Landsréttur taki til starfa sem fyrst Reimar Pétursson skrifar 8. febrúar 2016 09:00 Heildstæð lagafrumvörp um stofnun millidómstigs, svonefnds landsréttar, eru nú í lokavinnslu á vegum innanríkisráðherra í nánu samstarfi við fulltrúa helstu fagaðila. Fagna ber þessu og hvetja til að málinu verði siglt farsællega í höfn sem fyrst.Dómstigum fækkað í kjölfar fullveldis 1918 Íslenskt dómskerfi hefur starfað á tveimur dómstigum frá stofnun Hæstaréttar 1920. Þá var rofin áfrýjunarleið íslenskra mála til Hæstaréttar Danmerkur og landsyfirréttinum í Reykjavík var breytt í Hæstarétt Íslands. Þessi aðgerð innsiglaði fullveldi Íslands sem fékkst 1918 og var liður í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar.Sjálfstæð en fátæk þjóðForfeðrum okkar var ljóst að með fækkun dómstiganna var réttaröryggi landsmanna skert með ákveðnum hætti. Þjóðin var hins vegar fátæk og takmörkuð fjárráðin leyfðu ekki réttarkerfi á þremur stigum. Forfeður okkar stóðu því frammi fyrir vali milli þess að vera þjónar erlends valds með tilheyrandi öryggi eða vera sjálfstæðir en um leið óstuddir í fátæktinni. Þeir völdu sjálfstæði en horfðu til þess að öryggið kæmi síðar þegar sjálfstæðið hefði fært þjóðinni velsæld. Þetta val reyndist farsælt því dómsýslan á Íslandi hefur í aðalatriðum gengið vel og sjálfstæðið hefur reynst lykill í sókn til betri lífskjaraVelsæld tekur við af fátæktÍsland ársins 1918 var land fátæktar; Ísland í dag er land velsældar. Kostnaður ríkisins af rekstri dómstóla, sem hlutfall af tekjum, er hverfandi í dag samanborið við 1918. Fátækt réttlætir því ekki lengur þá skerðingu réttaröryggis sem forfeður okkar völdu að axla í þágu sjálfstæðis.Afmarkaðar en alvarlegar brotalamirAðild Íslands að Mannréttindasáttmála Evrópu hefur á síðari árum afhjúpað afmarkaðar, en um leið alvarlegar, brotalamir tengdar tveggja stiga réttarkerfi. Þetta á einkum við þegar áfrýjað er málum þar sem fjallað er um sérfræðileg atriði eða þar sem endurmeta þarf gildi munnlegs framburðar. Þótt almennt hafi vel tekist til við slíkar áfrýjanir er þó undir áfrýjun slíkra mála – í óbreyttu réttarkerfi – til staðar raunveruleg, og þar með um leið óhæfileg, áhætta á að endurskoðun dóma standist ekki alþjóðlegar kröfur um mannréttindi.Stofnun landsréttar fái öruggt brautargengiReynt hefur verið að bæta úr þessum brotalömum með kostnaðarlítilli heimasmíði og bútasaum. Þetta hefur því miður reynst ófullnægjandi. Stofnun landsréttar og starfræksla þriggja stiga dómskerfis – eins og tíðkast almennt í vestrænum ríkjum – þolir því enga frekari bið. Innanríkisráðherra hefur sýnt þessu skilning og vonandi mun málið hljóta öruggt brautargengi þegar það ber fyrir löggjafann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reimar Pétursson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Sjá meira
Heildstæð lagafrumvörp um stofnun millidómstigs, svonefnds landsréttar, eru nú í lokavinnslu á vegum innanríkisráðherra í nánu samstarfi við fulltrúa helstu fagaðila. Fagna ber þessu og hvetja til að málinu verði siglt farsællega í höfn sem fyrst.Dómstigum fækkað í kjölfar fullveldis 1918 Íslenskt dómskerfi hefur starfað á tveimur dómstigum frá stofnun Hæstaréttar 1920. Þá var rofin áfrýjunarleið íslenskra mála til Hæstaréttar Danmerkur og landsyfirréttinum í Reykjavík var breytt í Hæstarétt Íslands. Þessi aðgerð innsiglaði fullveldi Íslands sem fékkst 1918 og var liður í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar.Sjálfstæð en fátæk þjóðForfeðrum okkar var ljóst að með fækkun dómstiganna var réttaröryggi landsmanna skert með ákveðnum hætti. Þjóðin var hins vegar fátæk og takmörkuð fjárráðin leyfðu ekki réttarkerfi á þremur stigum. Forfeður okkar stóðu því frammi fyrir vali milli þess að vera þjónar erlends valds með tilheyrandi öryggi eða vera sjálfstæðir en um leið óstuddir í fátæktinni. Þeir völdu sjálfstæði en horfðu til þess að öryggið kæmi síðar þegar sjálfstæðið hefði fært þjóðinni velsæld. Þetta val reyndist farsælt því dómsýslan á Íslandi hefur í aðalatriðum gengið vel og sjálfstæðið hefur reynst lykill í sókn til betri lífskjaraVelsæld tekur við af fátæktÍsland ársins 1918 var land fátæktar; Ísland í dag er land velsældar. Kostnaður ríkisins af rekstri dómstóla, sem hlutfall af tekjum, er hverfandi í dag samanborið við 1918. Fátækt réttlætir því ekki lengur þá skerðingu réttaröryggis sem forfeður okkar völdu að axla í þágu sjálfstæðis.Afmarkaðar en alvarlegar brotalamirAðild Íslands að Mannréttindasáttmála Evrópu hefur á síðari árum afhjúpað afmarkaðar, en um leið alvarlegar, brotalamir tengdar tveggja stiga réttarkerfi. Þetta á einkum við þegar áfrýjað er málum þar sem fjallað er um sérfræðileg atriði eða þar sem endurmeta þarf gildi munnlegs framburðar. Þótt almennt hafi vel tekist til við slíkar áfrýjanir er þó undir áfrýjun slíkra mála – í óbreyttu réttarkerfi – til staðar raunveruleg, og þar með um leið óhæfileg, áhætta á að endurskoðun dóma standist ekki alþjóðlegar kröfur um mannréttindi.Stofnun landsréttar fái öruggt brautargengiReynt hefur verið að bæta úr þessum brotalömum með kostnaðarlítilli heimasmíði og bútasaum. Þetta hefur því miður reynst ófullnægjandi. Stofnun landsréttar og starfræksla þriggja stiga dómskerfis – eins og tíðkast almennt í vestrænum ríkjum – þolir því enga frekari bið. Innanríkisráðherra hefur sýnt þessu skilning og vonandi mun málið hljóta öruggt brautargengi þegar það ber fyrir löggjafann.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar