Icelandair hefur áætlunarflug til Orly flugvallar í París Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2016 13:56 Icelandair hefur boðið upp á flug til og frá París um Charles De Gaulle flugvöllinn, en mun nú bjóða upp á flug á báða vellina. Vísir/Vilhelm Icelandair hefur ákveðið að hefja áætlunarflug til Orly flugvallarins í París og verður fyrsta flugið 28. mars eða eftir tæpa tvo mánuði. „Orly flugvöllurinn er mjög eftirsóttur af flugfélögum og langur biðlisti eftir því að komast þar að. Þaðan eru mjög góðar tengingar innan Frakklands og til nágrannalanda í Suður-Evrópu, en lítið framboð af flugi til Norður-Ameríku. Orly býður því upp á spennandi tækifæri fyrir okkur og er kærkomin viðbót í leiðakerfi Icelandair,“ segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, í tilkynningu til fjölmiðla. Orly verður 27. áfangastaður Icelandair í Evrópu, auk þess sem félagið flýgur til 16 áfangastaða í Norður-Ameríku. Orly er fjórði nýi áfangastaðurinn á þessu ári, en Icelandair mun hefja flug til Aberdeen, Chicago og Montreal í vor. Icelandair mun í sumar bjóða upp á 23 flug í viku til Parísar í sumar, 17 flug (2-3 á dag) til Charles De Gaulle og allt að 6 sinnum á viku til Orly. „Það er líka ánægjulegt að geta boðið upp á aukið framboð til Frakklands nú þegar áhuginn á EM í fótbolta fer stöðugt vaxandi,“ segir Birkir. Á þessu ári eru 40 ár frá því Icelandair hóf flug til Parísar. Lengi framan af var einmitt flogið á Orly flugvöllinn sem var aðal flugvöllur Frakklands áður en Charles De Gaulle var byggður á áttunda áratug síðustu aldar. Tæplega 30 milljón farþegar fara um Orly árlega og er völlurinn sá 13 stærsti í Evrópu. Hann er í suðurhluta borgarinnar, þykir þægilegur fyrir viðskiptavini og tengist mjög vel innlandssamgöngum í Frakklandi að því er segir í tilkynningunni frá Icelandair. Auk flugsins til Orly mun Icelandair auka tíðni á nokkra aðra áfangastaði beggja vegna Atlantshafsins og mun bæta við einni Boeing 757 farþegaþotu í sumar og verður með 25 vélar af Boeing 757 gerð og 2 Boeing 767 breiðþotur í flugflotanum. Fréttir af flugi Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Icelandair hefur ákveðið að hefja áætlunarflug til Orly flugvallarins í París og verður fyrsta flugið 28. mars eða eftir tæpa tvo mánuði. „Orly flugvöllurinn er mjög eftirsóttur af flugfélögum og langur biðlisti eftir því að komast þar að. Þaðan eru mjög góðar tengingar innan Frakklands og til nágrannalanda í Suður-Evrópu, en lítið framboð af flugi til Norður-Ameríku. Orly býður því upp á spennandi tækifæri fyrir okkur og er kærkomin viðbót í leiðakerfi Icelandair,“ segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, í tilkynningu til fjölmiðla. Orly verður 27. áfangastaður Icelandair í Evrópu, auk þess sem félagið flýgur til 16 áfangastaða í Norður-Ameríku. Orly er fjórði nýi áfangastaðurinn á þessu ári, en Icelandair mun hefja flug til Aberdeen, Chicago og Montreal í vor. Icelandair mun í sumar bjóða upp á 23 flug í viku til Parísar í sumar, 17 flug (2-3 á dag) til Charles De Gaulle og allt að 6 sinnum á viku til Orly. „Það er líka ánægjulegt að geta boðið upp á aukið framboð til Frakklands nú þegar áhuginn á EM í fótbolta fer stöðugt vaxandi,“ segir Birkir. Á þessu ári eru 40 ár frá því Icelandair hóf flug til Parísar. Lengi framan af var einmitt flogið á Orly flugvöllinn sem var aðal flugvöllur Frakklands áður en Charles De Gaulle var byggður á áttunda áratug síðustu aldar. Tæplega 30 milljón farþegar fara um Orly árlega og er völlurinn sá 13 stærsti í Evrópu. Hann er í suðurhluta borgarinnar, þykir þægilegur fyrir viðskiptavini og tengist mjög vel innlandssamgöngum í Frakklandi að því er segir í tilkynningunni frá Icelandair. Auk flugsins til Orly mun Icelandair auka tíðni á nokkra aðra áfangastaði beggja vegna Atlantshafsins og mun bæta við einni Boeing 757 farþegaþotu í sumar og verður með 25 vélar af Boeing 757 gerð og 2 Boeing 767 breiðþotur í flugflotanum.
Fréttir af flugi Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira