Katrín segir kerfið orðið viðskila við réttlætið Heimir Már Pétursson skrifar 16. febrúar 2016 19:29 Formaður Vinstri grænna segir almenning í landinu upplifa að kerfið hafi orð viðskila við réttlætið, þegar fyrirtæki skili milljarða arði en á sama tíma sé ekki hægt að tryggja jafnt aðgengi allra að heilbrigðisþjónustu og menntun. Tryggja verði réttláta tekjuöflun ríkissjóðs til að standa undir grunnþjónustunni. Þingmenn eru nýkomnir úr kjördæmaviku þar sem þeir funda með íbúum kjördæma sinna, flokksbundnum sem örðum. Willum Þór Þórsson þingmaður Framsóknarflokksins sagði á Alþingi í dag að flestir hafi rætt þann vanda sem uppi er í húsnæðismálum á þeim fundum sem hann sótti og brýnt væri að frumvörp félagsmálaráðherra í þeim efnum verði afgreidd sem fyrst og tryggja meira framboð á litlum, ódýrum íbúðum. „Það er því sama hvernig á er litið, lögmál framboðs og eftirspurnar gildir í þessu. Þess vegna er svo mikilvægt að frumvarpið um almennar íbúðir svo brýnt að klára. Því þar er áformað að að auka framboð á slíku húsnæði og það er sannarlega áskorun sem við verðum að mæta,“ segir Willum. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna tók undir það að húsnæðismálin væru ofarlega í umræðunni á meðal fólks. En það væru heilbrigðismálin líka, vegna aukins kostnaðar sjúklinga, álags á heilsugæsluna og sjúkrahúsin. „En áhyggjurnar tengjast líka reiði. Réttlátri reiði yfir því að á sama tíma berast fregnir af milljarða arði. Hvort sem er í fjármálakerfinu eða sjávarútveginum. Það berast fregnir af því frá ríkisskattstjóra um að hér séu skattaundanskot á hverju ári um 80 milljarðar,“ sagði Katrín. Það mætti ýmislegt gera fyrir slíka fjárhæð til að bæta stöðuna í húsnæðis- og heilbrigðismálum. „Það er á svona stundum sem almenningur upplifir það að kerfið hafi orðið viðskila við réttlætið. Kerfið sem við höfum byggt upp saman og á að snúast um að tryggja jafnt aðgengi allra í heilbrigðisþjónustu, menntun og innviðum; að þetta kerfi hafi orðið viðskila við réttlætið,“ sagði Katrín. Stjórnmálamenn verði svara ákalli hátt í 80 þúsund landsmanna um bætta heilbrigðisþjónustu en geti það ekki án þess að endurskoða tekjuöflun ríkissjóðs. „Það skiptir máli að afla hér aukinna tekna og gera það með réttlátum hætti. Þannig að þeir sem eigi peningana leggi meira að mörkum til samfélagsins. Því við vitum og almenningur veit að þessir peningar eru til,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira
Formaður Vinstri grænna segir almenning í landinu upplifa að kerfið hafi orð viðskila við réttlætið, þegar fyrirtæki skili milljarða arði en á sama tíma sé ekki hægt að tryggja jafnt aðgengi allra að heilbrigðisþjónustu og menntun. Tryggja verði réttláta tekjuöflun ríkissjóðs til að standa undir grunnþjónustunni. Þingmenn eru nýkomnir úr kjördæmaviku þar sem þeir funda með íbúum kjördæma sinna, flokksbundnum sem örðum. Willum Þór Þórsson þingmaður Framsóknarflokksins sagði á Alþingi í dag að flestir hafi rætt þann vanda sem uppi er í húsnæðismálum á þeim fundum sem hann sótti og brýnt væri að frumvörp félagsmálaráðherra í þeim efnum verði afgreidd sem fyrst og tryggja meira framboð á litlum, ódýrum íbúðum. „Það er því sama hvernig á er litið, lögmál framboðs og eftirspurnar gildir í þessu. Þess vegna er svo mikilvægt að frumvarpið um almennar íbúðir svo brýnt að klára. Því þar er áformað að að auka framboð á slíku húsnæði og það er sannarlega áskorun sem við verðum að mæta,“ segir Willum. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna tók undir það að húsnæðismálin væru ofarlega í umræðunni á meðal fólks. En það væru heilbrigðismálin líka, vegna aukins kostnaðar sjúklinga, álags á heilsugæsluna og sjúkrahúsin. „En áhyggjurnar tengjast líka reiði. Réttlátri reiði yfir því að á sama tíma berast fregnir af milljarða arði. Hvort sem er í fjármálakerfinu eða sjávarútveginum. Það berast fregnir af því frá ríkisskattstjóra um að hér séu skattaundanskot á hverju ári um 80 milljarðar,“ sagði Katrín. Það mætti ýmislegt gera fyrir slíka fjárhæð til að bæta stöðuna í húsnæðis- og heilbrigðismálum. „Það er á svona stundum sem almenningur upplifir það að kerfið hafi orðið viðskila við réttlætið. Kerfið sem við höfum byggt upp saman og á að snúast um að tryggja jafnt aðgengi allra í heilbrigðisþjónustu, menntun og innviðum; að þetta kerfi hafi orðið viðskila við réttlætið,“ sagði Katrín. Stjórnmálamenn verði svara ákalli hátt í 80 þúsund landsmanna um bætta heilbrigðisþjónustu en geti það ekki án þess að endurskoða tekjuöflun ríkissjóðs. „Það skiptir máli að afla hér aukinna tekna og gera það með réttlátum hætti. Þannig að þeir sem eigi peningana leggi meira að mörkum til samfélagsins. Því við vitum og almenningur veit að þessir peningar eru til,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira