Konurnar unnu í kjallaranum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 19. febrúar 2016 10:15 Maðurinn var handtekinn í Vík í Mýrdal í gær. Vísir/Getty „Vitneskjan um þessar konur kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Við vissum ekki af þeim í kjallaranum. Þetta fer að verða eins og í þætti af Ófærð,“ segir Tryggvi Ástþórsson, sveitastjórnarmaður í Vík og varaformaður Verkalýðsfélags Suðurlands. „Það er löngu tímabært að uppræta svona brotastarfsemi á Íslandi, það þarf að koma í veg fyrir að svona þrífist. Í desember lék líka grunur á einhverju óeðlilegu. Þá voru hér tveir eða þrír sem voru ekki skráðir starfsmenn hjá honum heldur á ferðamannapassa. Það fólk fór bara með liðsinni lögreglu. Þessi mál eru líklega aðskild.“ Vísir sagði frá því í gær að maður hefði verið handtekinn vegna gruns um mansal á Vík í Mýrdal.Tryggvi Ástþórsson segir atburðarásina minna á sjónvarpsþættina Ófærð.Ísland er að vakna „En þetta er hryggilegt og ömurlegt fyrir okkar samfélag. Og þess vegna mikilvægt að uppræta þetta, við fordæmum þetta fyrir hönd verkalýðsins. Við erum að vakna upp og átta okkur á því að vinnumansal sé staðreynd á Íslandi. Því miður.“ Maðurinn sem var handtekinn í gær vegna gruns um mansal stýrði saumafyrirtækinu Vonta International sem sér um að sauma fyrir Drífa/IceWear og er undirverktaki þess fyrirtækis. Þetta staðfestir Ágúst Þór Eiríksson framkvæmdastjóri fyrirtækisins. „Þetta tengist ekki okkar fyrirtæki beint. Málið er í rannsókn hjá lögreglu og við viljum ekki tjá okkur um þetta.“Ágúst Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Icewear.Fundust í húsi í bænum Fjölmennt lið lögreglu tók þátt í aðgerðum í Vík vegna málsins. Mansalsteymi höfuðborgarsvæðisins var fengið til aðstoðar og vöktu aðgerðirnar athygli bæjarbúa og vegfarenda. Töldu sumir bæjarbúar að fjöldinn tengdist viðbrögðum lögreglu vegna banaslyss í Reynisfjöru á dögunum. Lögregla hefur staðið vaktina í fjörunni síðan. Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, staðfestir að einn maður sé í haldi lögreglunnar vegna málsins og að grunur leiki á að tvær konur séu þolendur mansals. Talið er að maðurinn hafi haldið þeim í vinnuþrælkun. Fólkið er allt frá Sri Lanka. Lögreglumenn leituðu þolenda mansals sem þeir höfðu fengið ábendingu um að væru nýttir sem þrælar til vinnu. Tvær konur fundust og hafa stöðu þolenda mansals samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu 365. Konurnar fundust í húsi í bænum eftir leit. Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins.Uppfært klukkan 12:30 með upplýsingum um þjóðerni fólksins.Uppfært klukkan 14:10 Ranglega var sagt frá því að konurnar hefðu fundist í kjallara húss. Þær fundust í húsi í bænum en saumastofan var í kjallara hússins. Mansal í Vík Tengdar fréttir Einn í haldi lögreglu vegna mansals í Vík Fjölmennt lið lögreglumanna tók þátt í aðgerðum vegna vinnumansals í Vík í dag. Einn karlmaður er í haldi lögreglu og tvær konur hafa stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 00:01 Grunaður um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun Lögreglan staðfestir að einn maður hafi verið handtekinn vegna málsins og að tvær konur hafi stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 08:32 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
„Vitneskjan um þessar konur kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Við vissum ekki af þeim í kjallaranum. Þetta fer að verða eins og í þætti af Ófærð,“ segir Tryggvi Ástþórsson, sveitastjórnarmaður í Vík og varaformaður Verkalýðsfélags Suðurlands. „Það er löngu tímabært að uppræta svona brotastarfsemi á Íslandi, það þarf að koma í veg fyrir að svona þrífist. Í desember lék líka grunur á einhverju óeðlilegu. Þá voru hér tveir eða þrír sem voru ekki skráðir starfsmenn hjá honum heldur á ferðamannapassa. Það fólk fór bara með liðsinni lögreglu. Þessi mál eru líklega aðskild.“ Vísir sagði frá því í gær að maður hefði verið handtekinn vegna gruns um mansal á Vík í Mýrdal.Tryggvi Ástþórsson segir atburðarásina minna á sjónvarpsþættina Ófærð.Ísland er að vakna „En þetta er hryggilegt og ömurlegt fyrir okkar samfélag. Og þess vegna mikilvægt að uppræta þetta, við fordæmum þetta fyrir hönd verkalýðsins. Við erum að vakna upp og átta okkur á því að vinnumansal sé staðreynd á Íslandi. Því miður.“ Maðurinn sem var handtekinn í gær vegna gruns um mansal stýrði saumafyrirtækinu Vonta International sem sér um að sauma fyrir Drífa/IceWear og er undirverktaki þess fyrirtækis. Þetta staðfestir Ágúst Þór Eiríksson framkvæmdastjóri fyrirtækisins. „Þetta tengist ekki okkar fyrirtæki beint. Málið er í rannsókn hjá lögreglu og við viljum ekki tjá okkur um þetta.“Ágúst Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Icewear.Fundust í húsi í bænum Fjölmennt lið lögreglu tók þátt í aðgerðum í Vík vegna málsins. Mansalsteymi höfuðborgarsvæðisins var fengið til aðstoðar og vöktu aðgerðirnar athygli bæjarbúa og vegfarenda. Töldu sumir bæjarbúar að fjöldinn tengdist viðbrögðum lögreglu vegna banaslyss í Reynisfjöru á dögunum. Lögregla hefur staðið vaktina í fjörunni síðan. Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, staðfestir að einn maður sé í haldi lögreglunnar vegna málsins og að grunur leiki á að tvær konur séu þolendur mansals. Talið er að maðurinn hafi haldið þeim í vinnuþrælkun. Fólkið er allt frá Sri Lanka. Lögreglumenn leituðu þolenda mansals sem þeir höfðu fengið ábendingu um að væru nýttir sem þrælar til vinnu. Tvær konur fundust og hafa stöðu þolenda mansals samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu 365. Konurnar fundust í húsi í bænum eftir leit. Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins.Uppfært klukkan 12:30 með upplýsingum um þjóðerni fólksins.Uppfært klukkan 14:10 Ranglega var sagt frá því að konurnar hefðu fundist í kjallara húss. Þær fundust í húsi í bænum en saumastofan var í kjallara hússins.
Mansal í Vík Tengdar fréttir Einn í haldi lögreglu vegna mansals í Vík Fjölmennt lið lögreglumanna tók þátt í aðgerðum vegna vinnumansals í Vík í dag. Einn karlmaður er í haldi lögreglu og tvær konur hafa stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 00:01 Grunaður um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun Lögreglan staðfestir að einn maður hafi verið handtekinn vegna málsins og að tvær konur hafi stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 08:32 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Einn í haldi lögreglu vegna mansals í Vík Fjölmennt lið lögreglumanna tók þátt í aðgerðum vegna vinnumansals í Vík í dag. Einn karlmaður er í haldi lögreglu og tvær konur hafa stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 00:01
Grunaður um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun Lögreglan staðfestir að einn maður hafi verið handtekinn vegna málsins og að tvær konur hafi stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 08:32