Samkeppni frá útlöndum óumflýjanleg Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. febrúar 2016 10:00 Stór hluti Íslendinga fer á hverju ári til útlanda til að kaupa föt. H&M nýtur mikilla vinsælda. Vísir/Getty „Landamæri samkeppnismarkaðar á Íslandi eru að breytast og aukin samkeppni erlendis frá getur verið erfið,“ sagði Kristín Friðgeirsdóttir, prófessor við London Business School og stjórnarformaður Haga, í ræðu á Viðskiptaþingi í síðustu viku. Hún sagði að það væri erfitt að berjast gegn þessari erlendu samkeppni og því þyrfti að taka henni fagnandi. Kristín lýsti því í ræðu sinni hvernig samkeppnin sem berst erlendis frá getur tekið á sig fjölbreytta mynd. „Þetta getur verið bein samkeppni þannig að fyrirtæki eru að setja á fót starfsemi á Íslandi eins og Costco er að gera. En svo getur það líka verið óbein samkeppni eins og með internetinu, eins og Netflix eða í ferðatösku svo sem barnaföt sem keypt eru í verslunum eins og H&M,“ sagði Kristín. Hún sagði þessa þróun vera óumflýjanlega. Hún benti á nýja könnun sem sýnir að 45 prósent Íslendinga versla erlendis og einnig þá staðreynd að þriðjungur Íslendinga verslar á netinu, yfirleitt við erlendar vefverslanir. „Þetta er áskorun fyrir íslensk fyrirtæki því að eins og hefur komið hérna fram þá er framleiðni á Íslandi lág,“ sagði Kristín. Vegna þessarar lágu framleiðni gætu íslensk fyrirtæki orðið undir í samkeppninni við erlendu risana. Kristín benti á að vegna þessarar áskorunar væri mikilvægt fyrir íslensk fyrirtæki að geta keppt á jöfnum grundvelli og búa við viðskiptaumhverfi sem væri sambærilegt við viðskiptaumhverfið eins og það er erlendis. „Þá er ég að tala um skatta, tolla, regluverk og samkeppnisumgjörðina.“ Þá benti Kristín á að það væru ýmsar áskoranir sem lægju fyrir, til dæmis viðskiptahindranir. Sagði hún að 2/3 af matarinnkaupum væru innlend framleiðsla og 40 prósent af því væru innlendar landbúnaðarvörur. Kristín benti á að opinbert regluverk skekkti samkeppnisstöðu á þessum markaði og ekki væru allir sammála um það hvaða skref mætti stíga til aukins sjálfræðis. Kristín lagði áherslu á að stjórnvöld gætu opnað markaði enn frekar með því að einfalda regluverkið og hafa stofnanaumhverfið hagfellt og svipað því sem erlend verslun býr við. En það væri líka mikilvægt að fyrirtækin hefðu á að skipa hæfu starfsfólki og gætu fjárfest í menntun á sama hátt og gert væri í öðrum löndum. Netflix Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
„Landamæri samkeppnismarkaðar á Íslandi eru að breytast og aukin samkeppni erlendis frá getur verið erfið,“ sagði Kristín Friðgeirsdóttir, prófessor við London Business School og stjórnarformaður Haga, í ræðu á Viðskiptaþingi í síðustu viku. Hún sagði að það væri erfitt að berjast gegn þessari erlendu samkeppni og því þyrfti að taka henni fagnandi. Kristín lýsti því í ræðu sinni hvernig samkeppnin sem berst erlendis frá getur tekið á sig fjölbreytta mynd. „Þetta getur verið bein samkeppni þannig að fyrirtæki eru að setja á fót starfsemi á Íslandi eins og Costco er að gera. En svo getur það líka verið óbein samkeppni eins og með internetinu, eins og Netflix eða í ferðatösku svo sem barnaföt sem keypt eru í verslunum eins og H&M,“ sagði Kristín. Hún sagði þessa þróun vera óumflýjanlega. Hún benti á nýja könnun sem sýnir að 45 prósent Íslendinga versla erlendis og einnig þá staðreynd að þriðjungur Íslendinga verslar á netinu, yfirleitt við erlendar vefverslanir. „Þetta er áskorun fyrir íslensk fyrirtæki því að eins og hefur komið hérna fram þá er framleiðni á Íslandi lág,“ sagði Kristín. Vegna þessarar lágu framleiðni gætu íslensk fyrirtæki orðið undir í samkeppninni við erlendu risana. Kristín benti á að vegna þessarar áskorunar væri mikilvægt fyrir íslensk fyrirtæki að geta keppt á jöfnum grundvelli og búa við viðskiptaumhverfi sem væri sambærilegt við viðskiptaumhverfið eins og það er erlendis. „Þá er ég að tala um skatta, tolla, regluverk og samkeppnisumgjörðina.“ Þá benti Kristín á að það væru ýmsar áskoranir sem lægju fyrir, til dæmis viðskiptahindranir. Sagði hún að 2/3 af matarinnkaupum væru innlend framleiðsla og 40 prósent af því væru innlendar landbúnaðarvörur. Kristín benti á að opinbert regluverk skekkti samkeppnisstöðu á þessum markaði og ekki væru allir sammála um það hvaða skref mætti stíga til aukins sjálfræðis. Kristín lagði áherslu á að stjórnvöld gætu opnað markaði enn frekar með því að einfalda regluverkið og hafa stofnanaumhverfið hagfellt og svipað því sem erlend verslun býr við. En það væri líka mikilvægt að fyrirtækin hefðu á að skipa hæfu starfsfólki og gætu fjárfest í menntun á sama hátt og gert væri í öðrum löndum.
Netflix Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira