Ætla að senda hælisleitanda með gilt atvinnuleyfi úr landi í fyrramálið Aðalsteinn Kjartansson skrifar 17. febrúar 2016 15:47 „Þeir hringdu í mig í gær, klukkan hálf fimm, og sögðu mér að ég þyrfti að fara á morgun,“ segir Christian Boadi. Vísir/Pjetur Hælisleitandi frá Ghana fékk síðdegis í gær símtal þess efnis að hann yrði sendur úr landi á morgun þrátt fyrir að vera með gilt atvinnu- og dvalarleyfi hér á landi. Til stendur að senda manninn, sem heitirChristian Boadi, aftur til Ítalíu þar sem hann leitaði fyrst eftir að fá hæli. Christian verður sendur til Ítalíu á morgun ásamt minnst einum öðrum manni á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en hún heimilar íslenskum stjórnvöldum að senda hælisleitendur til baka til þess ríkis sem var þeirra fyrsti viðkomustaður í Evrópu.Christian hefur starfað undanfarið á Lækjarbrekku.Vísir/Pjetur„Þeir hringdu í mig í gær, klukkan hálf fimm, og sögðu mér að ég þyrfti að fara á morgun,“ segir hann, sem taldi að hann gæti verið hér á landi þangað til að atvinnuleyfið rynni út um mitt þetta ár. „Þetta er mjög skrýtið.“ Í fullri vinnu Christian fór í dag niður á Alþingi þar sem hann ræddi við þingmenn um stöðu sína. Hann segir að þeir þingmenn sem hann hafi rætt við hafi furðað sig á stöðunni. Sjálfur skilur hann ekki af hverju hann fái ekki að vinna út þann tíma sem leyfið gildir en hann segist ekki hafa getið fengið neinar skýringar. Undanfarið hefur Christian starfað á veitingahúsinu Lækjarbrekku. Jón Tryggvi Jónsson, eigandi Lækjarbrekku, staðfestir að atvinnuleyfið hafi átt að gilda til 16. júní næstkomandi. „Ég er búinn að setja mig í samband við lögmanninn hans og hann er á fullu að reyna að skýra þetta,“ segir hann. „Við samstarfsmenn hans allir erum slegnir. Við skiljum þetta ekki. Við stöndum með honum allir sem einn og mætum heim til hans í fyrramálið, ef af þessu verður,“ segir hann.Ragnar segir að verið sé að brjóta meðalhófsregluna gagnvart skjólstæðingi sínum með þessum mikla hraða.Vísir/StefánEnn með dvalarleyfi Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Christians, segir það koma sér á óvart að Útlendingastofnun ákveði að senda manninn úr landi á meðan dvalarleyfi hans sé enn í gildi. Hann segir að atvinnu- og dvalarleyfið sé enn í gildi og hafi ekki verið afturkallað. „Hann er með dvalarleyfi og atvinnuleyfi á fyrri hluta ársins og hann var búinn að fá það á síðasta ári en svo skyndilega fær hann símtal og fund á lögreglustöðinni með tæplega sólarhrings fyrirvara um að það eigi að færa hann úr landi klukkan fimm í fyrramálið,“ segir Ragnar sem gagnrýnir einnig þann stutta fyrirvara sem Christian fær. „Hvorki hefur dvalarleyfið verið afturkallað né atvinnuleyfið og mál hans hefur ekkert verið athugað sérstaklega eins og gert var ráð fyrir þegar svona stæði á. Hann er búinn að vera hérna í fjögur ár,“ segir Ragnar og bendir á að hann sé í fullri vinnu.Engin svör frá Útlendingastofnun Ástandið á Ítalíu hefur verið bágborið sökum mikils straums flóttamanna til landsins á síðustu árum. „Samt ætla stjórnvöld, á þessari stundu að minnsta kosti, að senda hann og annan skjólstæðing minn til Ítalíu,“ segir Ragnar sem furðar sig á þeirri ákvörðun.Engin svör hafa fengist frá Útlendingastofnun.Vísir/StefánRagnar segir að verið sé að brjóta meðalhófsregluna með þessum mikla hraða. „Sólarhringur er náttúrulega alltof skammur tími fyrir mann í fullu starfi,“ segir hann. „Og það samræmist ekki tilganginum. Það er engin ástæða til að hafa þetta með svona skömmum fyrirvara.“ Útlendingastofnun hefur ekki svarað tölvupóstum Ragnars og eru því upplýsingar um stöðuna og rökstuðning ákvörðunarinnar af skornum skammti. „Það liggur mikið á að koma manninum úr landi en þeir geta ekki svarað bréfum í sólarhring; tölvupóstum sem fara á milli manna á einni sekúndu,“ segir Ragnar sem er auðheyranlega hissa á stöðunni. Ekki náðist í fulltrúa Útlendingastofnunar við vinnslu fréttarinnar en aðeins er svarað í síma stofnunarinnar á milli klukkan 10 og 14. Flóttamenn Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Hælisleitandi frá Ghana fékk síðdegis í gær símtal þess efnis að hann yrði sendur úr landi á morgun þrátt fyrir að vera með gilt atvinnu- og dvalarleyfi hér á landi. Til stendur að senda manninn, sem heitirChristian Boadi, aftur til Ítalíu þar sem hann leitaði fyrst eftir að fá hæli. Christian verður sendur til Ítalíu á morgun ásamt minnst einum öðrum manni á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en hún heimilar íslenskum stjórnvöldum að senda hælisleitendur til baka til þess ríkis sem var þeirra fyrsti viðkomustaður í Evrópu.Christian hefur starfað undanfarið á Lækjarbrekku.Vísir/Pjetur„Þeir hringdu í mig í gær, klukkan hálf fimm, og sögðu mér að ég þyrfti að fara á morgun,“ segir hann, sem taldi að hann gæti verið hér á landi þangað til að atvinnuleyfið rynni út um mitt þetta ár. „Þetta er mjög skrýtið.“ Í fullri vinnu Christian fór í dag niður á Alþingi þar sem hann ræddi við þingmenn um stöðu sína. Hann segir að þeir þingmenn sem hann hafi rætt við hafi furðað sig á stöðunni. Sjálfur skilur hann ekki af hverju hann fái ekki að vinna út þann tíma sem leyfið gildir en hann segist ekki hafa getið fengið neinar skýringar. Undanfarið hefur Christian starfað á veitingahúsinu Lækjarbrekku. Jón Tryggvi Jónsson, eigandi Lækjarbrekku, staðfestir að atvinnuleyfið hafi átt að gilda til 16. júní næstkomandi. „Ég er búinn að setja mig í samband við lögmanninn hans og hann er á fullu að reyna að skýra þetta,“ segir hann. „Við samstarfsmenn hans allir erum slegnir. Við skiljum þetta ekki. Við stöndum með honum allir sem einn og mætum heim til hans í fyrramálið, ef af þessu verður,“ segir hann.Ragnar segir að verið sé að brjóta meðalhófsregluna gagnvart skjólstæðingi sínum með þessum mikla hraða.Vísir/StefánEnn með dvalarleyfi Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Christians, segir það koma sér á óvart að Útlendingastofnun ákveði að senda manninn úr landi á meðan dvalarleyfi hans sé enn í gildi. Hann segir að atvinnu- og dvalarleyfið sé enn í gildi og hafi ekki verið afturkallað. „Hann er með dvalarleyfi og atvinnuleyfi á fyrri hluta ársins og hann var búinn að fá það á síðasta ári en svo skyndilega fær hann símtal og fund á lögreglustöðinni með tæplega sólarhrings fyrirvara um að það eigi að færa hann úr landi klukkan fimm í fyrramálið,“ segir Ragnar sem gagnrýnir einnig þann stutta fyrirvara sem Christian fær. „Hvorki hefur dvalarleyfið verið afturkallað né atvinnuleyfið og mál hans hefur ekkert verið athugað sérstaklega eins og gert var ráð fyrir þegar svona stæði á. Hann er búinn að vera hérna í fjögur ár,“ segir Ragnar og bendir á að hann sé í fullri vinnu.Engin svör frá Útlendingastofnun Ástandið á Ítalíu hefur verið bágborið sökum mikils straums flóttamanna til landsins á síðustu árum. „Samt ætla stjórnvöld, á þessari stundu að minnsta kosti, að senda hann og annan skjólstæðing minn til Ítalíu,“ segir Ragnar sem furðar sig á þeirri ákvörðun.Engin svör hafa fengist frá Útlendingastofnun.Vísir/StefánRagnar segir að verið sé að brjóta meðalhófsregluna með þessum mikla hraða. „Sólarhringur er náttúrulega alltof skammur tími fyrir mann í fullu starfi,“ segir hann. „Og það samræmist ekki tilganginum. Það er engin ástæða til að hafa þetta með svona skömmum fyrirvara.“ Útlendingastofnun hefur ekki svarað tölvupóstum Ragnars og eru því upplýsingar um stöðuna og rökstuðning ákvörðunarinnar af skornum skammti. „Það liggur mikið á að koma manninum úr landi en þeir geta ekki svarað bréfum í sólarhring; tölvupóstum sem fara á milli manna á einni sekúndu,“ segir Ragnar sem er auðheyranlega hissa á stöðunni. Ekki náðist í fulltrúa Útlendingastofnunar við vinnslu fréttarinnar en aðeins er svarað í síma stofnunarinnar á milli klukkan 10 og 14.
Flóttamenn Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira