Skoðun

Eze, Martin og Chris eiga skilið dvalarleyfi

Toshiki Toma skrifar
Eze Okafor kom til Íslands í apríl árið 2012 og sótti um hæli. Hann var fórnarlamb Boko Haram í Nígeríu og sótti um hæli Svíþjóð. En Svíþjóð var þegar full af flóttafólki og Eze fannst umsóknin hans vera ekki afgreidd almennilega. Þess vegna hann kom til Íslands.

Martin Omulu kom til Íslands í júní árið 2012 og sóti um hæli. Hann er samkynhneigður og mætti miklum ofsóknum í heimalandi sínu, Nígeríu. Hann flúði til Ítalíu og sótti um hæli en fékk synjun. Hann eyddi samtals 9 árum í Ítalíu sem réttindalaus maður áður en hann kom hingað.

Chris Boadi kom til Íslands í júní árið 2013 og sótti um hæli. Faðir hans var virkur í pólitík í Gana en var myrtur í kosningabaráttu. Chris flúði til Ítalíu. Landvistarleyfi hans rann út en hann gat ekki farið til baka til Gana, því kom hann hingað til að sækja um hæli.

Þeir fengu allir synjun um hælisumsókn og standa núna allir frammi fyrir brottvísun vegna DyflinnarreglugerðarinnarEze er búinn að vera hérlendis í 4 ár, Martin í tæp 4 ár og Chris í tæp 3 ár. Þetta er langur tími.

Þeir eru allir í vinnu og búa í leiguíbúð. Þeir eru allir búnir að eignast marga íslenska vini og ég er stoltur af því að vera einn þeirra. Þeir eru að byrja að lifa íslensku lífi sinu.

Hvers vegna verður núna að vísa þeim úr landi? Þetta er hryllilega ómannlega og illa gert. Hvar er mannúðin? Fullorðnir karlmenn eiga ekki skilið mannúð? Þeir eru ekki hér að gamni sínu. Þeir voru neyddir þess að flýja heimaland sitt.

Þriggja til fjögurra ára tímaskeið er óvenjulega langur tími fyrir brottvísun vegna Dyflinnarreglugerðar. Hver sem ástæða tafarinnar er hvílir ábyrgð á henni á yfirvöldum Íslands, ekki á Svíþjóð, ekki á Ítalíu.

Mig langar sterklega að skora á afturköllun brottvísananna þriggja og veita Eze, Martin og Chris dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Þeir eiga það skilið. Þeir eru saklausir einstaklingar sem hafa verið lengi leitað að venjulegu lífi.




Skoðun

Skoðun

Börnin okkar

Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar

Sjá meira


×