Ætla að senda hælisleitanda með gilt atvinnuleyfi úr landi í fyrramálið Aðalsteinn Kjartansson skrifar 17. febrúar 2016 15:47 „Þeir hringdu í mig í gær, klukkan hálf fimm, og sögðu mér að ég þyrfti að fara á morgun,“ segir Christian Boadi. Vísir/Pjetur Hælisleitandi frá Ghana fékk síðdegis í gær símtal þess efnis að hann yrði sendur úr landi á morgun þrátt fyrir að vera með gilt atvinnu- og dvalarleyfi hér á landi. Til stendur að senda manninn, sem heitirChristian Boadi, aftur til Ítalíu þar sem hann leitaði fyrst eftir að fá hæli. Christian verður sendur til Ítalíu á morgun ásamt minnst einum öðrum manni á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en hún heimilar íslenskum stjórnvöldum að senda hælisleitendur til baka til þess ríkis sem var þeirra fyrsti viðkomustaður í Evrópu.Christian hefur starfað undanfarið á Lækjarbrekku.Vísir/Pjetur„Þeir hringdu í mig í gær, klukkan hálf fimm, og sögðu mér að ég þyrfti að fara á morgun,“ segir hann, sem taldi að hann gæti verið hér á landi þangað til að atvinnuleyfið rynni út um mitt þetta ár. „Þetta er mjög skrýtið.“ Í fullri vinnu Christian fór í dag niður á Alþingi þar sem hann ræddi við þingmenn um stöðu sína. Hann segir að þeir þingmenn sem hann hafi rætt við hafi furðað sig á stöðunni. Sjálfur skilur hann ekki af hverju hann fái ekki að vinna út þann tíma sem leyfið gildir en hann segist ekki hafa getið fengið neinar skýringar. Undanfarið hefur Christian starfað á veitingahúsinu Lækjarbrekku. Jón Tryggvi Jónsson, eigandi Lækjarbrekku, staðfestir að atvinnuleyfið hafi átt að gilda til 16. júní næstkomandi. „Ég er búinn að setja mig í samband við lögmanninn hans og hann er á fullu að reyna að skýra þetta,“ segir hann. „Við samstarfsmenn hans allir erum slegnir. Við skiljum þetta ekki. Við stöndum með honum allir sem einn og mætum heim til hans í fyrramálið, ef af þessu verður,“ segir hann.Ragnar segir að verið sé að brjóta meðalhófsregluna gagnvart skjólstæðingi sínum með þessum mikla hraða.Vísir/StefánEnn með dvalarleyfi Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Christians, segir það koma sér á óvart að Útlendingastofnun ákveði að senda manninn úr landi á meðan dvalarleyfi hans sé enn í gildi. Hann segir að atvinnu- og dvalarleyfið sé enn í gildi og hafi ekki verið afturkallað. „Hann er með dvalarleyfi og atvinnuleyfi á fyrri hluta ársins og hann var búinn að fá það á síðasta ári en svo skyndilega fær hann símtal og fund á lögreglustöðinni með tæplega sólarhrings fyrirvara um að það eigi að færa hann úr landi klukkan fimm í fyrramálið,“ segir Ragnar sem gagnrýnir einnig þann stutta fyrirvara sem Christian fær. „Hvorki hefur dvalarleyfið verið afturkallað né atvinnuleyfið og mál hans hefur ekkert verið athugað sérstaklega eins og gert var ráð fyrir þegar svona stæði á. Hann er búinn að vera hérna í fjögur ár,“ segir Ragnar og bendir á að hann sé í fullri vinnu.Engin svör frá Útlendingastofnun Ástandið á Ítalíu hefur verið bágborið sökum mikils straums flóttamanna til landsins á síðustu árum. „Samt ætla stjórnvöld, á þessari stundu að minnsta kosti, að senda hann og annan skjólstæðing minn til Ítalíu,“ segir Ragnar sem furðar sig á þeirri ákvörðun.Engin svör hafa fengist frá Útlendingastofnun.Vísir/StefánRagnar segir að verið sé að brjóta meðalhófsregluna með þessum mikla hraða. „Sólarhringur er náttúrulega alltof skammur tími fyrir mann í fullu starfi,“ segir hann. „Og það samræmist ekki tilganginum. Það er engin ástæða til að hafa þetta með svona skömmum fyrirvara.“ Útlendingastofnun hefur ekki svarað tölvupóstum Ragnars og eru því upplýsingar um stöðuna og rökstuðning ákvörðunarinnar af skornum skammti. „Það liggur mikið á að koma manninum úr landi en þeir geta ekki svarað bréfum í sólarhring; tölvupóstum sem fara á milli manna á einni sekúndu,“ segir Ragnar sem er auðheyranlega hissa á stöðunni. Ekki náðist í fulltrúa Útlendingastofnunar við vinnslu fréttarinnar en aðeins er svarað í síma stofnunarinnar á milli klukkan 10 og 14. Flóttamenn Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Hælisleitandi frá Ghana fékk síðdegis í gær símtal þess efnis að hann yrði sendur úr landi á morgun þrátt fyrir að vera með gilt atvinnu- og dvalarleyfi hér á landi. Til stendur að senda manninn, sem heitirChristian Boadi, aftur til Ítalíu þar sem hann leitaði fyrst eftir að fá hæli. Christian verður sendur til Ítalíu á morgun ásamt minnst einum öðrum manni á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en hún heimilar íslenskum stjórnvöldum að senda hælisleitendur til baka til þess ríkis sem var þeirra fyrsti viðkomustaður í Evrópu.Christian hefur starfað undanfarið á Lækjarbrekku.Vísir/Pjetur„Þeir hringdu í mig í gær, klukkan hálf fimm, og sögðu mér að ég þyrfti að fara á morgun,“ segir hann, sem taldi að hann gæti verið hér á landi þangað til að atvinnuleyfið rynni út um mitt þetta ár. „Þetta er mjög skrýtið.“ Í fullri vinnu Christian fór í dag niður á Alþingi þar sem hann ræddi við þingmenn um stöðu sína. Hann segir að þeir þingmenn sem hann hafi rætt við hafi furðað sig á stöðunni. Sjálfur skilur hann ekki af hverju hann fái ekki að vinna út þann tíma sem leyfið gildir en hann segist ekki hafa getið fengið neinar skýringar. Undanfarið hefur Christian starfað á veitingahúsinu Lækjarbrekku. Jón Tryggvi Jónsson, eigandi Lækjarbrekku, staðfestir að atvinnuleyfið hafi átt að gilda til 16. júní næstkomandi. „Ég er búinn að setja mig í samband við lögmanninn hans og hann er á fullu að reyna að skýra þetta,“ segir hann. „Við samstarfsmenn hans allir erum slegnir. Við skiljum þetta ekki. Við stöndum með honum allir sem einn og mætum heim til hans í fyrramálið, ef af þessu verður,“ segir hann.Ragnar segir að verið sé að brjóta meðalhófsregluna gagnvart skjólstæðingi sínum með þessum mikla hraða.Vísir/StefánEnn með dvalarleyfi Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Christians, segir það koma sér á óvart að Útlendingastofnun ákveði að senda manninn úr landi á meðan dvalarleyfi hans sé enn í gildi. Hann segir að atvinnu- og dvalarleyfið sé enn í gildi og hafi ekki verið afturkallað. „Hann er með dvalarleyfi og atvinnuleyfi á fyrri hluta ársins og hann var búinn að fá það á síðasta ári en svo skyndilega fær hann símtal og fund á lögreglustöðinni með tæplega sólarhrings fyrirvara um að það eigi að færa hann úr landi klukkan fimm í fyrramálið,“ segir Ragnar sem gagnrýnir einnig þann stutta fyrirvara sem Christian fær. „Hvorki hefur dvalarleyfið verið afturkallað né atvinnuleyfið og mál hans hefur ekkert verið athugað sérstaklega eins og gert var ráð fyrir þegar svona stæði á. Hann er búinn að vera hérna í fjögur ár,“ segir Ragnar og bendir á að hann sé í fullri vinnu.Engin svör frá Útlendingastofnun Ástandið á Ítalíu hefur verið bágborið sökum mikils straums flóttamanna til landsins á síðustu árum. „Samt ætla stjórnvöld, á þessari stundu að minnsta kosti, að senda hann og annan skjólstæðing minn til Ítalíu,“ segir Ragnar sem furðar sig á þeirri ákvörðun.Engin svör hafa fengist frá Útlendingastofnun.Vísir/StefánRagnar segir að verið sé að brjóta meðalhófsregluna með þessum mikla hraða. „Sólarhringur er náttúrulega alltof skammur tími fyrir mann í fullu starfi,“ segir hann. „Og það samræmist ekki tilganginum. Það er engin ástæða til að hafa þetta með svona skömmum fyrirvara.“ Útlendingastofnun hefur ekki svarað tölvupóstum Ragnars og eru því upplýsingar um stöðuna og rökstuðning ákvörðunarinnar af skornum skammti. „Það liggur mikið á að koma manninum úr landi en þeir geta ekki svarað bréfum í sólarhring; tölvupóstum sem fara á milli manna á einni sekúndu,“ segir Ragnar sem er auðheyranlega hissa á stöðunni. Ekki náðist í fulltrúa Útlendingastofnunar við vinnslu fréttarinnar en aðeins er svarað í síma stofnunarinnar á milli klukkan 10 og 14.
Flóttamenn Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira