Svekktur yfir 57 prósenta ávöxtun Ingvar Haraldsson skrifar 17. febrúar 2016 07:00 Haukur Oddsson, segir eftir á að hyggja starfsmenn og stjórendur Borgunar hafa gert mistök með því að selja hlut í Borgun síðasta sumar. Vísir/ERNIR „Þetta er það vitlausasta sem við höfum gert, að selja þarna, það var hörmung að gera það, eftir á að hyggja,“ segir Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar, um sölu starfsmanna og stjórnenda Borgunar á 3,85 prósenta hlut í Borgun til Eignarhaldsfélagsins Borgunar í júlí á síðasta ári. Söluverðið miðaðist við að heildarvirði Borgunar væri 11 milljarðar króna. Söluverð Landsbankans á 31,2 prósenta hlut í Borgun, í nóvember 2014 átta mánuðum áður, miðaði við að Borgun væri metin á 7 milljarða króna. Landsbankinn seldi þá 25 prósenta hlut til Eignarhaldsfélagsins Borgunar á 1.751 milljón króna og 6,2 prósenta hlut til BPS á 433 milljónir króna. Því jókst virði Borgunar um 57 prósent á átta mánuðum. Haukur segir hækkunina helst skýrast af aukinni eftirspurn eftir hlutabréfum á Íslandi á tímabilinu. Hlutabréfaverð á Íslandi hafi hækkað mikið á síðari hluta ársins 2014 og á árinu 2015.Von á fimm milljörðum í peningum Haukur Oddsson segir engu síður að kaupverðið staðfesti að forsvarsmenn Borgunar hafi ekki vitað að Visa Inc. hygðist nýta sér valrétt til að eignast Visa Europe. „Við höfðum ekki hugmynd um þetta þá, ekki frekar en aðrir,“ segir Haukur. Rúmum tveimur mánuðum eftir að salan á hlut starfsmanna og stjórnenda gekk í gegn, tilkynnti Visa Inc. að það hygðist nýta sér valrétt til að kaupa Visa Europe á um 3.000 milljarða íslenskra króna. Borgun á von á tæplega 5 milljarða peningagreiðslu vegna þessa. Haukur segir ljóst að hann og aðrir stjórnendur og starfsmenn Borgunar muni tapa á sölunni síðasta sumar. Engin ákvæði hafi verið um viðbótargreiðslu ef af kaupunum á Visa Europe yrði. „Verðmatið eftir dílinn er miklu, miklu, hærra en þetta. Þannig að það er alveg augljóst að við vorum alveg grunlaus um að þetta væri að koma.“ Morgunblaðið greindi fyrr í febrúar frá því að miðað við nýtt verðmat KPMG væri Borgun metin á 19 til 26 milljarða króna.Borgun metin á 7,3 milljarða Haukur er einnig hluthafi í Eignarhaldsfélaginu Borgun. Hann segir söluna hafa verið fjármagnaða með hlutafjáraukningu sem hann hafi ekki tekið þátt í og því hafi eignarhlutur hans lækkað. Haukur segir verðið sem stjórnendur og starfsmenn Borgunar seldu á hafa verið í samræmi við verð í viðskiptum með aðra hluti í Borgun á þessum tíma. Landsbankinn seldi hins vegar 0,41 prósents hlut í Borgun þann 29. maí 2015, eftir opið útboð, til Fasteignafélagsins Auðbrekku 17 ehf. á 30 milljónir króna. Landsbankinn eignaðist hlutinn við yfirtöku á Sparisjóði Vestmannaeyja í mars. Miðað við það kaupverð var Borgun í heild metin á 7,3 milljarða króna, helmingi lægra verði en stjórnendurnir seldu á tveimur mánuðum síðar. Borgunarmálið Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Fleiri fréttir Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Sjá meira
„Þetta er það vitlausasta sem við höfum gert, að selja þarna, það var hörmung að gera það, eftir á að hyggja,“ segir Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar, um sölu starfsmanna og stjórnenda Borgunar á 3,85 prósenta hlut í Borgun til Eignarhaldsfélagsins Borgunar í júlí á síðasta ári. Söluverðið miðaðist við að heildarvirði Borgunar væri 11 milljarðar króna. Söluverð Landsbankans á 31,2 prósenta hlut í Borgun, í nóvember 2014 átta mánuðum áður, miðaði við að Borgun væri metin á 7 milljarða króna. Landsbankinn seldi þá 25 prósenta hlut til Eignarhaldsfélagsins Borgunar á 1.751 milljón króna og 6,2 prósenta hlut til BPS á 433 milljónir króna. Því jókst virði Borgunar um 57 prósent á átta mánuðum. Haukur segir hækkunina helst skýrast af aukinni eftirspurn eftir hlutabréfum á Íslandi á tímabilinu. Hlutabréfaverð á Íslandi hafi hækkað mikið á síðari hluta ársins 2014 og á árinu 2015.Von á fimm milljörðum í peningum Haukur Oddsson segir engu síður að kaupverðið staðfesti að forsvarsmenn Borgunar hafi ekki vitað að Visa Inc. hygðist nýta sér valrétt til að eignast Visa Europe. „Við höfðum ekki hugmynd um þetta þá, ekki frekar en aðrir,“ segir Haukur. Rúmum tveimur mánuðum eftir að salan á hlut starfsmanna og stjórnenda gekk í gegn, tilkynnti Visa Inc. að það hygðist nýta sér valrétt til að kaupa Visa Europe á um 3.000 milljarða íslenskra króna. Borgun á von á tæplega 5 milljarða peningagreiðslu vegna þessa. Haukur segir ljóst að hann og aðrir stjórnendur og starfsmenn Borgunar muni tapa á sölunni síðasta sumar. Engin ákvæði hafi verið um viðbótargreiðslu ef af kaupunum á Visa Europe yrði. „Verðmatið eftir dílinn er miklu, miklu, hærra en þetta. Þannig að það er alveg augljóst að við vorum alveg grunlaus um að þetta væri að koma.“ Morgunblaðið greindi fyrr í febrúar frá því að miðað við nýtt verðmat KPMG væri Borgun metin á 19 til 26 milljarða króna.Borgun metin á 7,3 milljarða Haukur er einnig hluthafi í Eignarhaldsfélaginu Borgun. Hann segir söluna hafa verið fjármagnaða með hlutafjáraukningu sem hann hafi ekki tekið þátt í og því hafi eignarhlutur hans lækkað. Haukur segir verðið sem stjórnendur og starfsmenn Borgunar seldu á hafa verið í samræmi við verð í viðskiptum með aðra hluti í Borgun á þessum tíma. Landsbankinn seldi hins vegar 0,41 prósents hlut í Borgun þann 29. maí 2015, eftir opið útboð, til Fasteignafélagsins Auðbrekku 17 ehf. á 30 milljónir króna. Landsbankinn eignaðist hlutinn við yfirtöku á Sparisjóði Vestmannaeyja í mars. Miðað við það kaupverð var Borgun í heild metin á 7,3 milljarða króna, helmingi lægra verði en stjórnendurnir seldu á tveimur mánuðum síðar.
Borgunarmálið Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Fleiri fréttir Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Sjá meira