Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Keflavík 103-87 | KR-ingar sendu sterk skilaboð með stórsigri Kristinn Páll Teitsson í DHL-höllinni skrifar 19. febrúar 2016 22:15 Pavel Ermolinskij barðist í kvöld og var grátlega nálægt þrennu. vísir/anton brink KR-ingar kafsigldu Keflvíkinga á upphafsmínútunum í 103-87 sigri í lokaleik 18. umferðar í Dominos-deild karla í kvöld. KR-ingar leiddu með 20 stigum að fyrsta leikhluta loknum og héldu öruggu forskoti allt til loka leiksins. Áttu flestir von á spennandi leik milli toppliðanna tveggja en KR-ingar voru ekki lengi að ná yfirhöndinni á heimavelli í kvöld.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í DHL-höllinni í kvöld og tók myndirnar sem fylgja umfjölluninni. Náðu KR-ingar 20 stiga forskoti í fyrsta leikhluta og mest 28 stiga forskoti í leiknum en Keflvíkingar áttu fá svör við öflugum sóknar- og varnarleik KR framan af. Með sigrinum nær KR fjögurra stiga forskoti á toppi Dominos-deildarinnar ásamt því að vera með yfirhöndina í innbyrðis viðureignunum gegn Keflavík þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir. Var um að ræða toppslag af bestu gerð en liðin tvö sátu í efstu sætum deildarinnar fyrir leik kvöldsins. Með sigri í kvöld gátu KR-ingar stigið stórt skref í átt að því að tryggja sér heimavallarétt í úrslitakeppninni en Keflvíkingar gátu jafnað KR-inga að stigum með sigri. Keflavík vann fyrri leik liðanna í Keflavík með átta stigum, 89-81 og gátu KR-ingar því náð yfirhöndinni í innbyrðis viðureigninni með stórum sigri í kvöld. Það mátti ekki sjá neina bikarþreytu hjá KR-ingum í upphafi leiks sem einfaldlega keyrðu yfir Keflvíkinga á upphafsmínútunum. Varnarleikur liðsins hélt vel og sóknarleikur liðsins gekk eins og smurð vél. Keflvíkingar áttu í stökustu vandræðum með Michael Craion undir körfunni og hann var duglegur að koma boltanum út á liðsfélaga sína sem voru að hitta vel úr þriggja stiga skotunum. Fór svo að KR-ingar leiddu verðskuldað með tuttugu stigum að fyrsta leikhluta loknum, 36-16 en Keflvíkingar virtust engin svör eiga gegn sterkri vörn heimamanna sem hélt Jerome Hill stigalausum í fyrsta leikhluta. Hill átti eftir að láta til sín taka í öðrum leikhluta en Keflvíkingum tókst að nýta sér villuvandræði Craion og minnka muninn niður í þrettán stig um miðbik annars leikhluta.Craion var stigahæstur í liði KR í kvöld.Vísir/AntonÞá byrjaði KR-vélin að malla á ný og KR-ingar náðu aftur átján stiga forskoti undir lok fyrri hálfleiks 57-39. Héldu vandræði Keflvíkinga inn í vítateig KR-inga áfram en Keflavík var aðeins með 27% nýtingu innan þriggja stiga línunnar í fyrri hálfleik. Líkt og oft áður í vetur settu KR-ingar í gír í þriðja leikhluta og voru komnir með 26 stiga forskot fyrir lokaleikhlutann 84-58. KR-ingar áttu einfaldlega svör við öllu því sem Keflavík reyndi í leikhlutanum og virtist gera út um leikinn fyrir lokaleikhlutann. Liðin héldu sínum bestu mönnum inni allan fjórða leikhluta þrátt fyrir að úrslitin væru ráðin og var barist fram á lokasekúndur leiksins en holan sem Keflvíkingar grófu sér í upphafi reyndist einfaldlega of stór til að vinna upp. KR-ingar fögnuðu að lokum 16 stiga sigri en KR er nú með fjögurra stiga forskot og þurfa aðeins að vinna tvo af síðustu fjórum leikjum liðsins til þess að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. Craion var atkvæðamestur í liði KR með með 21 stig en Pavel Ermolinskij var hársbreidd frá þrefaldri tvennu með 13 stig, 13 fráköst, 9 stoðsendingar og þrjú varin skot. Í liði Keflavíkur var það Jerome Hill sem fór fyrir liðinu með 17 stig og 18 fráköst en fyrir utan annan leikhluta þegar Craion var í villuvandræðum náði hann sér ekki á strik í kvöld.KR-Keflavík 103-87 (36-16, 21-23, 27-19, 19-29)KR: Michael Craion 21/5 fráköst/3 varin skot, Helgi Már Magnússon 18, Pavel Ermolinskij 13/13 fráköst/9 stoðsendingar/3 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 12/4 fráköst/5 stoðsendingar, Ægir Þór Steinarsson 11, Darri Hilmarsson 10/4 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 7, Björn Kristjánsson 6/6 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 5/4 fráköst.Keflavík: Jerome Hill 17/18 fráköst/6 stoðsendingar, Guðmundur Jónsson 14/8 fráköst, Reggie Dupree 12, Magnús Þór Gunnarsson 11, Valur Orri Valsson 11/5 stoðsendingar, Andrés Kristleifsson 7, Magnús Már Traustason 6, Davíð Páll Hermannsson 4, Ágúst Orrason 3, Andri Daníelsson 2.Finnur gefur skipanir inn á völlinn.Vísir/AntonFinnur: Settum tóninn strax í byrjun „Við settum tóninn strax í byrjun í vörninni, þeir áttu erfitt með að skora en náðu að halda sér inn í þessu með erfiðum skotum. Heilt yfir fannst mér þetta aldrei í hættu,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, sáttur að leikslokum. Með sigrinum í kvöld gekk KR langt með að tryggja sér deildarmeistaratitilinn þegar fjórar umferðir eru eftir. „Við erum búnir að setja okkur í góða stöðu, sérstaklega eftir að Stjarnan tapaði um daginn en við þurfum að halda áfram að bæta okkur. Þetta var bara einn leikur af 22 og við þurfum að undirbúa okkur fyrir úrslitakeppnina sem er framundan. Við getum ekkert slakað á þótt að við séum í góðri stöðu.“ Sigurinn í kvöld tryggði það að KR hafði betur í innbyrðis viðureignum liðanna í vetur og þarf KR því að tapa þremur af síðustu fjórum til þess að önnur lið eigi möguleika á að stela deildarmeistaratitilinum. „Við vissum hvað við þyrftum að gera til þess að ná því. Fyrsta markmiðið var að vinna leikinn og við vildum klára þetta svona en þetta er leiðinleg regla að mínu mati,“ sagði Finnur og bætti við: „Fjórði leikhlutinn fer út í eitthvað rugl, við fórum að halda í stað þess að leikurinn væri búinn og við gætum leyft bekknum að spila en svona er þetta. Keflavík átti góðar rispur þarna í fjórða leikhluta.“ Finnur hrósaði vinnuframlagi leikmanna sinna í kvöld. „Ægir var að ná að loka vel á Val og okkur tókst vel að loka á þá í teignum en þeir voru að fá mikið af langskotum. Keflavík er með lið sem getur hitt úr þessum skotum og þeir fengu stigin sín þar í kvöld.“Sigurður: Skotnýtingin var bara grín „Þetta var arfaslakt. Við létum þá líta of vel út. Þeir eru góðir en þeir eru ekki svona góðir,“ sagði Sigurður Ingimundarsson, þjálfari Keflavíkur, svekktur að leikslokum. „Við létum þá líta fáránlega vel út í fyrsta leikhluta og við vorum gjörsamlega á hælunum. Við spiluðum aðeins betur í seinni hálfleik en það vantaði helling upp á.“ Sigurður kunni ekki skýringu á því hvað hefði farið úrskeiðis í upphafi. „Við erum með þannig lið að þegar það er ekki allt að ganga upp getum spilað mjög illa. Við þurfum að vera í botni og gera allt á fullu því annars erum við ekkert góðir. Það hefur komið í ljós áður í tapleikjunum okkar,“ sagði Sigurður sem var fljótur að týna saman hluti aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis. „Við eigum í basli undir körfunni og svo vorum við að gefa þeim frí skot þar fyrir utan. Við vorum bara seinir og kraftlausir í byrjun og þá spilum við ekki vel.“ Sigurður var ekki ánægður með skotnýtingu sinna manna en Keflavík átti í stökustu vandræðum inn í teignum. „Þetta var bara grín, ég veit ekki hvað nokkrir leikmenn voru að gera þarna. Þeir spiluðu vissulega fína vörn og þeir eru góðir en þetta var í huganum á mínum mönnum.“ Liðin léku á sínum bestu mönnum allt til loka en Keflavík reyndi að saxa á forskot KR til þess að hafa betur í innbyrðis viðureignunum. „Það er ekki hægt að taka það af þeim að þeir börðust í seinni hálfleik en það var einfaldlega of lítið og of seint.“ Sigurður vildi ekki kenna ákvörðun liðsins um að skipta um erlendann leikmann á dögunum um slakt gengi liðsins í síðustu tveimur leikjum. „Alls ekkert, við erum mjög ánægðir með þá ákvörðun og þetta tengist honum ekkert. Það er ekki hægt að sakast við hann yfir þessu,“ sagði Sigurður.Brynjar sækir hér í átt að körfu Keflavíkinga í kvöld.Vísir/AntonBrynjar Þór: Vorum miklu betri allan leikinn „Tölurnar segja ekkert um þennan leik, við vorum miklu betri allan leikinn. Við komum gífurlega einbeittir inn í leikinn og ætluðum að vinna þennan leik með meira en níu stigum. Ég er mjög ánægður með það hvernig strákarnir komu inn í þetta verkefni,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, sáttur að leikslokum. Það mátti ekki sjá neina bikarþreytu hjá KR-ingum eftir að hafa hampað bikarmeistaratitlinum á laugardaginn. „Það var fínt að fá alvöru leik eftir bikarleikinn. Það var smá bikarþynnka á mánudaginn en þegar við vissum að næsti leikurinn væri gegn Keflavík upp á deildarmeistaratitilinn voru menn aftur klárir í slaginn,“ sagði Brynjar léttur sem telur titilinn vera í höfn. „Við erum ekkert að fara að tapa 3 af síðustu fjórum leikjum liðsins. Við getum verið kokhraustir með það að tölfræðin segir að við erum að fara að enda í efsta sæti. Við erum ofboðslega sáttir með að losna við liðin í 3-7 sæti í fyrsta leik í úrslitakeppninni.“ KR-ingar gengu langt með að tryggja sér heimavallarrétt í úrslitakeppninni í kvöld með sigrinum. „Það er gríðarlegur kostur, sérstaklega ef við förum í oddaleik. Í fyrra gegn Njarðvík var það stuðningurinn hérna á heimavelli sem fleytti okkur alla leið þótt að við séum góðir á útivelli. Við höfum verið að vinna 85% útileikjanna síðustu árin, það er ágætis tölfræði.“ Brynjar varð í kvöld leikjahæsti leikmaðurinn í sögu KR er hann lék sinn 388. leik fyrir félagið. Magnað afrek hjá Brynjari sem er aðeins 27 ára gamall. „Líkaminn er í flottu standi, ég er ekki orðinn 28 ára og á nóg eftir. Ég er ákaflega stoltur af þessum áfanga og ég var ekki á því að tapa þessum leik í kvöld. Þetta er aðeins eftirminnilegra en 200. leikurinn í efstu deild,“ sagði Brynjar sem mundi eftir fyrsta leiknum. „Ég var 16 ára og það var einmitt gegn Keflavík í Sláturhúsinu. Fyrsti og eini leikurinn á ferlinum sem ég var rekinn úr húsinu. Það er alltaf hart barist gegn Keflavík og alltaf gaman að mæta þeim, sérstaklega þegar þetta er toppslagur.“Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira
KR-ingar kafsigldu Keflvíkinga á upphafsmínútunum í 103-87 sigri í lokaleik 18. umferðar í Dominos-deild karla í kvöld. KR-ingar leiddu með 20 stigum að fyrsta leikhluta loknum og héldu öruggu forskoti allt til loka leiksins. Áttu flestir von á spennandi leik milli toppliðanna tveggja en KR-ingar voru ekki lengi að ná yfirhöndinni á heimavelli í kvöld.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í DHL-höllinni í kvöld og tók myndirnar sem fylgja umfjölluninni. Náðu KR-ingar 20 stiga forskoti í fyrsta leikhluta og mest 28 stiga forskoti í leiknum en Keflvíkingar áttu fá svör við öflugum sóknar- og varnarleik KR framan af. Með sigrinum nær KR fjögurra stiga forskoti á toppi Dominos-deildarinnar ásamt því að vera með yfirhöndina í innbyrðis viðureignunum gegn Keflavík þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir. Var um að ræða toppslag af bestu gerð en liðin tvö sátu í efstu sætum deildarinnar fyrir leik kvöldsins. Með sigri í kvöld gátu KR-ingar stigið stórt skref í átt að því að tryggja sér heimavallarétt í úrslitakeppninni en Keflvíkingar gátu jafnað KR-inga að stigum með sigri. Keflavík vann fyrri leik liðanna í Keflavík með átta stigum, 89-81 og gátu KR-ingar því náð yfirhöndinni í innbyrðis viðureigninni með stórum sigri í kvöld. Það mátti ekki sjá neina bikarþreytu hjá KR-ingum í upphafi leiks sem einfaldlega keyrðu yfir Keflvíkinga á upphafsmínútunum. Varnarleikur liðsins hélt vel og sóknarleikur liðsins gekk eins og smurð vél. Keflvíkingar áttu í stökustu vandræðum með Michael Craion undir körfunni og hann var duglegur að koma boltanum út á liðsfélaga sína sem voru að hitta vel úr þriggja stiga skotunum. Fór svo að KR-ingar leiddu verðskuldað með tuttugu stigum að fyrsta leikhluta loknum, 36-16 en Keflvíkingar virtust engin svör eiga gegn sterkri vörn heimamanna sem hélt Jerome Hill stigalausum í fyrsta leikhluta. Hill átti eftir að láta til sín taka í öðrum leikhluta en Keflvíkingum tókst að nýta sér villuvandræði Craion og minnka muninn niður í þrettán stig um miðbik annars leikhluta.Craion var stigahæstur í liði KR í kvöld.Vísir/AntonÞá byrjaði KR-vélin að malla á ný og KR-ingar náðu aftur átján stiga forskoti undir lok fyrri hálfleiks 57-39. Héldu vandræði Keflvíkinga inn í vítateig KR-inga áfram en Keflavík var aðeins með 27% nýtingu innan þriggja stiga línunnar í fyrri hálfleik. Líkt og oft áður í vetur settu KR-ingar í gír í þriðja leikhluta og voru komnir með 26 stiga forskot fyrir lokaleikhlutann 84-58. KR-ingar áttu einfaldlega svör við öllu því sem Keflavík reyndi í leikhlutanum og virtist gera út um leikinn fyrir lokaleikhlutann. Liðin héldu sínum bestu mönnum inni allan fjórða leikhluta þrátt fyrir að úrslitin væru ráðin og var barist fram á lokasekúndur leiksins en holan sem Keflvíkingar grófu sér í upphafi reyndist einfaldlega of stór til að vinna upp. KR-ingar fögnuðu að lokum 16 stiga sigri en KR er nú með fjögurra stiga forskot og þurfa aðeins að vinna tvo af síðustu fjórum leikjum liðsins til þess að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. Craion var atkvæðamestur í liði KR með með 21 stig en Pavel Ermolinskij var hársbreidd frá þrefaldri tvennu með 13 stig, 13 fráköst, 9 stoðsendingar og þrjú varin skot. Í liði Keflavíkur var það Jerome Hill sem fór fyrir liðinu með 17 stig og 18 fráköst en fyrir utan annan leikhluta þegar Craion var í villuvandræðum náði hann sér ekki á strik í kvöld.KR-Keflavík 103-87 (36-16, 21-23, 27-19, 19-29)KR: Michael Craion 21/5 fráköst/3 varin skot, Helgi Már Magnússon 18, Pavel Ermolinskij 13/13 fráköst/9 stoðsendingar/3 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 12/4 fráköst/5 stoðsendingar, Ægir Þór Steinarsson 11, Darri Hilmarsson 10/4 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 7, Björn Kristjánsson 6/6 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 5/4 fráköst.Keflavík: Jerome Hill 17/18 fráköst/6 stoðsendingar, Guðmundur Jónsson 14/8 fráköst, Reggie Dupree 12, Magnús Þór Gunnarsson 11, Valur Orri Valsson 11/5 stoðsendingar, Andrés Kristleifsson 7, Magnús Már Traustason 6, Davíð Páll Hermannsson 4, Ágúst Orrason 3, Andri Daníelsson 2.Finnur gefur skipanir inn á völlinn.Vísir/AntonFinnur: Settum tóninn strax í byrjun „Við settum tóninn strax í byrjun í vörninni, þeir áttu erfitt með að skora en náðu að halda sér inn í þessu með erfiðum skotum. Heilt yfir fannst mér þetta aldrei í hættu,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, sáttur að leikslokum. Með sigrinum í kvöld gekk KR langt með að tryggja sér deildarmeistaratitilinn þegar fjórar umferðir eru eftir. „Við erum búnir að setja okkur í góða stöðu, sérstaklega eftir að Stjarnan tapaði um daginn en við þurfum að halda áfram að bæta okkur. Þetta var bara einn leikur af 22 og við þurfum að undirbúa okkur fyrir úrslitakeppnina sem er framundan. Við getum ekkert slakað á þótt að við séum í góðri stöðu.“ Sigurinn í kvöld tryggði það að KR hafði betur í innbyrðis viðureignum liðanna í vetur og þarf KR því að tapa þremur af síðustu fjórum til þess að önnur lið eigi möguleika á að stela deildarmeistaratitilinum. „Við vissum hvað við þyrftum að gera til þess að ná því. Fyrsta markmiðið var að vinna leikinn og við vildum klára þetta svona en þetta er leiðinleg regla að mínu mati,“ sagði Finnur og bætti við: „Fjórði leikhlutinn fer út í eitthvað rugl, við fórum að halda í stað þess að leikurinn væri búinn og við gætum leyft bekknum að spila en svona er þetta. Keflavík átti góðar rispur þarna í fjórða leikhluta.“ Finnur hrósaði vinnuframlagi leikmanna sinna í kvöld. „Ægir var að ná að loka vel á Val og okkur tókst vel að loka á þá í teignum en þeir voru að fá mikið af langskotum. Keflavík er með lið sem getur hitt úr þessum skotum og þeir fengu stigin sín þar í kvöld.“Sigurður: Skotnýtingin var bara grín „Þetta var arfaslakt. Við létum þá líta of vel út. Þeir eru góðir en þeir eru ekki svona góðir,“ sagði Sigurður Ingimundarsson, þjálfari Keflavíkur, svekktur að leikslokum. „Við létum þá líta fáránlega vel út í fyrsta leikhluta og við vorum gjörsamlega á hælunum. Við spiluðum aðeins betur í seinni hálfleik en það vantaði helling upp á.“ Sigurður kunni ekki skýringu á því hvað hefði farið úrskeiðis í upphafi. „Við erum með þannig lið að þegar það er ekki allt að ganga upp getum spilað mjög illa. Við þurfum að vera í botni og gera allt á fullu því annars erum við ekkert góðir. Það hefur komið í ljós áður í tapleikjunum okkar,“ sagði Sigurður sem var fljótur að týna saman hluti aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis. „Við eigum í basli undir körfunni og svo vorum við að gefa þeim frí skot þar fyrir utan. Við vorum bara seinir og kraftlausir í byrjun og þá spilum við ekki vel.“ Sigurður var ekki ánægður með skotnýtingu sinna manna en Keflavík átti í stökustu vandræðum inn í teignum. „Þetta var bara grín, ég veit ekki hvað nokkrir leikmenn voru að gera þarna. Þeir spiluðu vissulega fína vörn og þeir eru góðir en þetta var í huganum á mínum mönnum.“ Liðin léku á sínum bestu mönnum allt til loka en Keflavík reyndi að saxa á forskot KR til þess að hafa betur í innbyrðis viðureignunum. „Það er ekki hægt að taka það af þeim að þeir börðust í seinni hálfleik en það var einfaldlega of lítið og of seint.“ Sigurður vildi ekki kenna ákvörðun liðsins um að skipta um erlendann leikmann á dögunum um slakt gengi liðsins í síðustu tveimur leikjum. „Alls ekkert, við erum mjög ánægðir með þá ákvörðun og þetta tengist honum ekkert. Það er ekki hægt að sakast við hann yfir þessu,“ sagði Sigurður.Brynjar sækir hér í átt að körfu Keflavíkinga í kvöld.Vísir/AntonBrynjar Þór: Vorum miklu betri allan leikinn „Tölurnar segja ekkert um þennan leik, við vorum miklu betri allan leikinn. Við komum gífurlega einbeittir inn í leikinn og ætluðum að vinna þennan leik með meira en níu stigum. Ég er mjög ánægður með það hvernig strákarnir komu inn í þetta verkefni,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, sáttur að leikslokum. Það mátti ekki sjá neina bikarþreytu hjá KR-ingum eftir að hafa hampað bikarmeistaratitlinum á laugardaginn. „Það var fínt að fá alvöru leik eftir bikarleikinn. Það var smá bikarþynnka á mánudaginn en þegar við vissum að næsti leikurinn væri gegn Keflavík upp á deildarmeistaratitilinn voru menn aftur klárir í slaginn,“ sagði Brynjar léttur sem telur titilinn vera í höfn. „Við erum ekkert að fara að tapa 3 af síðustu fjórum leikjum liðsins. Við getum verið kokhraustir með það að tölfræðin segir að við erum að fara að enda í efsta sæti. Við erum ofboðslega sáttir með að losna við liðin í 3-7 sæti í fyrsta leik í úrslitakeppninni.“ KR-ingar gengu langt með að tryggja sér heimavallarrétt í úrslitakeppninni í kvöld með sigrinum. „Það er gríðarlegur kostur, sérstaklega ef við förum í oddaleik. Í fyrra gegn Njarðvík var það stuðningurinn hérna á heimavelli sem fleytti okkur alla leið þótt að við séum góðir á útivelli. Við höfum verið að vinna 85% útileikjanna síðustu árin, það er ágætis tölfræði.“ Brynjar varð í kvöld leikjahæsti leikmaðurinn í sögu KR er hann lék sinn 388. leik fyrir félagið. Magnað afrek hjá Brynjari sem er aðeins 27 ára gamall. „Líkaminn er í flottu standi, ég er ekki orðinn 28 ára og á nóg eftir. Ég er ákaflega stoltur af þessum áfanga og ég var ekki á því að tapa þessum leik í kvöld. Þetta er aðeins eftirminnilegra en 200. leikurinn í efstu deild,“ sagði Brynjar sem mundi eftir fyrsta leiknum. „Ég var 16 ára og það var einmitt gegn Keflavík í Sláturhúsinu. Fyrsti og eini leikurinn á ferlinum sem ég var rekinn úr húsinu. Það er alltaf hart barist gegn Keflavík og alltaf gaman að mæta þeim, sérstaklega þegar þetta er toppslagur.“Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira