Álversdeilan: Starfsmenn hyggjast grípa til aðgerða sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 9. febrúar 2016 12:17 Gylfi sakar Rio Tinto um lögbrot. vísir Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík segir það ráðast á næstu dögum til hvaða aðgerða verði gripið í kjaradeilu þeirra við fyrirtækið. Yfirvinnu- og úflutningsbann komi til greina, sem og allsherjarverkfall. Hann sakar stjórn Rio Tinto um brot á lögum. Deiluaðilar settust við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara í gær. Fundurinn var stuttur og árangurslaus, að sögn Gylfa. Bundnar voru vonir við að frekari svör fengjust um hvort fyrirskipun aðalforstjóra Rio Tinto um launafrystingu allra starfsmanna næði fram að ganga hér á landi, en Gylfi segir þá skipun á skjön við íslensk lög. „Það er gefin út þessi yfirlýsing af aðalforstjóra samsteypunnar. En svo skrítið sem það er þá er ÍSAL hér undir íslenskum lögum og er skráð sem hlutafélag á Íslandi með stjórn og það virðist ekkert fara í gegnum stjórn fyrirtækisins heldur kemur bara boðskapur að utan og ég skil ekki hvernig Samtök atvinnulífsins, sem ÍSAL er aðili að, getur sætt sig við svona vinnubrögð vegna þess að þetta er á skjön við allt. Við íslensk lög og við íslenska launastefnu,” segir Gylfi. Hann segir eina kostinn í stöðunni að skapa aukinn þrýsting á fyrirtækið. Fundað verði með starfsfólki á næstu dögum og í kjölfarið tekin ákvörðun um aðgerðir. „Þegar staðan er svona þá þarf að skapa aukinn þrýsting til að fá menn að borðinu og ræða málin í fúlustu alvöru. Það er verið að móta samræmda launastefnu og það er útilokað að aðalforstjóri segi til hvernig leikreglur eigi að vera á Íslandi.”Hvers eðlis yrðu þessar aðgerðir? „Það er hægt að vera með staðbundnar aðgerðir á ýmsum deildum, útflutningsbann, yfirvinnubann, og hægt að grípa til þess að fara í allsherjar verkfall. Það verið að skooða það sem hrífur best. Við erum í þessum aðgerðum til að skapa þrýsting til að ná sambærilegum samningum og á almennum markaði.“ Þá segir hann mikilvægt að lausn finnist sem fyrst, starfsandinn innan fyrirtækisins sé afleitur eins og staðan sé nú. „Það segir sig sjálft þegar stjórnendur hafa ekkert umboð til að taka á málum sem skipta máli eins og kjaramálum þá er fyrirtækið bara étið innan frá. Fjöldinn allur af starfsmönnum, lykilmönnum og stjórnendumm, hefur hætt að undanförnu,“ segir Gylfi. Álverskosningar Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Álversdeilan: „Fyrirtækinu er meinað að búa við íslenskan veruleika“ Forsvarsmenn ISAL segja kjaradeiluna hafa valdið álverinu töluverðu tjóni og stofnað sölusamningum fyrirtækisins í tvísýnu. 7. janúar 2016 16:07 Slitnaði upp úr álversdeilunni í nótt Formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna segir að verið sé að semja við alþjóðlegan auðhring sem ekki sé tengdur við íslenskan raunveruleika. 7. janúar 2016 10:42 Tveir slæmir kostir í stöðunni í álversdeilunni Formaður VM segir að ÍSAL hefði getað þvingað vilja sinn upp á verkalýðsfélögin ef byrjað hefði verið að keyra starfsemi álversins niður. 2. desember 2015 13:26 Álversdeilan: Ræðst í næstu viku hvort gripið verði til aðgerða Verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík segjast ætla að grípa til aðgerða nái fyrirskipun forstjórans um launafrystingu fram að ganga. 4. febrúar 2016 11:35 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík segir það ráðast á næstu dögum til hvaða aðgerða verði gripið í kjaradeilu þeirra við fyrirtækið. Yfirvinnu- og úflutningsbann komi til greina, sem og allsherjarverkfall. Hann sakar stjórn Rio Tinto um brot á lögum. Deiluaðilar settust við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara í gær. Fundurinn var stuttur og árangurslaus, að sögn Gylfa. Bundnar voru vonir við að frekari svör fengjust um hvort fyrirskipun aðalforstjóra Rio Tinto um launafrystingu allra starfsmanna næði fram að ganga hér á landi, en Gylfi segir þá skipun á skjön við íslensk lög. „Það er gefin út þessi yfirlýsing af aðalforstjóra samsteypunnar. En svo skrítið sem það er þá er ÍSAL hér undir íslenskum lögum og er skráð sem hlutafélag á Íslandi með stjórn og það virðist ekkert fara í gegnum stjórn fyrirtækisins heldur kemur bara boðskapur að utan og ég skil ekki hvernig Samtök atvinnulífsins, sem ÍSAL er aðili að, getur sætt sig við svona vinnubrögð vegna þess að þetta er á skjön við allt. Við íslensk lög og við íslenska launastefnu,” segir Gylfi. Hann segir eina kostinn í stöðunni að skapa aukinn þrýsting á fyrirtækið. Fundað verði með starfsfólki á næstu dögum og í kjölfarið tekin ákvörðun um aðgerðir. „Þegar staðan er svona þá þarf að skapa aukinn þrýsting til að fá menn að borðinu og ræða málin í fúlustu alvöru. Það er verið að móta samræmda launastefnu og það er útilokað að aðalforstjóri segi til hvernig leikreglur eigi að vera á Íslandi.”Hvers eðlis yrðu þessar aðgerðir? „Það er hægt að vera með staðbundnar aðgerðir á ýmsum deildum, útflutningsbann, yfirvinnubann, og hægt að grípa til þess að fara í allsherjar verkfall. Það verið að skooða það sem hrífur best. Við erum í þessum aðgerðum til að skapa þrýsting til að ná sambærilegum samningum og á almennum markaði.“ Þá segir hann mikilvægt að lausn finnist sem fyrst, starfsandinn innan fyrirtækisins sé afleitur eins og staðan sé nú. „Það segir sig sjálft þegar stjórnendur hafa ekkert umboð til að taka á málum sem skipta máli eins og kjaramálum þá er fyrirtækið bara étið innan frá. Fjöldinn allur af starfsmönnum, lykilmönnum og stjórnendumm, hefur hætt að undanförnu,“ segir Gylfi.
Álverskosningar Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Álversdeilan: „Fyrirtækinu er meinað að búa við íslenskan veruleika“ Forsvarsmenn ISAL segja kjaradeiluna hafa valdið álverinu töluverðu tjóni og stofnað sölusamningum fyrirtækisins í tvísýnu. 7. janúar 2016 16:07 Slitnaði upp úr álversdeilunni í nótt Formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna segir að verið sé að semja við alþjóðlegan auðhring sem ekki sé tengdur við íslenskan raunveruleika. 7. janúar 2016 10:42 Tveir slæmir kostir í stöðunni í álversdeilunni Formaður VM segir að ÍSAL hefði getað þvingað vilja sinn upp á verkalýðsfélögin ef byrjað hefði verið að keyra starfsemi álversins niður. 2. desember 2015 13:26 Álversdeilan: Ræðst í næstu viku hvort gripið verði til aðgerða Verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík segjast ætla að grípa til aðgerða nái fyrirskipun forstjórans um launafrystingu fram að ganga. 4. febrúar 2016 11:35 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Álversdeilan: „Fyrirtækinu er meinað að búa við íslenskan veruleika“ Forsvarsmenn ISAL segja kjaradeiluna hafa valdið álverinu töluverðu tjóni og stofnað sölusamningum fyrirtækisins í tvísýnu. 7. janúar 2016 16:07
Slitnaði upp úr álversdeilunni í nótt Formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna segir að verið sé að semja við alþjóðlegan auðhring sem ekki sé tengdur við íslenskan raunveruleika. 7. janúar 2016 10:42
Tveir slæmir kostir í stöðunni í álversdeilunni Formaður VM segir að ÍSAL hefði getað þvingað vilja sinn upp á verkalýðsfélögin ef byrjað hefði verið að keyra starfsemi álversins niður. 2. desember 2015 13:26
Álversdeilan: Ræðst í næstu viku hvort gripið verði til aðgerða Verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík segjast ætla að grípa til aðgerða nái fyrirskipun forstjórans um launafrystingu fram að ganga. 4. febrúar 2016 11:35