Rannsókn á NFL-leikstjórnandanum Johnny Manziel stendur enn yfir en hann gekk í skrokk á unnustu sinni.
Rannsóknarlögreglan í Dallas hefur nú fengið læknaskýrslur unnustunnar en þar kemur fram að hún hafi misst heyrn á öðru eyranu við barsmíðarnar. Heyrnin er enn skert í dag.
Unnustan, Colleen Crowley, sagði við yfirheyrslur að Manziel hefði slegið hana ítrekað. Manziel er einnig sakaður um að hafa síðan dregið hana inn í bíl og hótað að drepa þau bæði.
Þessi uppákoma endaði með því að lögreglan leitaði að Manziel í þyrlu. Ekki er enn búið að ákæra Manziel vegna líkamsárásarinnar.
Hann leikur með Cleveland Browns í NFL-deildinni en félagið er sagt ætla að losa sig við hann.

