Gary Martin: Get ekki lýst áhuganum sem Víkingur sýndi mér Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. febrúar 2016 20:50 Gary Martin skrifaði í kvöld undir þriggja ára samning við Víking og spilar því með sínu þriðja félagi hér á Íslandi í efstu deild næsta sumar. Gary kom til Íslands 2010 og gekk þá í raðir ÍA en þaðan fór hann til KR um mitt sumar 2012. Hann skoraði þrettán mörk í Pepsi-deildinni 2013 og aftur 2014 þegar hann vann gullskóinn. Enski framherjinn átti í stormasömu sambandi við fyrrverandi þjálfara sinn Bjarna Guðjónsson á síðustu leiktíð en segir samband þeirra mun betra núna. „Af hverju ekki?“ svaraði Gary Martin aðspurður í viðtali við Vísi í kvöld hvers vegna hann færði sig um set? „Stundum í fótboltanum er kominn tími til að færa sig um set og sá tími var kominn hjá mér. Ég er enn bara 25 ára þannig ég hef margt að bjóða.“Gary Martin skiptir hvítu röndinni út fyrir rauða.vísir/stefánKominn til að hjálpa KR hefur verið í baráttu um íslandsmeistaratitilinn undanfarin ár en Víkingur hafnaði í níunda sæti á síðustu leiktíð eftir að vera í fallbaráttu nær allt mótið. „Ég vildi koma til Víkings því ég vill hjálpa þessu félagi. Það er auðveldara að vera hjá liðum við toppinn og alltaf með góða leikmenn í kringum sig að berjast um titilinn,“ sagði Gary. „Stundum vill maður gefa eitthvað á móti og nú er ég kominn í frábært lið sem er virkilega efnilegt.“ KR tók nokkrum tilboðum í enska framherjann og hafði Víkingur á endanum betur í baráttu við Breiðablik sem ræddi við Gary í gær. „Ég get ekki lýst áhuganum sem Víkingur sýndi mér og hversu hart félagið sóttist eftir mér. Það er gott að einhver vill fá þig og því er ég svo svakalega ánægður með að vera kominn hingað,“ sagði Gary, en hvað vill hann afreka í Fossvoginum? „Ég er kominn hingað til að hjálpa. Róm var ekki byggð á einum degi og Manchester City varð ekki meistari á fyrsta ári. Ég er ekki að segja Víkingur sé Manchester City samt,“ sagði hann og brosti. „Ég er spenntur því þetta er mikil áskorun. Hér getum við byggt eitthvað. Ég sé bjarta framtíð hjá Víkingi og þess vegna gekk ég í raðir félagsins. Ég talaði við nokkra um félagið og allir höfðu fallega hluti að segja. Á endanum var þetta auðveld ákvörðun fyrir mig.“Bjarni Guðjónsson og Gary Martin áttu ekki samleið í fyrra.vísir/vilhelmEkki ýtt úr KR Gary segir það sína ákvörðun að fara úr Vesturbænum og samband hans við Bjarna Guðjónsson hafi verið gott undir restina. „Hann óskaði mér alls hins besta. Samband okkar var slæmt í fyrra en það var ekki svo slæmt í ár. Stjórnin samþykkti samt tilboð sem var kannski merki þess að KR vildi ekki halda mér,“ sagði Gary. „Fólk þarf að átta sig á því að mér var ekki ýtt út úr KR. Ég ákvað að fara. KR vildi halda mér en mér fannst kominn tími á að fara.“ Gary fékk minna að spila en hann vildi á síðasta sumri en fannst honum hann ekki metinn að verðleikum eftir að skoar 26 mörk samtals árin 2013 og 2014? „Þegar þú orðar það þannig, já, kannski var ég ekki metinn að verðleikum. Ég missi samt ekki svefn yfir því. Við mætum KR í fyrsta leik í sumar þannig við sjáum bara til hvernig fer þar,“ sagði Gary Martin. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Gary Martin gerði þriggja ára samning við Víking Enski framherjinn spilar með Fossvogsliðinu í Pepsi-deildinni næstu þrjú árin. 15. febrúar 2016 20:34 Nokkur tilboð komin í Gary Martin KR fer í æfingaferð til Bandaríkjanna á morgun og reiknað með því að Gary Martin fari með. 15. febrúar 2016 10:58 Gary Martin samdi við Víking Enski framherjinn færir sig úr Vesturbænum í Fossvoginn og spilar með Víkingum í Pepsi-deildinni næsta sumar. 15. febrúar 2016 18:30 Bjarni vill ekki tjá sig um stöðu Gary Martin KR fer í æfingaferð til Bandaríkjanna á morgun og óvíst hvort að Gary Martin verði með í för. 15. febrúar 2016 14:22 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Sjá meira
Gary Martin skrifaði í kvöld undir þriggja ára samning við Víking og spilar því með sínu þriðja félagi hér á Íslandi í efstu deild næsta sumar. Gary kom til Íslands 2010 og gekk þá í raðir ÍA en þaðan fór hann til KR um mitt sumar 2012. Hann skoraði þrettán mörk í Pepsi-deildinni 2013 og aftur 2014 þegar hann vann gullskóinn. Enski framherjinn átti í stormasömu sambandi við fyrrverandi þjálfara sinn Bjarna Guðjónsson á síðustu leiktíð en segir samband þeirra mun betra núna. „Af hverju ekki?“ svaraði Gary Martin aðspurður í viðtali við Vísi í kvöld hvers vegna hann færði sig um set? „Stundum í fótboltanum er kominn tími til að færa sig um set og sá tími var kominn hjá mér. Ég er enn bara 25 ára þannig ég hef margt að bjóða.“Gary Martin skiptir hvítu röndinni út fyrir rauða.vísir/stefánKominn til að hjálpa KR hefur verið í baráttu um íslandsmeistaratitilinn undanfarin ár en Víkingur hafnaði í níunda sæti á síðustu leiktíð eftir að vera í fallbaráttu nær allt mótið. „Ég vildi koma til Víkings því ég vill hjálpa þessu félagi. Það er auðveldara að vera hjá liðum við toppinn og alltaf með góða leikmenn í kringum sig að berjast um titilinn,“ sagði Gary. „Stundum vill maður gefa eitthvað á móti og nú er ég kominn í frábært lið sem er virkilega efnilegt.“ KR tók nokkrum tilboðum í enska framherjann og hafði Víkingur á endanum betur í baráttu við Breiðablik sem ræddi við Gary í gær. „Ég get ekki lýst áhuganum sem Víkingur sýndi mér og hversu hart félagið sóttist eftir mér. Það er gott að einhver vill fá þig og því er ég svo svakalega ánægður með að vera kominn hingað,“ sagði Gary, en hvað vill hann afreka í Fossvoginum? „Ég er kominn hingað til að hjálpa. Róm var ekki byggð á einum degi og Manchester City varð ekki meistari á fyrsta ári. Ég er ekki að segja Víkingur sé Manchester City samt,“ sagði hann og brosti. „Ég er spenntur því þetta er mikil áskorun. Hér getum við byggt eitthvað. Ég sé bjarta framtíð hjá Víkingi og þess vegna gekk ég í raðir félagsins. Ég talaði við nokkra um félagið og allir höfðu fallega hluti að segja. Á endanum var þetta auðveld ákvörðun fyrir mig.“Bjarni Guðjónsson og Gary Martin áttu ekki samleið í fyrra.vísir/vilhelmEkki ýtt úr KR Gary segir það sína ákvörðun að fara úr Vesturbænum og samband hans við Bjarna Guðjónsson hafi verið gott undir restina. „Hann óskaði mér alls hins besta. Samband okkar var slæmt í fyrra en það var ekki svo slæmt í ár. Stjórnin samþykkti samt tilboð sem var kannski merki þess að KR vildi ekki halda mér,“ sagði Gary. „Fólk þarf að átta sig á því að mér var ekki ýtt út úr KR. Ég ákvað að fara. KR vildi halda mér en mér fannst kominn tími á að fara.“ Gary fékk minna að spila en hann vildi á síðasta sumri en fannst honum hann ekki metinn að verðleikum eftir að skoar 26 mörk samtals árin 2013 og 2014? „Þegar þú orðar það þannig, já, kannski var ég ekki metinn að verðleikum. Ég missi samt ekki svefn yfir því. Við mætum KR í fyrsta leik í sumar þannig við sjáum bara til hvernig fer þar,“ sagði Gary Martin. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Gary Martin gerði þriggja ára samning við Víking Enski framherjinn spilar með Fossvogsliðinu í Pepsi-deildinni næstu þrjú árin. 15. febrúar 2016 20:34 Nokkur tilboð komin í Gary Martin KR fer í æfingaferð til Bandaríkjanna á morgun og reiknað með því að Gary Martin fari með. 15. febrúar 2016 10:58 Gary Martin samdi við Víking Enski framherjinn færir sig úr Vesturbænum í Fossvoginn og spilar með Víkingum í Pepsi-deildinni næsta sumar. 15. febrúar 2016 18:30 Bjarni vill ekki tjá sig um stöðu Gary Martin KR fer í æfingaferð til Bandaríkjanna á morgun og óvíst hvort að Gary Martin verði með í för. 15. febrúar 2016 14:22 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Sjá meira
Gary Martin gerði þriggja ára samning við Víking Enski framherjinn spilar með Fossvogsliðinu í Pepsi-deildinni næstu þrjú árin. 15. febrúar 2016 20:34
Nokkur tilboð komin í Gary Martin KR fer í æfingaferð til Bandaríkjanna á morgun og reiknað með því að Gary Martin fari með. 15. febrúar 2016 10:58
Gary Martin samdi við Víking Enski framherjinn færir sig úr Vesturbænum í Fossvoginn og spilar með Víkingum í Pepsi-deildinni næsta sumar. 15. febrúar 2016 18:30
Bjarni vill ekki tjá sig um stöðu Gary Martin KR fer í æfingaferð til Bandaríkjanna á morgun og óvíst hvort að Gary Martin verði með í för. 15. febrúar 2016 14:22