Bitrustu kappræður Repúblikana til þessa Birgir Olgeirsson skrifar 14. febrúar 2016 10:23 Jeb Bush, Ted Cruz og Donald Trump skiptust á föstum skotum í nótt. Vísir/Getty Þeir sem berjast um að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins skiptust á föstum skotum um utanríkisstefnu og framtíð Hæstaréttar Bandaríkjanna í óstýrilátum og óreiðukenndum kappræðum vestanhafs í nótt. Forval hefur nú þegar farið fram í Iowa og New Hampshire en nú er slagurinn kominn til Suður-Karólínu þar sem forval fer fram næstkomandi laugardag. Bæði Repúblikanar og Demókratar munu tilkynna um frambjóðendur sína til forseta Bandaríkjanna í júlí næstkomandi, fjórum mánuðum fyrir forsetakosningarnar. Auðkýfingurinn Donald Trump reifst ítrekað við þingmanninn Ted Cruz og fyrrverandi ríkisstjórann Jeb Bush en á meðan frambjóðendurnir hrópuðu á hvorn annan og trufluðu tal hvors annars varaði sá sem stjórnaði kappræðunum, John Dickerson hjá CBS-sjónvarpsstöðinni, við því að ekki mætti fara með umræðuna í einhvern leðjuslag. Fráfall hæstaréttardómarans Antonin Scalia olli miklum umræðum um framtíð réttarins. Scalia var mikill íhaldsmaður en nú þegar skipa þarf nýjan dómara við réttinn hefur verið bent á að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, fái þar með tækifæri á að skipa fimmta frjálslynda dómarann og þá yrðu frjálslyndir í fyrsta skipti með meirihluta í hæstarétti Bandaríkjanna. Frambjóðendurnir voru á því að Obama ætti ekki að skipa nýjan dómara, það ætti að verða hlutverk næsta forseta. Trump sagði að Obama myndi að öllum líkindum skipa nýjan dómara en hvatti þingið til að tefja þá framkvæmd.Ted Cruz hélt því fram að Trump, sem áður studdi Demókrata, myndi tilnefna frjálslyndan dómara við Hæstarétt ef hann yrði kjörinn forseti. „Þú ert mesti lygari sem ég veit um,“ sagði Trump um Cruz. „Þessi gaur segir hvað sem er.“ Umræður frambjóðendanna í nótt um hæstarétt snerust fljótlega út í samfélagsmál líkt og réttindi samkynhneigðra og fóstureyðingar. Donald Trump og Jeb Bush rifust um Íraksstríðið og frammistöðu George Bush, þáverandi forseta Bandaríkjanna og bróður Jebs, þegar árásirnar voru gerðar á Tvíburaturnana 11. september árið 2001. „Við áttum aldrei að fara inn í Írak,“ sagði Trump. „Þeir lugu. Þeir sögðu að það hefðu verið gjöreyðingarvopn í landinu. Svo var ekki og þeir vissu það,“ sagði Trump en Jeb Bush mótmælti þessu kröftuglega. „Ég er orðinn dauðþreyttur á Barack Obama sem kennir bróður mínum um öll sín vandamál og í sannleika sagt gæti mér ekki verið meira sama um móðganir Donalds Trump,“ sagði Jeb Bush.Fjölmiðlar ytra eru þeirrar skoðunar að enginn hafi í raun skarað fram úr í þessum kappræðum, þess í stað hafi áhorfendur orðið vitni að bitrustu rifrildum kosningabaráttunnar til þessa. Donald Trump Tengdar fréttir Repúblikanar gerðu grín að Trump í fjarveru hans Sjöundu og síðustu kappræður frambjóðenda Repúblikana fóru fram í Des Moines í nótt. 29. janúar 2016 07:13 Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í Bandaríkjunum Forkosningar Demókrata og Repúblikana hefjast í Iowa í dag en framundan er langt og strangt kapphlaup um hver hlýtur tilnefningu síns flokks. 1. febrúar 2016 14:00 Minnihlutahópar í brennidepli í kappræðum Demókrata í nótt Næstu forkosningar fara fram í Nevada og Suður-Karólínu. Íbúar þessara ríkja eru að stórum hluta spænskumælandi eða svartir. 11. febrúar 2016 23:45 Tekist á um málefni minnihlutahópa: „Aðeins annað okkar bauð sig fram gegn Obama“ Sjöundu kappræður forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Bernie Sanders fóru fram í nótt. 12. febrúar 2016 10:23 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Þeir sem berjast um að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins skiptust á föstum skotum um utanríkisstefnu og framtíð Hæstaréttar Bandaríkjanna í óstýrilátum og óreiðukenndum kappræðum vestanhafs í nótt. Forval hefur nú þegar farið fram í Iowa og New Hampshire en nú er slagurinn kominn til Suður-Karólínu þar sem forval fer fram næstkomandi laugardag. Bæði Repúblikanar og Demókratar munu tilkynna um frambjóðendur sína til forseta Bandaríkjanna í júlí næstkomandi, fjórum mánuðum fyrir forsetakosningarnar. Auðkýfingurinn Donald Trump reifst ítrekað við þingmanninn Ted Cruz og fyrrverandi ríkisstjórann Jeb Bush en á meðan frambjóðendurnir hrópuðu á hvorn annan og trufluðu tal hvors annars varaði sá sem stjórnaði kappræðunum, John Dickerson hjá CBS-sjónvarpsstöðinni, við því að ekki mætti fara með umræðuna í einhvern leðjuslag. Fráfall hæstaréttardómarans Antonin Scalia olli miklum umræðum um framtíð réttarins. Scalia var mikill íhaldsmaður en nú þegar skipa þarf nýjan dómara við réttinn hefur verið bent á að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, fái þar með tækifæri á að skipa fimmta frjálslynda dómarann og þá yrðu frjálslyndir í fyrsta skipti með meirihluta í hæstarétti Bandaríkjanna. Frambjóðendurnir voru á því að Obama ætti ekki að skipa nýjan dómara, það ætti að verða hlutverk næsta forseta. Trump sagði að Obama myndi að öllum líkindum skipa nýjan dómara en hvatti þingið til að tefja þá framkvæmd.Ted Cruz hélt því fram að Trump, sem áður studdi Demókrata, myndi tilnefna frjálslyndan dómara við Hæstarétt ef hann yrði kjörinn forseti. „Þú ert mesti lygari sem ég veit um,“ sagði Trump um Cruz. „Þessi gaur segir hvað sem er.“ Umræður frambjóðendanna í nótt um hæstarétt snerust fljótlega út í samfélagsmál líkt og réttindi samkynhneigðra og fóstureyðingar. Donald Trump og Jeb Bush rifust um Íraksstríðið og frammistöðu George Bush, þáverandi forseta Bandaríkjanna og bróður Jebs, þegar árásirnar voru gerðar á Tvíburaturnana 11. september árið 2001. „Við áttum aldrei að fara inn í Írak,“ sagði Trump. „Þeir lugu. Þeir sögðu að það hefðu verið gjöreyðingarvopn í landinu. Svo var ekki og þeir vissu það,“ sagði Trump en Jeb Bush mótmælti þessu kröftuglega. „Ég er orðinn dauðþreyttur á Barack Obama sem kennir bróður mínum um öll sín vandamál og í sannleika sagt gæti mér ekki verið meira sama um móðganir Donalds Trump,“ sagði Jeb Bush.Fjölmiðlar ytra eru þeirrar skoðunar að enginn hafi í raun skarað fram úr í þessum kappræðum, þess í stað hafi áhorfendur orðið vitni að bitrustu rifrildum kosningabaráttunnar til þessa.
Donald Trump Tengdar fréttir Repúblikanar gerðu grín að Trump í fjarveru hans Sjöundu og síðustu kappræður frambjóðenda Repúblikana fóru fram í Des Moines í nótt. 29. janúar 2016 07:13 Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í Bandaríkjunum Forkosningar Demókrata og Repúblikana hefjast í Iowa í dag en framundan er langt og strangt kapphlaup um hver hlýtur tilnefningu síns flokks. 1. febrúar 2016 14:00 Minnihlutahópar í brennidepli í kappræðum Demókrata í nótt Næstu forkosningar fara fram í Nevada og Suður-Karólínu. Íbúar þessara ríkja eru að stórum hluta spænskumælandi eða svartir. 11. febrúar 2016 23:45 Tekist á um málefni minnihlutahópa: „Aðeins annað okkar bauð sig fram gegn Obama“ Sjöundu kappræður forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Bernie Sanders fóru fram í nótt. 12. febrúar 2016 10:23 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Repúblikanar gerðu grín að Trump í fjarveru hans Sjöundu og síðustu kappræður frambjóðenda Repúblikana fóru fram í Des Moines í nótt. 29. janúar 2016 07:13
Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í Bandaríkjunum Forkosningar Demókrata og Repúblikana hefjast í Iowa í dag en framundan er langt og strangt kapphlaup um hver hlýtur tilnefningu síns flokks. 1. febrúar 2016 14:00
Minnihlutahópar í brennidepli í kappræðum Demókrata í nótt Næstu forkosningar fara fram í Nevada og Suður-Karólínu. Íbúar þessara ríkja eru að stórum hluta spænskumælandi eða svartir. 11. febrúar 2016 23:45
Tekist á um málefni minnihlutahópa: „Aðeins annað okkar bauð sig fram gegn Obama“ Sjöundu kappræður forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Bernie Sanders fóru fram í nótt. 12. febrúar 2016 10:23