Segir framkomu Eyglóar og Vigdísar gagnvart starfsmönnum fjármálaráðuneytisins óásættanlega Aðalsteinn Kjartansson skrifar 2. febrúar 2016 16:09 Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra, kemur starfsmönnum fjármálaráðuneytisins til varnar. Vísir/Vilhelm/Daníel Oddný G. Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, segir að þær Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, ættu að skammast sín fyrir ummæli um embættismenn fjármálaráðuneytisins.Embættismenn gátu ekki varið sig Nefndi Oddný að Eygló hefði sent starfsmönnum ráðuneytisins orkustangir með kveðju og með því hefði hún vilja láta menn halda að það væri leti starfsmanna fjármálaráðuneytisins að kenna að húsnæðisfrumvörp hennar væru ekki komi fram. „En það er fjarri sanni,“ sagði Oddný. „Embættismenn ráðuneytisins gátu hins vegar ekki varið sig fyrir þessari lágkúrulegu árás og það vissi hæstvirtur ráðherra mætavel. Hæstvirtur húsnæðis- og félagsmálaráðherra þorði ekki að tala við hæstvirtan fjármálaráðherra sjálfan og réðst því að varnarlausum starfsmönnum ráðuneytisins,“ sagði hún í ræðu sinni, sem var undir liðnum störf þingsins.Þingið ræður skjölunum Vék hún þá að ummælum Vigdísar í þættinum Bítið á Bylgjunni í gær „að hún teldi að embættismenn fjármálaráðuneytisins hefðu framið glæp í formi skjalafals og það hvernig meðferð skjala hér á Alþingi sem varða endurreisn bankakerfisins eftir hrun og aðgengi háttvirtra þingmanna að þeim sé runnið undan rifjum embættismannanna.“ Sagðist Oddný getað leiðrétt Vigdísi bæði hratt og vel enda væri það þingið sem réði meðferð skjalanna. „Háttvirtur þingmaður Vigdís Hauksdóttir þorir ekki að ráðast beint að fjármálaráðherrum síðasta kjörtímabils en sakar embættismenn um óheiðarleika með dylgjum í fjölmiðlum og vill notfæra sér þá tortryggni sem enn ríkir í samfélaginu til að þyrla upp ryki,“ sagði hún. „Mér finnst framkoma þeirra beggja gagnvart starfsmönnum fjármálaráðuneytisins óásættanleg, auk þess sem hún er lítilmannlega. Það eru ráðherrar sem fara með ábyrgð og þangað á að beina spjótum en ekki að embættismönnum sem geta ekki varið sig fyrir slíkum rógi og árásum,“ sagði hún og bætti við að í öðrum lýðræðislöndum segðu menn af sér fyrir minni sakir. Stjórnmálavísir Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Fleiri fréttir Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Sjá meira
Oddný G. Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, segir að þær Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, ættu að skammast sín fyrir ummæli um embættismenn fjármálaráðuneytisins.Embættismenn gátu ekki varið sig Nefndi Oddný að Eygló hefði sent starfsmönnum ráðuneytisins orkustangir með kveðju og með því hefði hún vilja láta menn halda að það væri leti starfsmanna fjármálaráðuneytisins að kenna að húsnæðisfrumvörp hennar væru ekki komi fram. „En það er fjarri sanni,“ sagði Oddný. „Embættismenn ráðuneytisins gátu hins vegar ekki varið sig fyrir þessari lágkúrulegu árás og það vissi hæstvirtur ráðherra mætavel. Hæstvirtur húsnæðis- og félagsmálaráðherra þorði ekki að tala við hæstvirtan fjármálaráðherra sjálfan og réðst því að varnarlausum starfsmönnum ráðuneytisins,“ sagði hún í ræðu sinni, sem var undir liðnum störf þingsins.Þingið ræður skjölunum Vék hún þá að ummælum Vigdísar í þættinum Bítið á Bylgjunni í gær „að hún teldi að embættismenn fjármálaráðuneytisins hefðu framið glæp í formi skjalafals og það hvernig meðferð skjala hér á Alþingi sem varða endurreisn bankakerfisins eftir hrun og aðgengi háttvirtra þingmanna að þeim sé runnið undan rifjum embættismannanna.“ Sagðist Oddný getað leiðrétt Vigdísi bæði hratt og vel enda væri það þingið sem réði meðferð skjalanna. „Háttvirtur þingmaður Vigdís Hauksdóttir þorir ekki að ráðast beint að fjármálaráðherrum síðasta kjörtímabils en sakar embættismenn um óheiðarleika með dylgjum í fjölmiðlum og vill notfæra sér þá tortryggni sem enn ríkir í samfélaginu til að þyrla upp ryki,“ sagði hún. „Mér finnst framkoma þeirra beggja gagnvart starfsmönnum fjármálaráðuneytisins óásættanleg, auk þess sem hún er lítilmannlega. Það eru ráðherrar sem fara með ábyrgð og þangað á að beina spjótum en ekki að embættismönnum sem geta ekki varið sig fyrir slíkum rógi og árásum,“ sagði hún og bætti við að í öðrum lýðræðislöndum segðu menn af sér fyrir minni sakir.
Stjórnmálavísir Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Fleiri fréttir Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Sjá meira