Tæknirisar styðja við bakið á Apple Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2016 10:55 Forsvarsmenn Apple, Facebook, Google og Twitter. Vísir/EPA Tæknifyrirtæki í Bandaríkjunum raða sér nú upp við hlið Apple í baráttu þeirra við alríkislögregluna. Dómari hefur skipað Apple að brjóta dulkóðun síma árásarmannanna í San Bernardino, svo lögreglan geti nálgast gögn í símanum. Forsvarsmenn fyrirtækja eins Twitter, Google og Facebook hafa lýst yfir stuðningi við stöðu Apple í málinu. Umræddur sími er varinn með fjögurra tölustafa lykilorði, en sé rangt lykilorð slegið inn tíu sinnum læsist síminn að fullu og ómögulegt verður að nálgast gögnin. FBI vill í raun að Apple útbúi hugbúnað sem geri FBI kleyft að komast fram hjá þessu öryggisatriði svo þeir geti prófað allar mögulegar útfærslur á lykilorðinu, án þess að síminn læsist.Apple segir að verði slíkur hugbúnaður búinn til, séu líkur á því að hann gæti lekið og þar með yrði öryggi allra snjallsíma Apple ógnað. Ekki sé til einhver töfralausn til að opna einn síma sem ekki sé hægt að beita gegn öðrum.Nær til alls heimsinsTim Cook, yfirmaður Apple, birti á dögunum bréf til allra viðskiptavina fyrirtækisins vegna málsins. Þar segir hann að krafa dómstólsins ógni öryggi viðskiptavina og snúist um mun meira en rannsóknina á skotárásinni í San Bernardino.Sjá einnig: Apple og FBI í hár saman vegna iPhone síma fjöldamorðingjaApple hefur þar til á þriðjudaginn til að svara ákvörðun dómarans samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.Jack Dorsey, forstjóri Twitter, lýsti nýverið yfir stuðningi við Apple. Hann sagði Twitter standa við bakið á Apple og þakkaði Tim Cook fyrir að leiða baráttuna. Í tilkynningu frá Facebook segir að fyrirtækið muni berjast harðlega gegn því að tæknifyrirtækjum sé skipað að draga úr öryggi neytenda. Þetta gæti verið hræðilegt fordæmi.Sundar Pichai, forstjóri Goole, slær á svipaða strengi og segir að það að neyða fyrirtæki til að hjálpa hökkurum væri ekki gott fyrir neytendur. Gagnrýnendur segja að þessi krafa yfirvalda Bandaríkjanna gæti haft umfangsmiklar afleiðingar. Stjórnvöld annarra ríkja gætu gert sömu kröfur og niðurstaða málsins muni hafa áhrif um allan heim.Jack Dorsey, forstjóri Twitter. We stand with @tim_cook and Apple (and thank him for his leadership)! https://t.co/XrnGC9seZ4— Jack (@jack) February 18, 2016 Sundar Pichai, yfirmaður Google. 1/5 Important post by @tim_cook. Forcing companies to enable hacking could compromise users' privacy— sundarpichai (@sundarpichai) February 17, 2016 Tækni Tengdar fréttir Forstjóri Google tekjuhæstur í Bandaríkjunum Heildarverðmæti hlutabréfa Pichai í fyrirtækinu nemur 650 milljónum dollara, jafnvirði 83 milljarða króna. 9. febrúar 2016 14:34 Apple og FBI í hár saman vegna iPhone síma fjöldamorðingja Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, segir að hugsa þurfi málið til enda. Það geti haft alvarlegar afleiðingar. 17. febrúar 2016 12:24 Mest lesið Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Tæknifyrirtæki í Bandaríkjunum raða sér nú upp við hlið Apple í baráttu þeirra við alríkislögregluna. Dómari hefur skipað Apple að brjóta dulkóðun síma árásarmannanna í San Bernardino, svo lögreglan geti nálgast gögn í símanum. Forsvarsmenn fyrirtækja eins Twitter, Google og Facebook hafa lýst yfir stuðningi við stöðu Apple í málinu. Umræddur sími er varinn með fjögurra tölustafa lykilorði, en sé rangt lykilorð slegið inn tíu sinnum læsist síminn að fullu og ómögulegt verður að nálgast gögnin. FBI vill í raun að Apple útbúi hugbúnað sem geri FBI kleyft að komast fram hjá þessu öryggisatriði svo þeir geti prófað allar mögulegar útfærslur á lykilorðinu, án þess að síminn læsist.Apple segir að verði slíkur hugbúnaður búinn til, séu líkur á því að hann gæti lekið og þar með yrði öryggi allra snjallsíma Apple ógnað. Ekki sé til einhver töfralausn til að opna einn síma sem ekki sé hægt að beita gegn öðrum.Nær til alls heimsinsTim Cook, yfirmaður Apple, birti á dögunum bréf til allra viðskiptavina fyrirtækisins vegna málsins. Þar segir hann að krafa dómstólsins ógni öryggi viðskiptavina og snúist um mun meira en rannsóknina á skotárásinni í San Bernardino.Sjá einnig: Apple og FBI í hár saman vegna iPhone síma fjöldamorðingjaApple hefur þar til á þriðjudaginn til að svara ákvörðun dómarans samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.Jack Dorsey, forstjóri Twitter, lýsti nýverið yfir stuðningi við Apple. Hann sagði Twitter standa við bakið á Apple og þakkaði Tim Cook fyrir að leiða baráttuna. Í tilkynningu frá Facebook segir að fyrirtækið muni berjast harðlega gegn því að tæknifyrirtækjum sé skipað að draga úr öryggi neytenda. Þetta gæti verið hræðilegt fordæmi.Sundar Pichai, forstjóri Goole, slær á svipaða strengi og segir að það að neyða fyrirtæki til að hjálpa hökkurum væri ekki gott fyrir neytendur. Gagnrýnendur segja að þessi krafa yfirvalda Bandaríkjanna gæti haft umfangsmiklar afleiðingar. Stjórnvöld annarra ríkja gætu gert sömu kröfur og niðurstaða málsins muni hafa áhrif um allan heim.Jack Dorsey, forstjóri Twitter. We stand with @tim_cook and Apple (and thank him for his leadership)! https://t.co/XrnGC9seZ4— Jack (@jack) February 18, 2016 Sundar Pichai, yfirmaður Google. 1/5 Important post by @tim_cook. Forcing companies to enable hacking could compromise users' privacy— sundarpichai (@sundarpichai) February 17, 2016
Tækni Tengdar fréttir Forstjóri Google tekjuhæstur í Bandaríkjunum Heildarverðmæti hlutabréfa Pichai í fyrirtækinu nemur 650 milljónum dollara, jafnvirði 83 milljarða króna. 9. febrúar 2016 14:34 Apple og FBI í hár saman vegna iPhone síma fjöldamorðingja Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, segir að hugsa þurfi málið til enda. Það geti haft alvarlegar afleiðingar. 17. febrúar 2016 12:24 Mest lesið Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Forstjóri Google tekjuhæstur í Bandaríkjunum Heildarverðmæti hlutabréfa Pichai í fyrirtækinu nemur 650 milljónum dollara, jafnvirði 83 milljarða króna. 9. febrúar 2016 14:34
Apple og FBI í hár saman vegna iPhone síma fjöldamorðingja Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, segir að hugsa þurfi málið til enda. Það geti haft alvarlegar afleiðingar. 17. febrúar 2016 12:24