Samkeppniseftirlitið skoði óeðlilegan hagnað kortafyrirtækja Höskuldur Kári Schram skrifar 7. febrúar 2016 18:57 Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að hagnaður greiðslukortafyrirtækja hér á landi sé óeðlilega mikill og vill að Samkeppniseftirlitið skoði málið. Fyrirtækin hafa á undanförnum árum hagnast um marga milljarða. Stærstu greiðslukortafyrirtæki landsins, Borgun og Valitor, högnuðust samtala um tæpan einn og hálfan milljarð árið 2014 en þar af nam hagnaður Borgunar tólf hundruð milljónum króna. Á aðalfundi Borgunar í byrjun síðasta árs var samþykkt að greiða út 800 milljón króna arð til hluthafa. Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokks furðar sig á því að fyrirtæki sem sinni greiðslumiðlun séu hagnast um jafn háar fjárhæðir. „Mér er sérstaklega hugsað til þjónustugjalda hjá kortafyrirtækjum núna. Vegna þess að það kemur á daginn að það verður til einhver ofurhagnaður í jafn einfaldri starfsemi og greiðsluhirðingu kortafyrirtækjanna, eins og Borgun er. Það er mér algjörlega óskiljanlegt að það skuli ekki vera fjallað um það hvernig þessi ofurhagnaður kemur fram. Hann kemur ekki fram af himnum ofan. Hann kemur beint úr vasa neytenda,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að eftirlitsstofnanir í öðrum löndum hafi verið að skoða starfsemi kortafyrirtækja og kallar eftir því að Samkeppniseftirlitið geri slíkt hið sama hér á landi. „Evrópusambandið hefur verið að horfa í kortafyrirtækin á undanförnum árum og ýmislegt hefur komið fram þar. Ég tel að Neytendastofa og Samkeppnieftirlitið eigi að líta til þessara atriðið því það er ekki eðlilegt að það skuli kom fram ofurhagnaður í jafn einfaldri starfsemi og þessari. þá er ég að tala um að það skuli verða til eitthvert ofurverð á fyrirtæki sem heitir Borgun,“ segir Vilhjálmur. Borgunarmálið Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að hagnaður greiðslukortafyrirtækja hér á landi sé óeðlilega mikill og vill að Samkeppniseftirlitið skoði málið. Fyrirtækin hafa á undanförnum árum hagnast um marga milljarða. Stærstu greiðslukortafyrirtæki landsins, Borgun og Valitor, högnuðust samtala um tæpan einn og hálfan milljarð árið 2014 en þar af nam hagnaður Borgunar tólf hundruð milljónum króna. Á aðalfundi Borgunar í byrjun síðasta árs var samþykkt að greiða út 800 milljón króna arð til hluthafa. Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokks furðar sig á því að fyrirtæki sem sinni greiðslumiðlun séu hagnast um jafn háar fjárhæðir. „Mér er sérstaklega hugsað til þjónustugjalda hjá kortafyrirtækjum núna. Vegna þess að það kemur á daginn að það verður til einhver ofurhagnaður í jafn einfaldri starfsemi og greiðsluhirðingu kortafyrirtækjanna, eins og Borgun er. Það er mér algjörlega óskiljanlegt að það skuli ekki vera fjallað um það hvernig þessi ofurhagnaður kemur fram. Hann kemur ekki fram af himnum ofan. Hann kemur beint úr vasa neytenda,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að eftirlitsstofnanir í öðrum löndum hafi verið að skoða starfsemi kortafyrirtækja og kallar eftir því að Samkeppniseftirlitið geri slíkt hið sama hér á landi. „Evrópusambandið hefur verið að horfa í kortafyrirtækin á undanförnum árum og ýmislegt hefur komið fram þar. Ég tel að Neytendastofa og Samkeppnieftirlitið eigi að líta til þessara atriðið því það er ekki eðlilegt að það skuli kom fram ofurhagnaður í jafn einfaldri starfsemi og þessari. þá er ég að tala um að það skuli verða til eitthvert ofurverð á fyrirtæki sem heitir Borgun,“ segir Vilhjálmur.
Borgunarmálið Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira