Hinn látni var Kínverji um fertugt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2016 15:11 Stuðlabergið í Reynisfjöru er vinstra megin á myndinni. Mikill munur er á flóði og fjöru hve langt sjórinn nær að berginu. Vísir Ferðamaðurinn sem lét lífið í Reynisfjöru í morgun var Kínverji um fertugt. Fólk sem varð vitni að banaslysinu í Reynisfjöru í morgun lýsir því hvernig hann var í stuðlaberginu í Reynisfjöru þegar stór alda, svokallað ólag, sló honum í bergið. Talið var líklegt að hann hefði rotast við höggið og í kjölfarið sogast með sjónum frá landi. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir ólíklegt að hann hafi rotast en stór alda hafi líklega náð til hans í stuðlaberginu. Maðurinn var kominn nokkur hundruð metra frá landi þegar björgunarmenn náðu til hans. Var hann enn með bakpokann á sér þegar hann var veiddur upp úr sjónum. Veður var nokkuð gott í fjörunni í morgun og lítið brim. Er það til marks um hættuna við bert Atlantshafið þegar ein alda, stærri en hinar, getur náð til ferðamanna með skelfilegum afleiðingum. Maðurinn var á ferð með konu sinni en vitni urðu að því þegar maðurinn barst á haf út. Sveinn Kristján sagði við Vísi í morgun að þeir sem myndu óska eftir því yrði boðin áfallahjáp. Rannsókn lögreglu á slysinu stendur yfir og stendur skýrslutaka á vitnum yfir. Síðast varð banaslys í Reynisfjöru árið 2007 en fólk hefur reglulega verið hætt komið í fjörunni undanfarin ár. Fjölmargir hafa kallað eftir auknu eftirliti eða frekari merkingum í fjörunni. Þar er nú að finna upplýsingaskilti með aðvörunartexta á nokkrum tungumálum. Um er að ræða stíginn sem liggur frá bílaplaninu og niður í fjöru og flestir fararstjórar fara með fólk sitt um. Bílaplanið er afmarkað með grjóti en dæmi eru um að fólk gangi ekki stíginn heldur vaði beint niður í fjöru og sjái þar af leiðandi ekki skiltið.Uppfært klukkan 16:15Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að þó nokkur vitni hefðu orðið að slysinu. Þau munu hins vegar aðeins hafa verið tvö. Tengdar fréttir Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn, björgunarskip, sjúkralið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út um klukkan 10.30 vegna alvarlegs slyss 10. febrúar 2016 11:05 „Gæti orðið annað banaslys hér á morgun“ Ferðamenn hafa undanfarið ítrekað komist í stórhættu í Reynisfjöru og varð banaslys þar í morgun. 10. febrúar 2016 12:48 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Innlent Fleiri fréttir Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Sjá meira
Ferðamaðurinn sem lét lífið í Reynisfjöru í morgun var Kínverji um fertugt. Fólk sem varð vitni að banaslysinu í Reynisfjöru í morgun lýsir því hvernig hann var í stuðlaberginu í Reynisfjöru þegar stór alda, svokallað ólag, sló honum í bergið. Talið var líklegt að hann hefði rotast við höggið og í kjölfarið sogast með sjónum frá landi. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir ólíklegt að hann hafi rotast en stór alda hafi líklega náð til hans í stuðlaberginu. Maðurinn var kominn nokkur hundruð metra frá landi þegar björgunarmenn náðu til hans. Var hann enn með bakpokann á sér þegar hann var veiddur upp úr sjónum. Veður var nokkuð gott í fjörunni í morgun og lítið brim. Er það til marks um hættuna við bert Atlantshafið þegar ein alda, stærri en hinar, getur náð til ferðamanna með skelfilegum afleiðingum. Maðurinn var á ferð með konu sinni en vitni urðu að því þegar maðurinn barst á haf út. Sveinn Kristján sagði við Vísi í morgun að þeir sem myndu óska eftir því yrði boðin áfallahjáp. Rannsókn lögreglu á slysinu stendur yfir og stendur skýrslutaka á vitnum yfir. Síðast varð banaslys í Reynisfjöru árið 2007 en fólk hefur reglulega verið hætt komið í fjörunni undanfarin ár. Fjölmargir hafa kallað eftir auknu eftirliti eða frekari merkingum í fjörunni. Þar er nú að finna upplýsingaskilti með aðvörunartexta á nokkrum tungumálum. Um er að ræða stíginn sem liggur frá bílaplaninu og niður í fjöru og flestir fararstjórar fara með fólk sitt um. Bílaplanið er afmarkað með grjóti en dæmi eru um að fólk gangi ekki stíginn heldur vaði beint niður í fjöru og sjái þar af leiðandi ekki skiltið.Uppfært klukkan 16:15Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að þó nokkur vitni hefðu orðið að slysinu. Þau munu hins vegar aðeins hafa verið tvö.
Tengdar fréttir Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn, björgunarskip, sjúkralið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út um klukkan 10.30 vegna alvarlegs slyss 10. febrúar 2016 11:05 „Gæti orðið annað banaslys hér á morgun“ Ferðamenn hafa undanfarið ítrekað komist í stórhættu í Reynisfjöru og varð banaslys þar í morgun. 10. febrúar 2016 12:48 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Innlent Fleiri fréttir Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Sjá meira
Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn, björgunarskip, sjúkralið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út um klukkan 10.30 vegna alvarlegs slyss 10. febrúar 2016 11:05
„Gæti orðið annað banaslys hér á morgun“ Ferðamenn hafa undanfarið ítrekað komist í stórhættu í Reynisfjöru og varð banaslys þar í morgun. 10. febrúar 2016 12:48