Tengdapabbi Murray hneig niður vegna slæms sushi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. febrúar 2016 15:00 Hugað að Nigel Sears á Opna ástralska. Vísir/Getty Nigel Sears, tengdafaðir tenniskappans Andy Murray og tennisþjálfari, segir að of mikið hafi verið gert úr því þegar hann hneig niður á Opna ástralska meistaramótinu í tennis í síðustu viku. Sears er þjálfari hinnar serbnesku Önu Ivanovic og var að horfa á hana spila á mótinu þegar hann hneig skyndilega niður í áhorfendastúkunni. Hann var fluttur á brott í sjúkrabíl og þurfti að gera hlé á viðureigninni á meðan. Samtímis var Murray að spila og fékk hann ekki fregnir af þessu fyrr en að henni lokinni. „Ég held að ég hafi ekki verið úrvinda eða reyna of mikið á mig,“ sagði Sears í viðtali við breska fjölmiðla. „Ég veit að þetta var mikið í fréttum hér heima en þetta var virkilega skrýtið allt saman og mér þykir leitt að hafa valdið fólki óþarfa áhyggjum.“Ana Ivanovic.Vísir/Getty„Í sannleika sagt finnst mér ég vera hálfgerður loddari út af þessu,“ bætti hann við. Enn er ekki vitað með fullvissu hvað olli því að Sears hneig niður en sjálfur telur hann að um matareitrun hafi verið að ræða. „Ég hafði borðað sushi tíu daga í röð í Melbourne og mér leið vel. En ætli líkurnar séu ekki á því að maður fái einn slæman fiskbita þegar maður borðar svo mikið af sushi.“ Dóttir Sears, Kim, var ólétt þegar atvikið átti sér stað en hún eignaðist dóttur fyrir stuttu síðan. Ivanovic var að keppa við hina bandarísku Madison Keyes þegar þjálfari hennar hneig niður og tapaði viðureigninni eftir að hafa unnið fyrsta settið. Tennis Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Anton Sveinn og Laufey Rún stálu senunni í Nauthólsvík „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Venus úr leik í Washington „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Sjá meira
Nigel Sears, tengdafaðir tenniskappans Andy Murray og tennisþjálfari, segir að of mikið hafi verið gert úr því þegar hann hneig niður á Opna ástralska meistaramótinu í tennis í síðustu viku. Sears er þjálfari hinnar serbnesku Önu Ivanovic og var að horfa á hana spila á mótinu þegar hann hneig skyndilega niður í áhorfendastúkunni. Hann var fluttur á brott í sjúkrabíl og þurfti að gera hlé á viðureigninni á meðan. Samtímis var Murray að spila og fékk hann ekki fregnir af þessu fyrr en að henni lokinni. „Ég held að ég hafi ekki verið úrvinda eða reyna of mikið á mig,“ sagði Sears í viðtali við breska fjölmiðla. „Ég veit að þetta var mikið í fréttum hér heima en þetta var virkilega skrýtið allt saman og mér þykir leitt að hafa valdið fólki óþarfa áhyggjum.“Ana Ivanovic.Vísir/Getty„Í sannleika sagt finnst mér ég vera hálfgerður loddari út af þessu,“ bætti hann við. Enn er ekki vitað með fullvissu hvað olli því að Sears hneig niður en sjálfur telur hann að um matareitrun hafi verið að ræða. „Ég hafði borðað sushi tíu daga í röð í Melbourne og mér leið vel. En ætli líkurnar séu ekki á því að maður fái einn slæman fiskbita þegar maður borðar svo mikið af sushi.“ Dóttir Sears, Kim, var ólétt þegar atvikið átti sér stað en hún eignaðist dóttur fyrir stuttu síðan. Ivanovic var að keppa við hina bandarísku Madison Keyes þegar þjálfari hennar hneig niður og tapaði viðureigninni eftir að hafa unnið fyrsta settið.
Tennis Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Anton Sveinn og Laufey Rún stálu senunni í Nauthólsvík „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Venus úr leik í Washington „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn