Við erum höfð að fíflum Sif Sigmarsdóttir skrifar 30. janúar 2016 07:00 Þegar tveir mánuðir voru liðnir frá innrás Saddams Husssein í Kúveit í ágúst 1990 hafði almenningsálitið í Bandaríkjunum snúist gegn hugmyndum um hernaðarleg afskipti af málinu. En svo ávarpaði sakleysisleg fimmtán ára stúlka Bandaríkjaþing og allt breyttist. „Ég sá írakska hermenn ráðast inn í spítala með byssur,“ sagði kjökrandi stúlkan sem var aðeins kynnt sem Nayirah frá Kúveit. „Þeir tóku börnin úr hitakössunum, stálu kössunum og skildu börnin deyjandi eftir á köldu gólfinu.“ Almenningur studdi nú hernað. Persaflóastríðið var háð með Bandaríkin í broddi fylkingar. Ekki leið þó á löngu uns í ljós kom að bandarískur almenningur hafði verið hafður að fífli. Framburður stúlkunnar var uppspuni. Nayirah bjó í Bandaríkjunum og var dóttir sendiherra Kúveit í Washington. Sagan af skepnuskap írakskra hermanna var samin af bandarísku almannatengslafyrirtæki að tilhlutan stjórnvalda í Kúveit.Hvað gengur Kára til?Ég sat við tölvuna, við það að kvitta undir undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar til stuðnings íslensku heilbrigðiskerfi, þegar Nayirah rifjaðist upp fyrir mér. Ég kippti að mér höndunum. Í nýrri bók eftir bandaríska heimspekinginn James Garvey er því haldið fram að það sé ekki rökhugsun sem stýri ákvörðunum okkar og gjörðum, heldur tilfinningar. Óprúttnir aðilar færa sér þessa staðreynd stöðugt í nyt. Auglýsingastofur, almannatenglar, þrýstihópar, stórfyrirtæki og jafnvel góðgerðarstofnanir nota nýjustu rannsóknir á sviði sálfræði til að fá okkur á sitt band. Er þetta gert af svo mikilli leikni að við tökum ekki einu sinni eftir því að verið er að hafa áhrif á okkur. Margir hafa stigið fram og látið í ljós efasemdir um málstað Kára Stefánssonar. „Hvaðan á peningurinn að koma?“ spyrja stjórnarliðar háðslega. „Er Kári byrjaður í kosningaherferð fyrir forsetaembættið?“ „Já, hvaðan eiga þessir peningar að koma?“ fnæsti ég og sveiflaðist snögglega í hina áttina eins og strá í vindi. „Hvað gengur Kára til? Er verið að hafa mig að fífli?“ En skyndilega rann mér kalt vatn milli skinns og hörunds.Dauðans alvaraSamkvæmt skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir Pírata síðla síðasta ár vilja meira en 90% landsmanna að Alþingi forgangsraði fjármunum til heilbrigðismála. Það er ekki að ástæðulausu sem fólk vill að gerð sé á þeim bragarbót. Tölurnar tala sínu máli. Biðlistar eru gott dæmi. Í nýlegri greinargerð frá Landlæknisembættinu kemur fram að í flestum tilfellum þarf helmingur sjúklinga að bíða lengur eftir aðgerð en alþjóðleg viðmið segja til um. Stundum eru það átta af hverjum tíu. Tortryggni mín var réttmæt. Það var verið að spila með mig. Hinn seki var hins vegar ekki sá sem ég hafði talið í fyrstu. Í stað þess að hlusta á vilja þjóðarinnar og leggja drög að úrbótum á heilbrigðiskerfinu hafa þingmenn stjórnarflokkanna keppst við að slá ryki í augu fólks. Ráðamenn þjóðarinnar, með forsætisráðherra fremstan í flokki, nálgast umræðuna um heilbrigðiskerfið eins og hafin sé einhver Morfískeppni og sá vinnur sem kjaftar hinn í kaf. En þetta er enginn leikur. Heilbrigðiskerfið er dauðans alvara. Bókstaflega.ÞvættingurSíðustu misseri höfum við ítrekað heyrt sögur af fólki sem bíður eftir að komast í aðgerðir, fær ekki lyf, kemst ekki í réttu tækin eða liggur frammi á göngum Landspítalans vegna plássleysis bugað af fjárhagsáhyggjum því hlutdeild þess í kostnaði við meðferð er svo há. Ekkert bendir til þess að þessar sögur séu áróður, skáldskapur sem saminn var til að greiða götu Kára Stefánssonar að Bessastöðum. Fullyrðing ríkisstjórnarinnar um að ekki séu til peningar til að halda úti almennilegu heilbrigðiskerfi er hins vegar þvættingur. Ef við höfum efni á að svo gott sem gefa auðlindir þjóðarinnar útvöldum, svo ekki sé talað um eignir á við banka og fyrirtæki, höfum við efni á að hjúkra sjúkum. Þess vegna ætla ég að skrifa undir á www.endurreisn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Þegar tveir mánuðir voru liðnir frá innrás Saddams Husssein í Kúveit í ágúst 1990 hafði almenningsálitið í Bandaríkjunum snúist gegn hugmyndum um hernaðarleg afskipti af málinu. En svo ávarpaði sakleysisleg fimmtán ára stúlka Bandaríkjaþing og allt breyttist. „Ég sá írakska hermenn ráðast inn í spítala með byssur,“ sagði kjökrandi stúlkan sem var aðeins kynnt sem Nayirah frá Kúveit. „Þeir tóku börnin úr hitakössunum, stálu kössunum og skildu börnin deyjandi eftir á köldu gólfinu.“ Almenningur studdi nú hernað. Persaflóastríðið var háð með Bandaríkin í broddi fylkingar. Ekki leið þó á löngu uns í ljós kom að bandarískur almenningur hafði verið hafður að fífli. Framburður stúlkunnar var uppspuni. Nayirah bjó í Bandaríkjunum og var dóttir sendiherra Kúveit í Washington. Sagan af skepnuskap írakskra hermanna var samin af bandarísku almannatengslafyrirtæki að tilhlutan stjórnvalda í Kúveit.Hvað gengur Kára til?Ég sat við tölvuna, við það að kvitta undir undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar til stuðnings íslensku heilbrigðiskerfi, þegar Nayirah rifjaðist upp fyrir mér. Ég kippti að mér höndunum. Í nýrri bók eftir bandaríska heimspekinginn James Garvey er því haldið fram að það sé ekki rökhugsun sem stýri ákvörðunum okkar og gjörðum, heldur tilfinningar. Óprúttnir aðilar færa sér þessa staðreynd stöðugt í nyt. Auglýsingastofur, almannatenglar, þrýstihópar, stórfyrirtæki og jafnvel góðgerðarstofnanir nota nýjustu rannsóknir á sviði sálfræði til að fá okkur á sitt band. Er þetta gert af svo mikilli leikni að við tökum ekki einu sinni eftir því að verið er að hafa áhrif á okkur. Margir hafa stigið fram og látið í ljós efasemdir um málstað Kára Stefánssonar. „Hvaðan á peningurinn að koma?“ spyrja stjórnarliðar háðslega. „Er Kári byrjaður í kosningaherferð fyrir forsetaembættið?“ „Já, hvaðan eiga þessir peningar að koma?“ fnæsti ég og sveiflaðist snögglega í hina áttina eins og strá í vindi. „Hvað gengur Kára til? Er verið að hafa mig að fífli?“ En skyndilega rann mér kalt vatn milli skinns og hörunds.Dauðans alvaraSamkvæmt skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir Pírata síðla síðasta ár vilja meira en 90% landsmanna að Alþingi forgangsraði fjármunum til heilbrigðismála. Það er ekki að ástæðulausu sem fólk vill að gerð sé á þeim bragarbót. Tölurnar tala sínu máli. Biðlistar eru gott dæmi. Í nýlegri greinargerð frá Landlæknisembættinu kemur fram að í flestum tilfellum þarf helmingur sjúklinga að bíða lengur eftir aðgerð en alþjóðleg viðmið segja til um. Stundum eru það átta af hverjum tíu. Tortryggni mín var réttmæt. Það var verið að spila með mig. Hinn seki var hins vegar ekki sá sem ég hafði talið í fyrstu. Í stað þess að hlusta á vilja þjóðarinnar og leggja drög að úrbótum á heilbrigðiskerfinu hafa þingmenn stjórnarflokkanna keppst við að slá ryki í augu fólks. Ráðamenn þjóðarinnar, með forsætisráðherra fremstan í flokki, nálgast umræðuna um heilbrigðiskerfið eins og hafin sé einhver Morfískeppni og sá vinnur sem kjaftar hinn í kaf. En þetta er enginn leikur. Heilbrigðiskerfið er dauðans alvara. Bókstaflega.ÞvættingurSíðustu misseri höfum við ítrekað heyrt sögur af fólki sem bíður eftir að komast í aðgerðir, fær ekki lyf, kemst ekki í réttu tækin eða liggur frammi á göngum Landspítalans vegna plássleysis bugað af fjárhagsáhyggjum því hlutdeild þess í kostnaði við meðferð er svo há. Ekkert bendir til þess að þessar sögur séu áróður, skáldskapur sem saminn var til að greiða götu Kára Stefánssonar að Bessastöðum. Fullyrðing ríkisstjórnarinnar um að ekki séu til peningar til að halda úti almennilegu heilbrigðiskerfi er hins vegar þvættingur. Ef við höfum efni á að svo gott sem gefa auðlindir þjóðarinnar útvöldum, svo ekki sé talað um eignir á við banka og fyrirtæki, höfum við efni á að hjúkra sjúkum. Þess vegna ætla ég að skrifa undir á www.endurreisn.is.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun