Mótmæla harðlega tvöföldun á bílastæðagjöldum við Keflavíkurflugvöll Birgir Olgeirsson skrifar 8. febrúar 2016 13:58 Flugstöð Leifs Eiríkssonar í Keflavík. Vísir/Valli Neytendasamtökin mótmæla harðlega hækkunum Isavia á bílastæðagjöldum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Í yfirlýsingu frá samtökunum krefjast þau að þessar hækkanir verði dregnar til baka en til vara að þær verði lækkaðar og gerðar mun minni en gert er ráð fyrir.Í frétt á vef Isavia, sem annast rekstur og uppbyggingu allra flugvalla á Íslandi, kemur fram að vegna mikillar fjölgunar um Keflavíkurflugvöll og aukinnar aðsóknar að bílastæðum við flugvöllinn sé nauðsynlegt að fara í framkvæmd á fjölgun þeirra og ætlar Isavia að láta gjaldskrárhækkunina standa undir kostnaði við þær framkvæmdir.Gjaldskrárbreyting á skammtímastæðum er eftirfarandi:Skammtímastæði P1 og P2, verð nú 230 kr. á klst.Fyrstu 15 mín. gjaldfrjálsarFyrsta klst. 500 kr.Hver klst. eftir það 750 kr.Gjaldskrárbreyting á langtímastæðum:Langtímastæði P3:Fyrsta vika úr 950 kr. í 1.250 kr. pr. sólarhringÖnnur vika úr 600 kr. í 950 kr. pr. sólarhringÞriðja vika úr 400 kr. í 800 kr. pr. SólarhringStarfsmenn greiða 24 þúsund á ári Einnig er nú hafin gjaldtaka á starfsmannabílastæðum við flugstöðina. Munu starfsmenn þurfa að greiða um 24 þúsund krónur í bílastæðagjöld á ári, eða 2.000 krónur á mánuði. Gjaldskrárbreytingin tekur gildi 1. apríl 2016. Neytendasamtökin segja hækkunina nema allt að 117 prósentum þar sem hún verður mest. „Isavia réttlætir þessa hækkun með fjölgun farþega. Væntanlega er þar átt við fjölgun erlendra ferðamanna hingað til lands. Neytendasamtökin minna á að þeir sem nota þessi bílastæði eru ekki erlendir ferðamenn heldur Íslendingar,“ segja Neytendasamtökin og bæta við: „Isavia hefur í dag einokun á bílastæðum við Leifsstöð og það er í krafti þeirrar einokunar sem Isavia treystir sér til að hækka verðið jafn mikið og nú er ráðgert.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Neytendasamtökin mótmæla harðlega hækkunum Isavia á bílastæðagjöldum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Í yfirlýsingu frá samtökunum krefjast þau að þessar hækkanir verði dregnar til baka en til vara að þær verði lækkaðar og gerðar mun minni en gert er ráð fyrir.Í frétt á vef Isavia, sem annast rekstur og uppbyggingu allra flugvalla á Íslandi, kemur fram að vegna mikillar fjölgunar um Keflavíkurflugvöll og aukinnar aðsóknar að bílastæðum við flugvöllinn sé nauðsynlegt að fara í framkvæmd á fjölgun þeirra og ætlar Isavia að láta gjaldskrárhækkunina standa undir kostnaði við þær framkvæmdir.Gjaldskrárbreyting á skammtímastæðum er eftirfarandi:Skammtímastæði P1 og P2, verð nú 230 kr. á klst.Fyrstu 15 mín. gjaldfrjálsarFyrsta klst. 500 kr.Hver klst. eftir það 750 kr.Gjaldskrárbreyting á langtímastæðum:Langtímastæði P3:Fyrsta vika úr 950 kr. í 1.250 kr. pr. sólarhringÖnnur vika úr 600 kr. í 950 kr. pr. sólarhringÞriðja vika úr 400 kr. í 800 kr. pr. SólarhringStarfsmenn greiða 24 þúsund á ári Einnig er nú hafin gjaldtaka á starfsmannabílastæðum við flugstöðina. Munu starfsmenn þurfa að greiða um 24 þúsund krónur í bílastæðagjöld á ári, eða 2.000 krónur á mánuði. Gjaldskrárbreytingin tekur gildi 1. apríl 2016. Neytendasamtökin segja hækkunina nema allt að 117 prósentum þar sem hún verður mest. „Isavia réttlætir þessa hækkun með fjölgun farþega. Væntanlega er þar átt við fjölgun erlendra ferðamanna hingað til lands. Neytendasamtökin minna á að þeir sem nota þessi bílastæði eru ekki erlendir ferðamenn heldur Íslendingar,“ segja Neytendasamtökin og bæta við: „Isavia hefur í dag einokun á bílastæðum við Leifsstöð og það er í krafti þeirrar einokunar sem Isavia treystir sér til að hækka verðið jafn mikið og nú er ráðgert.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent