Fimm milljarða hagnaður hjá Borgun og Valitor á fjórum árum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 8. febrúar 2016 13:00 Tekjur Borgunar hafa aukist til muna á meðan Valitor hefur einu sinni skilað tapi. Vísir/Ernir Tekjur greiðslumiðlunarfyrirtækisins Borgunar af þjónustugjöldum hafa stóraukist frá árinu 2011. Samkvæmt ársreikningum áranna 2011 til 2014 hafa tekjurnar farið úr 4,7 milljörðum króna í 9,1 milljarð króna. Ekki er búið að birta upplýsingar fyrir árið 2015.Valitor, hitt stóra greiðslumiðlunarfyrirtækið á Íslandi, er í annarri stöðu en á árunum 2011 til 2013 minnkuðu þjónustutekjur fyrirtækisins en viðsnúningur varð svo árið 2014 þegar félagið jók tekjur sínar af þjónustu um 1,4 milljarð króna á milli ára. Þjónustutekjurnar eru meginuppistaða í hagnaði félaganna en hagnaður Borgunar af þjónustu, það er þjónustutekjur félagsins að frádregnum þjónustugjöldum, nam 3,2 milljörðum árið 2014 og Valitor 4,2 milljörðum. Það er margfaldur hagnaður hjá Borgun miðað við árið 2011 en minni hagnaður hjá Valitor. Fimm milljarðar á fjórum árum Heildarniðurstaða, allar tekjur, svo sem fjármunatekjur, og að frádregnum öllum gjöldum, svo sem launakostnaði og vaxtagjöldum vegna skulda, hafa dregist saman hjá Valitor en aukist til muna hjá Borgun.Fyrirtækin halda utan um kortaviðskipti fyrir fjölmarga aðila.Vísir/StefánÁrið 2014 skilaði Borgun 1,3 milljarða króna hagnaði en Valitor 215 milljóna hagnaði. Hagnaður Borgunar jókst um 322 milljónir króna á milli áranna 2013 og 2014 en 524 milljóna viðsnúningur var hjá Valitor, sem fór úr 309 milljóna tapi 2013 í áðurnefndan 215 milljóna hagnað 2014. Samanlagður hagnaður fyrirtækjanna á árunum 2011 til 2014 nemur rúmum fimm milljörðum króna. Það hefur talsverð áhrif á afkomu Valitor að árin 2014 og 2015 greiddi fyrirtækið samtals 720 milljónir króna í sektir og tengdan kostnað. Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/GVAVill rannsókn á hagnaði Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, furðar sig á því að fyrirtæki sem sinni greiðslumiðlun séu hagnast um jafn háar fjárhæðir. Í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í gær sagðist hann telja að Samkeppniseftirlitið og Neytendastofa ættu að skoða málið. „Evrópusambandið hefur verið að horfa í kortafyrirtækin á undanförnum árum og ýmislegt hefur komið fram þar. Ég tel að Neytendastofa og Samkeppniseftirlitið eigi að líta til þessara atriðið því það er ekki eðlilegt að það skuli kom fram ofurhagnaður í jafn einfaldri starfsemi og þessari. þá er ég að tala um að það skuli verða til eitthvert ofurverð á fyrirtæki sem heitir Borgun,“ sagði hann. Vilja skoða söluna á Borgun Málefni Borgunar hafa verið mikið til umræðu undanfarið eftir að í ljós kom að fyrirtækið muni hagnast umtalsvert á yfirtöku Visa International á Visa Europe. Árni Páll hefur kallað eftir rannsókn á sölu Landsbankans á Borgun.Vísir/VilhelmLandsbankinn seldi hlut sinn í Borgun árið 2014 án nokkurra fyrirvara um tekjur af þessari yfirtöku. Eftir að yfirtakan á Visa Europe og tekjur Borgunar af henni voru ljós fór Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, fram á að Fjármálaeftirlitið og eftir atvikum þingið tæki málið til skoðunar. „Ef þú selur manni eitthvað og hann getur gert úr því gríðarleg verðmæti á skömmum tíma, þá hlýtur maður að spyrja sig: „Máttir þú ekki sjá það fyrir sem seljandi?“ Og það er held ég fyrst og fremst það sem ég tel að Fjármálaeftirlitið þyrfti að horfa til,“ sagði Árni Páll í þættinum Stjórnmálavísi um málið. Borgunarmálið Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Tekjur greiðslumiðlunarfyrirtækisins Borgunar af þjónustugjöldum hafa stóraukist frá árinu 2011. Samkvæmt ársreikningum áranna 2011 til 2014 hafa tekjurnar farið úr 4,7 milljörðum króna í 9,1 milljarð króna. Ekki er búið að birta upplýsingar fyrir árið 2015.Valitor, hitt stóra greiðslumiðlunarfyrirtækið á Íslandi, er í annarri stöðu en á árunum 2011 til 2013 minnkuðu þjónustutekjur fyrirtækisins en viðsnúningur varð svo árið 2014 þegar félagið jók tekjur sínar af þjónustu um 1,4 milljarð króna á milli ára. Þjónustutekjurnar eru meginuppistaða í hagnaði félaganna en hagnaður Borgunar af þjónustu, það er þjónustutekjur félagsins að frádregnum þjónustugjöldum, nam 3,2 milljörðum árið 2014 og Valitor 4,2 milljörðum. Það er margfaldur hagnaður hjá Borgun miðað við árið 2011 en minni hagnaður hjá Valitor. Fimm milljarðar á fjórum árum Heildarniðurstaða, allar tekjur, svo sem fjármunatekjur, og að frádregnum öllum gjöldum, svo sem launakostnaði og vaxtagjöldum vegna skulda, hafa dregist saman hjá Valitor en aukist til muna hjá Borgun.Fyrirtækin halda utan um kortaviðskipti fyrir fjölmarga aðila.Vísir/StefánÁrið 2014 skilaði Borgun 1,3 milljarða króna hagnaði en Valitor 215 milljóna hagnaði. Hagnaður Borgunar jókst um 322 milljónir króna á milli áranna 2013 og 2014 en 524 milljóna viðsnúningur var hjá Valitor, sem fór úr 309 milljóna tapi 2013 í áðurnefndan 215 milljóna hagnað 2014. Samanlagður hagnaður fyrirtækjanna á árunum 2011 til 2014 nemur rúmum fimm milljörðum króna. Það hefur talsverð áhrif á afkomu Valitor að árin 2014 og 2015 greiddi fyrirtækið samtals 720 milljónir króna í sektir og tengdan kostnað. Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/GVAVill rannsókn á hagnaði Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, furðar sig á því að fyrirtæki sem sinni greiðslumiðlun séu hagnast um jafn háar fjárhæðir. Í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í gær sagðist hann telja að Samkeppniseftirlitið og Neytendastofa ættu að skoða málið. „Evrópusambandið hefur verið að horfa í kortafyrirtækin á undanförnum árum og ýmislegt hefur komið fram þar. Ég tel að Neytendastofa og Samkeppniseftirlitið eigi að líta til þessara atriðið því það er ekki eðlilegt að það skuli kom fram ofurhagnaður í jafn einfaldri starfsemi og þessari. þá er ég að tala um að það skuli verða til eitthvert ofurverð á fyrirtæki sem heitir Borgun,“ sagði hann. Vilja skoða söluna á Borgun Málefni Borgunar hafa verið mikið til umræðu undanfarið eftir að í ljós kom að fyrirtækið muni hagnast umtalsvert á yfirtöku Visa International á Visa Europe. Árni Páll hefur kallað eftir rannsókn á sölu Landsbankans á Borgun.Vísir/VilhelmLandsbankinn seldi hlut sinn í Borgun árið 2014 án nokkurra fyrirvara um tekjur af þessari yfirtöku. Eftir að yfirtakan á Visa Europe og tekjur Borgunar af henni voru ljós fór Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, fram á að Fjármálaeftirlitið og eftir atvikum þingið tæki málið til skoðunar. „Ef þú selur manni eitthvað og hann getur gert úr því gríðarleg verðmæti á skömmum tíma, þá hlýtur maður að spyrja sig: „Máttir þú ekki sjá það fyrir sem seljandi?“ Og það er held ég fyrst og fremst það sem ég tel að Fjármálaeftirlitið þyrfti að horfa til,“ sagði Árni Páll í þættinum Stjórnmálavísi um málið.
Borgunarmálið Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira