Samningi landað við ríkið eftir 27 ára bið Óli Kristján Ármannsson skrifar 3. febrúar 2016 07:00 Verkfall vélstjóra og skipstjórnarmanna hefði haft áhrif á hluta skipaflota bæði Eimskips og Samskipa. vísir/gva Samningar náðust í þremur kjaradeilum hjá ríkissáttasemjara aðfaranótt þriðjudags. Verkfalli vélstjóra og skipstjórnarmanna á kaupskipum sem boðað var til frá miðnætti var frestað og verkfalli flugvirkja sem starfa hjá Samgöngustofu, sem staðið hefur frá 11. janúar, hefur verið aflýst. Flugvirkjafélag Íslands fagnar því að samningur sé í höfn, en sóst hafi verið eftir samningi við ríkið vegna flugvirkja sem starfa hjá Samgöngustofu (áður Flugmálastjórn) allt frá árinu 1989. Birkir Halldórsson, formaður samninganefndar Flugvirkjafélagsins, segir ráð fyrir því gert að niðurstaða kosningar um nýjan samning liggi fyrir eftir hálfan mánuð, en hjá Samgöngustofu starfa sex flugvirkjar. Hann segir að nýi samningurinn nái vel utan um það sem farið hafi verið fram á, en kjör flugvirkjanna taki eftir sem áður mið af starfskjörum annarra flugvirkja sem hjá ríkinu starfi. Helsta baráttumálið hafi verið að ná fram samningi til handa þessum starfsmönnum. Hann sé því bjartsýnn á að samningurinn verði samþykktur. „Ég veit eiginlega ekki á hverju hefur strandað, kannski viljaleysi af hálfu ríkisins að semja,“ segir hann um af hverju þessi hópur hafi verið án samnings í 27 ár. „Því miður þurfti verkfall til að fá þetta fram, en nú er það komið.“ Þá greinir Guðmundur Ragnarsson, formaður VM, frá því á vef félagsins að unnið sé að því að ganga frá nýjum kjarasamningi eftir að samningar náðust á fjórða tímanum aðfaranótt þriðjudagsins í kjaradeildu vélstjóra og skipstjórnarmanna á kaupskipum. Verkfalli sem hófst þá á miðnætti var frestað til fimmtánda þessa mánaðar, en stefnt er að því að atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning verði lokið fyrir föstudaginn tólfta. Samningurinn var unninn á grunni SALEK-samkomulagsins. Þriðji samningurinn, sem undirritaður var í Karphúsinu á mánudag, var á milli SFR og SÁÁ og nær til áfengis- og vímuefnaráðgjafar og dagskrárstjórnar. Á vef SFR er samningurinn sagður á „svipuðum nótum“ og samningar sem þegar hafi verið gerðir. Hann verður borinn undir félagsmenn og niðurstaða á að liggja fyrir tólfta þessa mánaðar. Verkfall 2016 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Samningar náðust í þremur kjaradeilum hjá ríkissáttasemjara aðfaranótt þriðjudags. Verkfalli vélstjóra og skipstjórnarmanna á kaupskipum sem boðað var til frá miðnætti var frestað og verkfalli flugvirkja sem starfa hjá Samgöngustofu, sem staðið hefur frá 11. janúar, hefur verið aflýst. Flugvirkjafélag Íslands fagnar því að samningur sé í höfn, en sóst hafi verið eftir samningi við ríkið vegna flugvirkja sem starfa hjá Samgöngustofu (áður Flugmálastjórn) allt frá árinu 1989. Birkir Halldórsson, formaður samninganefndar Flugvirkjafélagsins, segir ráð fyrir því gert að niðurstaða kosningar um nýjan samning liggi fyrir eftir hálfan mánuð, en hjá Samgöngustofu starfa sex flugvirkjar. Hann segir að nýi samningurinn nái vel utan um það sem farið hafi verið fram á, en kjör flugvirkjanna taki eftir sem áður mið af starfskjörum annarra flugvirkja sem hjá ríkinu starfi. Helsta baráttumálið hafi verið að ná fram samningi til handa þessum starfsmönnum. Hann sé því bjartsýnn á að samningurinn verði samþykktur. „Ég veit eiginlega ekki á hverju hefur strandað, kannski viljaleysi af hálfu ríkisins að semja,“ segir hann um af hverju þessi hópur hafi verið án samnings í 27 ár. „Því miður þurfti verkfall til að fá þetta fram, en nú er það komið.“ Þá greinir Guðmundur Ragnarsson, formaður VM, frá því á vef félagsins að unnið sé að því að ganga frá nýjum kjarasamningi eftir að samningar náðust á fjórða tímanum aðfaranótt þriðjudagsins í kjaradeildu vélstjóra og skipstjórnarmanna á kaupskipum. Verkfalli sem hófst þá á miðnætti var frestað til fimmtánda þessa mánaðar, en stefnt er að því að atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning verði lokið fyrir föstudaginn tólfta. Samningurinn var unninn á grunni SALEK-samkomulagsins. Þriðji samningurinn, sem undirritaður var í Karphúsinu á mánudag, var á milli SFR og SÁÁ og nær til áfengis- og vímuefnaráðgjafar og dagskrárstjórnar. Á vef SFR er samningurinn sagður á „svipuðum nótum“ og samningar sem þegar hafi verið gerðir. Hann verður borinn undir félagsmenn og niðurstaða á að liggja fyrir tólfta þessa mánaðar.
Verkfall 2016 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira