Segir umhverfisráðherra fara með rangt mál Heimir Már Pétursson skrifar 19. febrúar 2016 12:32 Stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags undrast fullyrðingar umhverfisráðherra um að Landstólpi eigi að bera kostnað af niðurrifi og uppbyggingu á gömlum hafnargarði á lóð félagsins á Hafnartorgi. Ekki komi til greina að fyrirtækið taki þennan kostnað á sig. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra svaraði í gær skriflegri fyrirspurn Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur þingmanns Samfylkingarinnar um kostnað ríkisins við að færa hafnargarð fráárinu 1928 á lóðinni á Hafnartorgi, geymslu steinanna og síðan við að færa hann aftur á upprunalegan stað. Í svari ráðherra segir að samkvæmt samkomulagi Minjastofnunar Íslands og Landstólpa þróunarfélags fráþvíí nóvember sé Landstólpa veitt heimild til að taka niður tímabundið hafnargarða á lóð Austurbakka í Reykjavík og endurhlaða þá samkvæmt skilyrðum sem tilgreind séu í samkomulaginu. Samkomulagið gerir ráð fyrir að framkvæmdaraðilinn annist þessar framkvæmdir og ber hann því einnig þann kostnað sem þær hafi í för með sér. Minjastofnun Íslands muni hins vegar bera launakostnað vegna eftirlits stofnunarinnar með framkvæmdum. Gísli Steinar Gíslason stjórnarformaður Landstólpa segir þetta ekki rétt hjá ráðherra. „Það er rétt. Við erum svolítið hissa áþessum ummælum. Þetta samkomulag sem við gerðum við Minjastofnun lýtur aðallega að verklagi við vernd garðanna,“ segir Gísli Steinar. Þar vísi Landstólpi einnig til bréfs til ráðuneytisins þess efnis að með inngripi þess með friðun tveggja hafnargarða í grunninum taki stjórnvöld á sig kostnaðinn við það. En um er að ræða tvo hafnargarða, annan sem er um hundrað ára og hinn sem er frá árinu 1928 og nýtur því ekki sjálfkrafa friðunar samkvæmt lögum. „En þessi yngri garður var og er ekki hundrað ára. Þar af leiðandi steig ráðherra inn og friðaði hann. Þar með er hann að taka kostnaðinn á sig,“ segir Gísli Steinar. Þetta hafi ekki áhrif á viðræður sem fyrirtækið eigi í við forsætisráðuneytið um útlit og nýtingu þeirra húsa sem stendur til að reisa á lóðinni. Kostnaðurinn við niðurrif, færslu, geymslu og uppsetningu á hafnargarðinum frá árinu 1928 hlaupi á hundruðum milljóna. Umhverfisráðherra sé að misskilja staðreyndir málsins. „Já, það hlýtur bara að vera. Þetta er alveg augljóst. Þegar þú tekur eitthvað mannvirki sem ekki nýtur sjálfkrafa friðunar út af aldri; þessari hundrað ára reglu, ertu með klárt inngrip og ert þá að bera kostnaðinn af því í leiðinni. Þannig að þetta hlýtur að vera á misskilningi byggt,“ segir Gísli Steinar Gíslason. Alþingi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
Stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags undrast fullyrðingar umhverfisráðherra um að Landstólpi eigi að bera kostnað af niðurrifi og uppbyggingu á gömlum hafnargarði á lóð félagsins á Hafnartorgi. Ekki komi til greina að fyrirtækið taki þennan kostnað á sig. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra svaraði í gær skriflegri fyrirspurn Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur þingmanns Samfylkingarinnar um kostnað ríkisins við að færa hafnargarð fráárinu 1928 á lóðinni á Hafnartorgi, geymslu steinanna og síðan við að færa hann aftur á upprunalegan stað. Í svari ráðherra segir að samkvæmt samkomulagi Minjastofnunar Íslands og Landstólpa þróunarfélags fráþvíí nóvember sé Landstólpa veitt heimild til að taka niður tímabundið hafnargarða á lóð Austurbakka í Reykjavík og endurhlaða þá samkvæmt skilyrðum sem tilgreind séu í samkomulaginu. Samkomulagið gerir ráð fyrir að framkvæmdaraðilinn annist þessar framkvæmdir og ber hann því einnig þann kostnað sem þær hafi í för með sér. Minjastofnun Íslands muni hins vegar bera launakostnað vegna eftirlits stofnunarinnar með framkvæmdum. Gísli Steinar Gíslason stjórnarformaður Landstólpa segir þetta ekki rétt hjá ráðherra. „Það er rétt. Við erum svolítið hissa áþessum ummælum. Þetta samkomulag sem við gerðum við Minjastofnun lýtur aðallega að verklagi við vernd garðanna,“ segir Gísli Steinar. Þar vísi Landstólpi einnig til bréfs til ráðuneytisins þess efnis að með inngripi þess með friðun tveggja hafnargarða í grunninum taki stjórnvöld á sig kostnaðinn við það. En um er að ræða tvo hafnargarða, annan sem er um hundrað ára og hinn sem er frá árinu 1928 og nýtur því ekki sjálfkrafa friðunar samkvæmt lögum. „En þessi yngri garður var og er ekki hundrað ára. Þar af leiðandi steig ráðherra inn og friðaði hann. Þar með er hann að taka kostnaðinn á sig,“ segir Gísli Steinar. Þetta hafi ekki áhrif á viðræður sem fyrirtækið eigi í við forsætisráðuneytið um útlit og nýtingu þeirra húsa sem stendur til að reisa á lóðinni. Kostnaðurinn við niðurrif, færslu, geymslu og uppsetningu á hafnargarðinum frá árinu 1928 hlaupi á hundruðum milljóna. Umhverfisráðherra sé að misskilja staðreyndir málsins. „Já, það hlýtur bara að vera. Þetta er alveg augljóst. Þegar þú tekur eitthvað mannvirki sem ekki nýtur sjálfkrafa friðunar út af aldri; þessari hundrað ára reglu, ertu með klárt inngrip og ert þá að bera kostnaðinn af því í leiðinni. Þannig að þetta hlýtur að vera á misskilningi byggt,“ segir Gísli Steinar Gíslason.
Alþingi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira