Nauðsynlegt að lögfesta heilbrigðisþjónustu utan sjúkrastofnana Heimir Már Pétursson skrifar 18. febrúar 2016 19:52 Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að setja lög um heilbrigðisþjónustu við sjúklinga utan heilbrigðisstofnana. Ekki sé sjálfgefið að einkaaðilar geti ekki veitt hagkvæma og góða þjónustu á sjúkrahótelum. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra kom fyrir stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun til að ræða skýrslu Ríkisendurskoðunar um rekstur sjúkrahótelsins í Ármúla og deilur Landsspítalans og Sjúkratrygginga Íslands um reksturinn. Starfshópur á vegum ráðherra er nú að skoða þessi mál og skilar tillögum til hans innan skamms. Hann var m.a. spurður hvort ekki væri tækifæri til að byrja upp á nýtt varðandi rekstur sjúkrahótels nú þegar samningur um rekstur þess í Ármúla væri að renna út. Heilbrigðisráðherra segir í raun um tvenns konar þjónustu að ræða. Annars vegar hótelþjónustu við fólk af landsbyggðinni t.d. sem væri að bíða eftir aðgerðum eða jafna sig eftir aðgerðir en væri að öðru leyti hresst. „En sérhæfingin og sérþekkingin sem verður eðlilega til hér á háskólasjúkrahúsinu kallar líka á að við getum þjónað þetta fólk utan af landi eða jafnvel utan út bæ hér á höfuðborgarsvæðinu. Til að vera í nágrenni við spítalann án þess endilega að liggja þar inni sem sjúklingur,“ segir Kristján Þór. Reynslan af samningnum við fyrirtækið í Ármúla hefði sýnt að kostnaður ríkisins hefði lækkað um ríflega 6 prósent frá því sem áður var á sjúkrahótelum. Hins vegar væri vaxandi eftirspurn eftir þjónustu við fólk sem þyrfti á umönnun að halda utan sjúkrastofnana. Eftirspurnin eftir þeirri þjónustu hefði aukist á undanförnum árum en um hana giltu aðeins reglugerðir en ekki lög. „Við þurfum að skilgreina á grundvelli vinnu þessa starfshóps hlutverk heilbrigðiskerfisins í þjónustu við sjúklinga sem ekki eru innritaðir á spítala,“ segir Kristján Þór Júlíusson. Alþingi Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að setja lög um heilbrigðisþjónustu við sjúklinga utan heilbrigðisstofnana. Ekki sé sjálfgefið að einkaaðilar geti ekki veitt hagkvæma og góða þjónustu á sjúkrahótelum. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra kom fyrir stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun til að ræða skýrslu Ríkisendurskoðunar um rekstur sjúkrahótelsins í Ármúla og deilur Landsspítalans og Sjúkratrygginga Íslands um reksturinn. Starfshópur á vegum ráðherra er nú að skoða þessi mál og skilar tillögum til hans innan skamms. Hann var m.a. spurður hvort ekki væri tækifæri til að byrja upp á nýtt varðandi rekstur sjúkrahótels nú þegar samningur um rekstur þess í Ármúla væri að renna út. Heilbrigðisráðherra segir í raun um tvenns konar þjónustu að ræða. Annars vegar hótelþjónustu við fólk af landsbyggðinni t.d. sem væri að bíða eftir aðgerðum eða jafna sig eftir aðgerðir en væri að öðru leyti hresst. „En sérhæfingin og sérþekkingin sem verður eðlilega til hér á háskólasjúkrahúsinu kallar líka á að við getum þjónað þetta fólk utan af landi eða jafnvel utan út bæ hér á höfuðborgarsvæðinu. Til að vera í nágrenni við spítalann án þess endilega að liggja þar inni sem sjúklingur,“ segir Kristján Þór. Reynslan af samningnum við fyrirtækið í Ármúla hefði sýnt að kostnaður ríkisins hefði lækkað um ríflega 6 prósent frá því sem áður var á sjúkrahótelum. Hins vegar væri vaxandi eftirspurn eftir þjónustu við fólk sem þyrfti á umönnun að halda utan sjúkrastofnana. Eftirspurnin eftir þeirri þjónustu hefði aukist á undanförnum árum en um hana giltu aðeins reglugerðir en ekki lög. „Við þurfum að skilgreina á grundvelli vinnu þessa starfshóps hlutverk heilbrigðiskerfisins í þjónustu við sjúklinga sem ekki eru innritaðir á spítala,“ segir Kristján Þór Júlíusson.
Alþingi Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira