Tekst Johnson að ná 15. rothögginu á ferlinum í kvöld? Pétur Marinó Jónsson skrifar 30. janúar 2016 20:30 Vísir/Getty Rotarinn Anthony Johnson mætir Ryan Bader í hörku bardaga á UFC bardagakvöldinu í kvöld. Sigurvegarinn gæti fengið titilbardaga í léttþungavigtinni. Anthony Johnson var aðhlátursefni í MMA heiminum fyrir nokkrum árum. Honum mistókst ítrekað að ná tilsettri þyngd fyrir bardaga sína í UFC og var rekinn með skömm úr bardagasamtökunum. Johnson barðist nefnilega fyrst í veltivigt (77 kg) sem er lygilegt fyrir þennan 188 cm háa mann. Að hans sögn var það barnalegt af honum að vera í veltivigtinni enda var hann oft nær dauða en lífi síðustu klukkustundirnar í niðurskurðinum. Í dag berst hann hins vegar í léttþungavigt (93 kg) þar sem hann á heima. Johnson hefur að eigin sögn þroskast mikið á undanförnum árum og er í dag einn af þeim bestu í léttþungavigtinni. Þegar Johnson var rekinn úr UFC bjuggust fáir við að hann myndi koma til baka með jafn miklum hvelli eins og hann hefur gert. Johnson kom aftur í UFC árið 2014 og sigraði þrjá bardaga í röð í nýjum þyngdarflokki og tryggði sér titilbardaga í fyrra. Þar tapaði hann fyrir Daniel Cormier en getur mögulega komið sér aftur í titilbardaga með sigri á Ryan Bader í kvöld. Johnson er mikill rotari og hefur sigrað 14 bardaga með rothöggi á ferlinum. Ryan Bader hefur sigrað fimm bardaga í röð en gæti átt erfitt kvöld fyrir vændum ef Johnson verður í stuði. Fjórir bardagar verða á dagskrá í kvöld og mun ungstirnið Sage Northcutt berjast sinn þriðja bardaga í UFC á aðeins fjórum mánuðum. Þá munu þungavigtarmennirnir Josh Barnett og Ben Rothwell eigast við en bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl 1.Léttþungavigt: Anthony Johnson gegn Ryan Bader Þungavigt: Josh Barnett gegn Ben Rothwell Bantamvigt: Iuri Alcantara gegn Jimmie Rivera Veltivigt: Sage Northcutt gegn Bryan Barbarena MMA Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Sjá meira
Rotarinn Anthony Johnson mætir Ryan Bader í hörku bardaga á UFC bardagakvöldinu í kvöld. Sigurvegarinn gæti fengið titilbardaga í léttþungavigtinni. Anthony Johnson var aðhlátursefni í MMA heiminum fyrir nokkrum árum. Honum mistókst ítrekað að ná tilsettri þyngd fyrir bardaga sína í UFC og var rekinn með skömm úr bardagasamtökunum. Johnson barðist nefnilega fyrst í veltivigt (77 kg) sem er lygilegt fyrir þennan 188 cm háa mann. Að hans sögn var það barnalegt af honum að vera í veltivigtinni enda var hann oft nær dauða en lífi síðustu klukkustundirnar í niðurskurðinum. Í dag berst hann hins vegar í léttþungavigt (93 kg) þar sem hann á heima. Johnson hefur að eigin sögn þroskast mikið á undanförnum árum og er í dag einn af þeim bestu í léttþungavigtinni. Þegar Johnson var rekinn úr UFC bjuggust fáir við að hann myndi koma til baka með jafn miklum hvelli eins og hann hefur gert. Johnson kom aftur í UFC árið 2014 og sigraði þrjá bardaga í röð í nýjum þyngdarflokki og tryggði sér titilbardaga í fyrra. Þar tapaði hann fyrir Daniel Cormier en getur mögulega komið sér aftur í titilbardaga með sigri á Ryan Bader í kvöld. Johnson er mikill rotari og hefur sigrað 14 bardaga með rothöggi á ferlinum. Ryan Bader hefur sigrað fimm bardaga í röð en gæti átt erfitt kvöld fyrir vændum ef Johnson verður í stuði. Fjórir bardagar verða á dagskrá í kvöld og mun ungstirnið Sage Northcutt berjast sinn þriðja bardaga í UFC á aðeins fjórum mánuðum. Þá munu þungavigtarmennirnir Josh Barnett og Ben Rothwell eigast við en bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl 1.Léttþungavigt: Anthony Johnson gegn Ryan Bader Þungavigt: Josh Barnett gegn Ben Rothwell Bantamvigt: Iuri Alcantara gegn Jimmie Rivera Veltivigt: Sage Northcutt gegn Bryan Barbarena
MMA Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Sjá meira