Lögreglan í Stokkhólmi segir bíl, sem Bretarnir fimm voru í, hafa farið fram af brú og ofan í skipaskurð, en fallið er sagt rúmlega 25 metrar.
Hljómsveitin Viola Beach var úr breska bænum Warrington en meðlimir hennar hétu Kris Leonard, River Reeves, Tomas Lowe og Jack Dakin. Þeir höfðu komið fram á sænsku tónlistarhátíðinni Where is the Music? á föstudag og áttu að spila á tónleikum í Guildford næstkomandi laugardag.
Grímur Atlason, framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves, sá Viola Beach á Where is the Music? síðastliðið föstudagskvöld og spjallaði við umboðsmanninn þeirra áður en þeir fóru á svið. „Þegar ég gekk út eftir giggið voru þeir að hlaða bílinn - þurftu að drífa sig til Stokkhólms. Þeir komust aldrei þangað. Það er ekki allt sjálfsagt í þessum heimi. Ég ætla að muna það og heiðra þannig minningu þessara ungu manna,“ segir Grímur.
Horfði á fjóra 19 ára stráka frá Englandi spila á tónleikum á föstudagskvöldið. Spjallaði við umboðsmanninn þeirra áður...
Posted by Grímur Atlason on Sunday, February 14, 2016