðvík mætti Tindastól í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld í frestuðum leik úr 16. umferð Dominos-deildar karla. Lokatölur á Sauðárkróki 88-79 og sterkur sigur heimamanna staðreynd. Gestirnir í Njarðvík byrjuðu leikinn mun betur og komust í 0-9 því næst í 2-13 en góður kafli Stólanna breytti stöðunni í 14-13. Jafnræði var með liðinum það sem eftir lifði leikhlutanum og staðan að honum loknum var 20-23. Baráttan hélt áfram í öðrum leikhluta og sama jafnræði var með liðinum út hann allan og endaði hann 20-20 og staðan í hálfleik var 40-43. Myron Dempsey og Anthony Gurley, leikmenn Tindastóls, voru með 11 og 12 stig í hálfleik en þeir eru báðir með erlendan ríkisborgararétt og mega því ekki vera inn á vellinum á sama tíma. Hjá gestunum voru þeir Logi Gunnarsson og Oddur Rúnar Kristinsson með 10 stig í hálfleiknum. Sama spenna hélt áfram í seinni hálfleik og eftir þrjá leikhluta var staðan 60-61 Njarðvík í vil. Spennan hélt áfram í fjórða leikhluta og skiptust liðin á að skora. Pétur Rúnar Birgisson setti niður tvær mikilvægar körfur í röð. Ótrúlega tveggja stiga flautukörfu og þriggja stiga körfu því næst og staðan orðin 80-72 fyrir Stólanna. Njaðvíkingar neituðu að gefast upp og með baráttu náðu þeir að minka muninn í 82-78 með stigum frá Jeremy Atkinson. Anthony Gurley svaraði með tveggja stiga körfu og kom muninum upp í sex stig og Pétur Rúnar og Darrel Lewis kláruðu síðan leikinn á vítalínunni og lokatölur í Síkinu 88-79. Hjá heimamönnum var það liðsheildin sem að skilaði þessum sigri í hús. Bestu menn hjá þeim voru þeir Anthony Gurley, Darrel Lewis og Myron Dempsey. Pétur Rúnar spilaði einnig vel og fyrirliðinn Helgi Rafn Viggósson stóð fyrir sínu. Tindastóll endaði leikinn með aðeins 4 tapaða bolta á móti 13 hjá Njaðrvík. Hjá gestunum voru þeir Logi Gunnarsson og Jeremy Atkinson bestir. Haukur Helgi Pálsson hafði hægt um sig en átti ágætan leik. Etir leikinn eru Stólarnir áfram í 7. sætinu með 18 stig og Njarðvík í 6. sæti með 20 stig.Costa: Vorum ferskir í lokin José Costa, spænski þjálfari Stólanna, var ánægður með leik sinna manna í kvöld „við spiluðum fast allan leikinn, við byrjum mjög illa en um leið og við komum til baka þá spiluðum við góða vörn,“ sagði Costa. „Logi var frábær í dag, skoraði með Viðar í andlitinu á sér allan leikinn. Spilamennska hans gerði það að verkum að við náðum ekki tökum á leiknum snemma.“ Aðspurður út í það hvort hann hafi skipt spilatímanum rétt á milli Myron Dempsey og Anthony Gurley sagði hann „Það er erfitt að segja. Með tvo bandaríska leikmenn þarf maður að hugsa of mikið, það er erfitt að stjórna mínútúnum á milli þeirra því að þeir eru báðir mjög góðir leikmenn en ég reyni að gera mitt besta. „Ég er ánægður með þá báða. Þeir gefa okkur báðir marga möguleika á liðsuppstillingum. Það er gott að hafa góða valmöguleika, stundum tek ég góðar ákvarðanir og stundum vondar en í dag tel ég að ég hafi tekið góðar ákvarðanir,“ bætti Costa við. „Við náðum að klára jafnan leik á sunnudaginn og það er vegna þess að við höfum fleiri möguleika á liðsuppstillingum og við vorum ferskir í lokin. Hannes, Viðar og Ingvi spila góðar mínútur hér í dag,“ sagði Costa og gekk brosandi í burtu.Helgi Rafn: Við erum að gera eitthvað rétt Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastóls var að vonum ánægður með sína menn í leikslok „Þetta var bara liðssigur og við börðumst til loka og gerðum það vel. Það eru ekki bara bandarísku leikmennirnir sem að eru að gera þetta Hannes kemur inn og Viðar, Ingvi, Pétur og Siggi og við erum með breidd sem að við getum rúllað á,“ sagði Helgi. „Við erum að halda Njarðvík hérna í 79 stigum sem að er mjög gott að mínu mati þannig að við erum að gera eitthvað rétt.“Friðrik: Ég er hundsvekktur Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njaðrvíkur var að vonum ekki ánægður í leikslok. „Ég er hundsvekktur með þennan leik og það felst í rauninni ekki í því að ég hafi talið það vera auðsótt mál að vinna hér, alls ekki. Þetta er mjög erfiður völlur og gott lið sem að við vorum að spila á móti,“ sagði Friðrik. „Mér fannst að eins og við vorum að spila á köflum í leiknum við vera með hlutina þannig að við gætum hæglega byggt ofan á þá en í staðinn förum við út úr hlutunum bæði í vörn og sókn sem að er hreinlega einbeitingarskortur. „Það vantar einbeitingu og mér fannst við alltaf einhvernveginn bara bjóða þá velkomna inn í leikinn aftur og það er hættulegt á útivelli og við fengum að finna svo fyrir því hérna seinustu mínúturnar,“ sagði Friðrik. Aðspurður út í jákvæðu punktana í leik sinna manna sagði hann að þeir neikvæðu stæðu upp úr en hann ætti eftir að skoða leikinn betur. Leikir liðanna í vetur hafa verið jafnir og spennandi Friðrik segir að einbeitingarskortur, tapaðir boltar og sóknarfráköst Stólanna hafi gert útslagið í kvöld. „Ég er hundfúll með framistöðuna hérna á köflum í leiknum sem að gerir það að verkum að Tindastóll fær sjálfstraustið sem að þurfti til að landa þessu í lokin.Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira