Leiðin er grýtt Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 30. janúar 2016 07:00 Metfylgi Pírata í skoðanakönnunum er hætt að koma á óvart. Fjölmiðlar eyða ekki lengur heilu síðunum í að fjalla um þennan nýja risa í íslenskri pólitík. Fregnir af hverju fylgismetinu á fætur öðru eru ekki lengur efni í uppslætti. Skoðanakannanir eru eitt – kosningar annað. Ýmislegt getur gerst á þeim tæpu sextán mánuðum sem eru í kosningar. Eru kjósendur Pírata að hóta hefðbundnu flokkunum, og kjósa svo það sem þeir þekkja þegar til kastanna kemur? Hvaða tromp draga framsóknarmenn fram úr erminni núna? Verður sjálfstæðismönnum umbunað fyrir efnahagsbatann? Er Samfylkingin virkilega bara tíu prósenta flokkur? Fyrir Pírata er sennilega mikilvægast að halda áfram sinni vegferð. Þeir eiga góða talsmenn sem virðast geta tekið skynsamlega og ígrundaða afstöðu til einstakra mála þvert á kreddur eða gamlar flokkslínur. Flokksmenn hafa líka forðast upphrópanir, af því tagi sem sumir íslenskir stjórnmálamenn virðast telja lykilhluta af starfslýsingunni. Ekki má heldur gleyma að Píratar hafa lagt til nokkur athyglisverð og frumleg stefnumál, til dæmis hugmyndina um borgaralaun. Stærsta áskorunin í þessum efnum er sennilega sú staðreynd að með hverri könnuninni, og því nær sem dregur kosningum, verður líklegra að Píratabólan sé alls engin bóla, heldur nýr pólitískur veruleiki. Svo getur raunverulega farið að Píratar verði í þeirri stöðu að leiða ríkisstjórn eftir eitt og hálft ár. Það vekur nátttröllin. Flokkurinn þarf að varast pólitíska lukkuriddara sem sjá sér leik á borði að komast til áhrifa, og telja sig sjálfkjörna til áhrifasæta á framboðslistum. Ekki er síður mikilvægt að varast að upp úr sjóði innbyrðis. Fyrstu merkin eru komin fram. Birgitta Jónsdóttir, fyrrum kapteinn og einn stofnenda flokksins, hefur gefið út að hún hyggist gefa kost á sér áfram. Í trássi við fyrri yfirlýsingar um að átta ára seta sé algert hámark til að tryggja nauðsynlega endurnýjun og koma í veg fyrir spillingu. Nú telur hún nauðsynlegt að sitja áfram til að tryggja hugsjónum Pírata framgang. Í sömu andrá lýsir hún því yfir að frjálshyggjufólk sé óvelkomið í Píratahreyfinguna, og hefur ýmsa tilburði í frammi á spjallþræði flokksins. Það er stílbrot hjá forystukonu í flokki sem berst fyrir óheftu tjáningarfrelsi. Meira í anda Pírata eru yfirlýsingar hennar um stjórnarskrárvinnuna, sem nú fer fram í sérstakri þingnefnd. Birgitta neitar þátttöku í nefndinni á þeim forsendum að um tilraun til að drepa stjórnarskrármálinu á dreif sé að ræða. Þar er hún samkvæm sjálfri sér um að tillögur Stjórnlagaráðs, sem samþykktar hafa verið í þjóðaratkvæði, ættu að vera grundvöllur nýrrar stjórnarskrár. Þar greinir hana á við suma félaga sína. Píratar eru í öfundsverðri stöðu. Leiðin framundan er hins vegar grýtt. Fyrir þá er heillavænlegast að halda sínu striki, varast lukkuriddara og passa að sundrung meðal áhafnarinnar fari ekki úr böndum. Annars gæti stjarna Pírata hrapað jafn skyndilega og hún hefur risið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Metfylgi Pírata í skoðanakönnunum er hætt að koma á óvart. Fjölmiðlar eyða ekki lengur heilu síðunum í að fjalla um þennan nýja risa í íslenskri pólitík. Fregnir af hverju fylgismetinu á fætur öðru eru ekki lengur efni í uppslætti. Skoðanakannanir eru eitt – kosningar annað. Ýmislegt getur gerst á þeim tæpu sextán mánuðum sem eru í kosningar. Eru kjósendur Pírata að hóta hefðbundnu flokkunum, og kjósa svo það sem þeir þekkja þegar til kastanna kemur? Hvaða tromp draga framsóknarmenn fram úr erminni núna? Verður sjálfstæðismönnum umbunað fyrir efnahagsbatann? Er Samfylkingin virkilega bara tíu prósenta flokkur? Fyrir Pírata er sennilega mikilvægast að halda áfram sinni vegferð. Þeir eiga góða talsmenn sem virðast geta tekið skynsamlega og ígrundaða afstöðu til einstakra mála þvert á kreddur eða gamlar flokkslínur. Flokksmenn hafa líka forðast upphrópanir, af því tagi sem sumir íslenskir stjórnmálamenn virðast telja lykilhluta af starfslýsingunni. Ekki má heldur gleyma að Píratar hafa lagt til nokkur athyglisverð og frumleg stefnumál, til dæmis hugmyndina um borgaralaun. Stærsta áskorunin í þessum efnum er sennilega sú staðreynd að með hverri könnuninni, og því nær sem dregur kosningum, verður líklegra að Píratabólan sé alls engin bóla, heldur nýr pólitískur veruleiki. Svo getur raunverulega farið að Píratar verði í þeirri stöðu að leiða ríkisstjórn eftir eitt og hálft ár. Það vekur nátttröllin. Flokkurinn þarf að varast pólitíska lukkuriddara sem sjá sér leik á borði að komast til áhrifa, og telja sig sjálfkjörna til áhrifasæta á framboðslistum. Ekki er síður mikilvægt að varast að upp úr sjóði innbyrðis. Fyrstu merkin eru komin fram. Birgitta Jónsdóttir, fyrrum kapteinn og einn stofnenda flokksins, hefur gefið út að hún hyggist gefa kost á sér áfram. Í trássi við fyrri yfirlýsingar um að átta ára seta sé algert hámark til að tryggja nauðsynlega endurnýjun og koma í veg fyrir spillingu. Nú telur hún nauðsynlegt að sitja áfram til að tryggja hugsjónum Pírata framgang. Í sömu andrá lýsir hún því yfir að frjálshyggjufólk sé óvelkomið í Píratahreyfinguna, og hefur ýmsa tilburði í frammi á spjallþræði flokksins. Það er stílbrot hjá forystukonu í flokki sem berst fyrir óheftu tjáningarfrelsi. Meira í anda Pírata eru yfirlýsingar hennar um stjórnarskrárvinnuna, sem nú fer fram í sérstakri þingnefnd. Birgitta neitar þátttöku í nefndinni á þeim forsendum að um tilraun til að drepa stjórnarskrármálinu á dreif sé að ræða. Þar er hún samkvæm sjálfri sér um að tillögur Stjórnlagaráðs, sem samþykktar hafa verið í þjóðaratkvæði, ættu að vera grundvöllur nýrrar stjórnarskrár. Þar greinir hana á við suma félaga sína. Píratar eru í öfundsverðri stöðu. Leiðin framundan er hins vegar grýtt. Fyrir þá er heillavænlegast að halda sínu striki, varast lukkuriddara og passa að sundrung meðal áhafnarinnar fari ekki úr böndum. Annars gæti stjarna Pírata hrapað jafn skyndilega og hún hefur risið.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun