Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - KR 96-117 | Meistararnir fóru á toppinn Arnór Óskarsson í Stykkishólmi skrifar 7. febrúar 2016 21:00 Ægir Þór Steinarsson. Vísir/Vilhelm KR-ingar unnu lið Snæfells, 96-117, í Stykkishólmi í kvöld og sitja þar með í 1. sæti Domino's-deildarinnar með 28 stig eftir sautján leiki. Snæfell er í 8. sæti deildarinnar með 14 stig eftir jafn marga leiki og því enn í fullri báráttu um sæti í úrslitakeppninni. Í byrjunarliði Snæfells voru þeir Stefán Karel Torfason, Sherrod Nigel Wright, Viktor Marínó Alexandersson, Austin Magnús Bracey og fyrirliði Hólmara Sigurður Á. Þorvaldsson. Hjá KR-ingum byrjuðu þeir Brynjar Þór Björnsson, Ægir Þór Steinarsson, Michael Craion, Darri Hilmarsson og Pavel Ermolinskij. Atygli vakti að Snæfell tefldi aðeins 8 leikmönnum fram í kvöld en KRingar voru mættir með fullmannaðan leikmannahóp. KRingar tryggðu sér boltann í byrjun leiks og var það þristur frá Pavel Ermolinskij í fyrstu sókn sem hóf dæmigerðan „run-and-gun“ leik sem átti eftir að skila KR-ingum heilum 42 stigum. Hraðinn var strax mikill og augljóst að hvorki Snæfellingar né KR-ingar höfðu áhuga á að nýta sér þær 24 sekúndur sem skotklukkan býður upp á í hverri sókn. Varnarleikurinn virtist ekki heldur vera í neinum forgangi en þó voru einhver átök í gangi sem Snæffelingar áttu í erfiðleikum með. Í 2. leikhluta breytist varnarleikur Hólmara. Snæfell mætti ákveðnari og baráttuglaðari á parketitð. Snæfellingurinn Þorbergur Helgi Sæþórsson fékk fljótlega dæmda á sig óíþróttamannslega villu og Sherrod Nigel Wright stuttu seinna sóknarvillu. Umræddar villur voru eflaust beinar afleiðingar af breyttri varnarstefnu Snæfells og jafnframt nokkuð lýsandi fyrir það andrúmsloft sem virtist nú vera ríkjandi í Íþróttarhúsi Stykkishólms. KR-ingar virtust í fyrstu tiltölulega meðvitaðir um stöðu mála, fóru að spila aðeins rólegri en héldu samt sínu striki. Eftir nokkrar sóknir var munurinn á milli liða farinn að minnka verulega og tími til komin að KR-ingar færu að gera eitthvað í málunum. Fyrirliðinn Helgi Már Magnússon virtist sérstaklega vera þeirra skoðunar Hann las vel í leikinn og lét í sér heyra á 15. mínútu: „Strákar við gefum ekki skot. Látum þá hafa fyrir öllu!“ Baráttugleði Snæfellinga í 2. leikhluta skilaði Hólmurum loks 10 stiga sigri (28-18) en þetta átti eftir að vera eini leikhlutin í leiknum sem endaði Hólmurum í hag. Í hálfleik var staðan 48-60: Snæfellingar búnir að minnka muninn í 12 stig. Seinni hálfleikur byrjaði á svipaðan máta og 2. leikhluti hafði endað. Liðin skiptust á að skora og hraði leiksins var mikil en alls ekki sambærilegur við þann hraða sem KR-ingar bauð upp á í fyrsta leikhluta. Sóknarleikur KR-inga fór þó hægt og bítandi aftur í það að verða styttri sem olli Snæfelli töluverðum erfiðleikum og skyndilega var munurinn aftur komin í 20 stig. Snæffellingar voru þó hvergi hættir og tróð Sherrod boltanum rétt fyrir lok leikhlutans sem kveikti aftur í mönnum og áhorfendum. Þriðji leikhluti endaði með 5 stiga sigri KRinga (23-28), staðan 71-88, og KRingar búnir að vinna tvo af þremur leikhlutum. KRingurinn Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson setti tóninn í byrjun fjórða leikhluta þegar hann skoraði glæsilega í fyrstu og annari sókn KRinga. Menn voru reyndar ekki alveg vissir hvort hann hafði troðið boltanum í fyrri sóknini en augljóslega sterk byrjun hjá drengnum og KR-ingunum sem virtust pollrólegir á þessum tímapunkti. Snæfellingar héldu áfram að berjast eins og ljón og liðin skiptust á að skora. Á 38. mínútu fékk Ingi Þór, þjálfari Snæfells, tæknivillu sem var búið að gefa aðvörun fyrir í 3. leikhluta. Sú villa hafði engin áhrif á leikinn. KR-ingar unnu loks sannfærandi með 21 stigs mun, 96-117.Tölfræði leiks: Snæfell – KR 96-117 (20-42, 28-18, 23-28,25-29) Snæfell: Sherrod Nigel Wright 30/7 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 20/7 fráköst, Stefán Karel Torfason 19/19 fráköst, Austin Magnús Bracey 13/3 fráköst, Viktor Marínó Alexandersson 6, Jóhann Kristófer Sævarsson 3, Jón Páll Gunnarsson 3, Þorbergur Helgi Sæþórsson 2. KR: Michael Craion 22/14 fráköst, Darri Hilmarsson 20/4 fráköst, Helgi Már Magnússon 12, Ægir Þór Steinarsson 12/8 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 11/7 fráköst/7 stoðsendingar, Þórir Guðmundur Þórbjarnarson 11, Snorri Hrafnkelsson 10, Vilhjálmur Kári Jensson 7, Brynjar Þór Björnsson 7, Björn Kristjánsson 5, Arnór Hermannsson 0.Ingi Þór: Hafa sýnt tvo bestu leikina í vetur á móti okkur „Ég er búinn að sjá mikið af leikjum með þeim og sýningin sem þeir sýndu hérna í 1. leikhluta var bara eitthvað það besta sem maður hefur séð í allan vetur. „78% þriggja stiga nýting, það er galið,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir leik. Var mikill munur á milli leiknum í Keflavík og leiknum í kvöld? „Mér fannst KRingar betri en Keflvíkingar því þeir spiluðu alveg griðarlega sterka vörn og voru mjög physical. „Við vorum engan vegin tilbúnir í það til að byrja með og ég er mjög ánægður hvernig við náðum að aðlagast og vinna 2. leikhluta 28-18. Ég er mjög stoltur hvernig við komum til baka.“ Að fá 117 stig á sig - er varnarleikur Snæfells nógu sterkur? „Þetta var mjög hraður leikur og þegar þú ferð í svona hraðan leik þá eru 117 stig kannski ekkert voðalega mikið. En það er að sjálfsögðu ekki það sem við leggjum upp með,“ sagði Ingi Þór og bætir við: „Við mistum leikinn of oft í þennan villta körfubolta sem þeir eru auðvitað bara lang bestir í og þá misstum við tökin.“Finnur Freyr: Viljum keyra upp hraðann „Við viljum nýta þessa breidd okkar. Ef við erum að labba mikið þá nýtist hún ekki eins vel þannig að við viljum keyra upp hraðann,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, eftir sigur á fámennu liði Snæfells. „Varnarlega höfum við oft spilað betur,“ sagði Finnur og bætti við: „Mig langar að hrósa Snæfellsstrákum fyrir að spila góðan sóknarleik. Að fá 96 stig á sig er samt of mikið.“Sigurður: Töpuðum í fyrsta leikhluta „Mér fannst við bara tapa þessu í fyrsta leikhluta. Við mættum ekki tilbúnir og eltum þá út um allt,“ sagði Sigurður Þorvaldsson, fyrirliði Snæfells, hugsi eftir tapið. Varðandi varnaleik Snæfells hafði Sigurður þetta að segja: „Transition vörnin okkar var slök og var það líka í síðasta leik. „Við höfðum lítinn tíma til að laga það á milli leikja en höfum nú góðan tíma í það og það er bara verkefni okkar næstu daga,“ sagði Sigurður ennfremur.Þórir: Maður getur ekki hitt svona allan leikinn „Mér fannst við vera virkilega góðir sóknarlega. Við hittum vel í byrjun en maður getur líklega ekki hitt svona allan leikin,“ sagði Þórir Guðmundur Þorbjarnarson eftir sigur á Snæfelli í kvöld. Þórir gaf tóninn í byrjun 4. leikhluta þegar hann skoraði í fyrstu sókn KRinga. En var þetta troðsla? „Ég vil meina að þetta hafi verið troðsla hjá mér en strákarnir inni í klefa segja ekki,“ svaraði kappinn léttur í lund. Hvaða áhrif hafði breidd liðanna á leikinn í kvöld? „Við erum með breitt og gott lið og það er alltaf gott að geta spilað á mörgum mönnum sérstaklega þegar lið eins og Snæfell er bara með átta leikmenn. Þá hjálpar gríðarlega að geta verið á fullu allan tíman og þreytað þá.“ En er þá ekki soldið mikið að fá 96 stig á sig? „Við bara missum einbeitinguna soldið mikið,“ svarar Þórir aðspurður út í varnaleikin og bætir við „Það er bikarleikur núna á laugardaginn og við þurfum að einbeita okkur betur að varnarleiknum.“Bein lýsing: Snæfell - KRTweets by @Visirkarfa3 Dominos-deild karla Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Sjá meira
KR-ingar unnu lið Snæfells, 96-117, í Stykkishólmi í kvöld og sitja þar með í 1. sæti Domino's-deildarinnar með 28 stig eftir sautján leiki. Snæfell er í 8. sæti deildarinnar með 14 stig eftir jafn marga leiki og því enn í fullri báráttu um sæti í úrslitakeppninni. Í byrjunarliði Snæfells voru þeir Stefán Karel Torfason, Sherrod Nigel Wright, Viktor Marínó Alexandersson, Austin Magnús Bracey og fyrirliði Hólmara Sigurður Á. Þorvaldsson. Hjá KR-ingum byrjuðu þeir Brynjar Þór Björnsson, Ægir Þór Steinarsson, Michael Craion, Darri Hilmarsson og Pavel Ermolinskij. Atygli vakti að Snæfell tefldi aðeins 8 leikmönnum fram í kvöld en KRingar voru mættir með fullmannaðan leikmannahóp. KRingar tryggðu sér boltann í byrjun leiks og var það þristur frá Pavel Ermolinskij í fyrstu sókn sem hóf dæmigerðan „run-and-gun“ leik sem átti eftir að skila KR-ingum heilum 42 stigum. Hraðinn var strax mikill og augljóst að hvorki Snæfellingar né KR-ingar höfðu áhuga á að nýta sér þær 24 sekúndur sem skotklukkan býður upp á í hverri sókn. Varnarleikurinn virtist ekki heldur vera í neinum forgangi en þó voru einhver átök í gangi sem Snæffelingar áttu í erfiðleikum með. Í 2. leikhluta breytist varnarleikur Hólmara. Snæfell mætti ákveðnari og baráttuglaðari á parketitð. Snæfellingurinn Þorbergur Helgi Sæþórsson fékk fljótlega dæmda á sig óíþróttamannslega villu og Sherrod Nigel Wright stuttu seinna sóknarvillu. Umræddar villur voru eflaust beinar afleiðingar af breyttri varnarstefnu Snæfells og jafnframt nokkuð lýsandi fyrir það andrúmsloft sem virtist nú vera ríkjandi í Íþróttarhúsi Stykkishólms. KR-ingar virtust í fyrstu tiltölulega meðvitaðir um stöðu mála, fóru að spila aðeins rólegri en héldu samt sínu striki. Eftir nokkrar sóknir var munurinn á milli liða farinn að minnka verulega og tími til komin að KR-ingar færu að gera eitthvað í málunum. Fyrirliðinn Helgi Már Magnússon virtist sérstaklega vera þeirra skoðunar Hann las vel í leikinn og lét í sér heyra á 15. mínútu: „Strákar við gefum ekki skot. Látum þá hafa fyrir öllu!“ Baráttugleði Snæfellinga í 2. leikhluta skilaði Hólmurum loks 10 stiga sigri (28-18) en þetta átti eftir að vera eini leikhlutin í leiknum sem endaði Hólmurum í hag. Í hálfleik var staðan 48-60: Snæfellingar búnir að minnka muninn í 12 stig. Seinni hálfleikur byrjaði á svipaðan máta og 2. leikhluti hafði endað. Liðin skiptust á að skora og hraði leiksins var mikil en alls ekki sambærilegur við þann hraða sem KR-ingar bauð upp á í fyrsta leikhluta. Sóknarleikur KR-inga fór þó hægt og bítandi aftur í það að verða styttri sem olli Snæfelli töluverðum erfiðleikum og skyndilega var munurinn aftur komin í 20 stig. Snæffellingar voru þó hvergi hættir og tróð Sherrod boltanum rétt fyrir lok leikhlutans sem kveikti aftur í mönnum og áhorfendum. Þriðji leikhluti endaði með 5 stiga sigri KRinga (23-28), staðan 71-88, og KRingar búnir að vinna tvo af þremur leikhlutum. KRingurinn Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson setti tóninn í byrjun fjórða leikhluta þegar hann skoraði glæsilega í fyrstu og annari sókn KRinga. Menn voru reyndar ekki alveg vissir hvort hann hafði troðið boltanum í fyrri sóknini en augljóslega sterk byrjun hjá drengnum og KR-ingunum sem virtust pollrólegir á þessum tímapunkti. Snæfellingar héldu áfram að berjast eins og ljón og liðin skiptust á að skora. Á 38. mínútu fékk Ingi Þór, þjálfari Snæfells, tæknivillu sem var búið að gefa aðvörun fyrir í 3. leikhluta. Sú villa hafði engin áhrif á leikinn. KR-ingar unnu loks sannfærandi með 21 stigs mun, 96-117.Tölfræði leiks: Snæfell – KR 96-117 (20-42, 28-18, 23-28,25-29) Snæfell: Sherrod Nigel Wright 30/7 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 20/7 fráköst, Stefán Karel Torfason 19/19 fráköst, Austin Magnús Bracey 13/3 fráköst, Viktor Marínó Alexandersson 6, Jóhann Kristófer Sævarsson 3, Jón Páll Gunnarsson 3, Þorbergur Helgi Sæþórsson 2. KR: Michael Craion 22/14 fráköst, Darri Hilmarsson 20/4 fráköst, Helgi Már Magnússon 12, Ægir Þór Steinarsson 12/8 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 11/7 fráköst/7 stoðsendingar, Þórir Guðmundur Þórbjarnarson 11, Snorri Hrafnkelsson 10, Vilhjálmur Kári Jensson 7, Brynjar Þór Björnsson 7, Björn Kristjánsson 5, Arnór Hermannsson 0.Ingi Þór: Hafa sýnt tvo bestu leikina í vetur á móti okkur „Ég er búinn að sjá mikið af leikjum með þeim og sýningin sem þeir sýndu hérna í 1. leikhluta var bara eitthvað það besta sem maður hefur séð í allan vetur. „78% þriggja stiga nýting, það er galið,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir leik. Var mikill munur á milli leiknum í Keflavík og leiknum í kvöld? „Mér fannst KRingar betri en Keflvíkingar því þeir spiluðu alveg griðarlega sterka vörn og voru mjög physical. „Við vorum engan vegin tilbúnir í það til að byrja með og ég er mjög ánægður hvernig við náðum að aðlagast og vinna 2. leikhluta 28-18. Ég er mjög stoltur hvernig við komum til baka.“ Að fá 117 stig á sig - er varnarleikur Snæfells nógu sterkur? „Þetta var mjög hraður leikur og þegar þú ferð í svona hraðan leik þá eru 117 stig kannski ekkert voðalega mikið. En það er að sjálfsögðu ekki það sem við leggjum upp með,“ sagði Ingi Þór og bætir við: „Við mistum leikinn of oft í þennan villta körfubolta sem þeir eru auðvitað bara lang bestir í og þá misstum við tökin.“Finnur Freyr: Viljum keyra upp hraðann „Við viljum nýta þessa breidd okkar. Ef við erum að labba mikið þá nýtist hún ekki eins vel þannig að við viljum keyra upp hraðann,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, eftir sigur á fámennu liði Snæfells. „Varnarlega höfum við oft spilað betur,“ sagði Finnur og bætti við: „Mig langar að hrósa Snæfellsstrákum fyrir að spila góðan sóknarleik. Að fá 96 stig á sig er samt of mikið.“Sigurður: Töpuðum í fyrsta leikhluta „Mér fannst við bara tapa þessu í fyrsta leikhluta. Við mættum ekki tilbúnir og eltum þá út um allt,“ sagði Sigurður Þorvaldsson, fyrirliði Snæfells, hugsi eftir tapið. Varðandi varnaleik Snæfells hafði Sigurður þetta að segja: „Transition vörnin okkar var slök og var það líka í síðasta leik. „Við höfðum lítinn tíma til að laga það á milli leikja en höfum nú góðan tíma í það og það er bara verkefni okkar næstu daga,“ sagði Sigurður ennfremur.Þórir: Maður getur ekki hitt svona allan leikinn „Mér fannst við vera virkilega góðir sóknarlega. Við hittum vel í byrjun en maður getur líklega ekki hitt svona allan leikin,“ sagði Þórir Guðmundur Þorbjarnarson eftir sigur á Snæfelli í kvöld. Þórir gaf tóninn í byrjun 4. leikhluta þegar hann skoraði í fyrstu sókn KRinga. En var þetta troðsla? „Ég vil meina að þetta hafi verið troðsla hjá mér en strákarnir inni í klefa segja ekki,“ svaraði kappinn léttur í lund. Hvaða áhrif hafði breidd liðanna á leikinn í kvöld? „Við erum með breitt og gott lið og það er alltaf gott að geta spilað á mörgum mönnum sérstaklega þegar lið eins og Snæfell er bara með átta leikmenn. Þá hjálpar gríðarlega að geta verið á fullu allan tíman og þreytað þá.“ En er þá ekki soldið mikið að fá 96 stig á sig? „Við bara missum einbeitinguna soldið mikið,“ svarar Þórir aðspurður út í varnaleikin og bætir við „Það er bikarleikur núna á laugardaginn og við þurfum að einbeita okkur betur að varnarleiknum.“Bein lýsing: Snæfell - KRTweets by @Visirkarfa3
Dominos-deild karla Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Sjá meira