Ríkar heimildir til fjártöku af útlendingum Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. janúar 2016 20:30 Hælisleitendur og útlendingar sem koma til Íslands án dvalarleyfis þurfa að greiða fyrir kostnað við réttaraðstoð og kostnað sem hlýst af brottflutningi þeirra frá landinu. Þá má gera farseðla þeirra upptæka og almennt er kannað hvað þeir hafa á sér af peningum þegar þeir koma til Íslands. Lög sem samþykkt voru á danska þjóðþinginu um upptöku verðmæta flóttafólks þykja mjög umdeild á heimsvísu en þau þykja ómannúðleg og grimmdarleg. Sambærilegar heimildir eru hins vegar í íslensku útlendingalögunum sem lögfest voru 2002. Í 34. grein útlendingalaga segir: „Krefja skal útlending um endurgreiðslu kostnaðar af réttaraðstoð að hluta til eða að öllu leyti ef hann hefur ráð á því.“ Í 56. grein segir: „Útlendingur, sem færður er úr landi samkvæmt lögunum, skal greiða kostnað af brottför sinni. Útlendingurinn skal einnig greiða kostnað af gæslu þegar hennar er þörf vegna þess að útlendingurinn fer ekki úr landi af sjálfsdáðum.“ Það má gera fjárnám vegna kröfunnar og hún getur jafnframt verið grundvöllur frávísunar ef viðkomandi kemur aftur til Íslands síðar. Lögreglunni er heimilt að haldleggja farseðla sem finnast í fórum útlendings og peninga til að greiða kröfu vegna brottför og gæslu. Þetta gildir hins vegar ekki um mál sem varða Dyflinnar-tilskipunina, það er þegar hælisleitandi er endursendur til þess lands sem hann kom fyrst til inn á Schengen-svæðinu. Ívar Þór Jóhannsson lögmaður hefur gætt hagsmuna hælisleitenda í málum hjá Útlendingastofnun. „Mín reynsla er sú að þeir aðilar sem leita hingað eftir hæli eru yfirleitt að flýja einhvers konar neyð og eru þá slippir og snauðir þegar þeir koma hingað. Þannig að í raun reynir lítið á ákvæðin. En þar fyrir utan hef ég ekki rekið mig á að stjórnvöld hafi verið að beita þessum ákvæðum neitt markvisst. Hælisleitendur eru inntir eftir því hvort þeir séu með fjármuni eða eitthvað slíkt en ekki að þeim sé ráðstafað eftir þessum heimildum,“ segir Ívar Þór. Flóttamenn Tengdar fréttir Umdeilt flóttamannafrumvarp fyrir danska þingið Danska þingið mun greiða atkvæði síðar í dag um umdeilt frumvarp sem gerir ríkinu kleift að leggja hald á eignir flóttamanna sem þangað koma, til þess að greiða fyrir uppihald þeirra. 26. janúar 2016 08:17 Eygló hefur áhyggjur af stöðu flóttamanna í Evrópu Guðmundur Steingrímsson segir nýleg lög um flóttamenn í Danmörku forkastanleg og í andstöðu við mannréttindahefðir Norðurlandanna. 28. janúar 2016 12:49 Sótt að Dönum á Evrópuþingi Tveir ráðherrar úr dönsku stjórninni sátu undir harkalegri gagnrýni frá þingmönnum Evrópuþingsins í gær, þar sem áform Dana um að taka fé af flóttafólki voru til umræðu. 26. janúar 2016 07:00 Spyr hvort flóttamenn hafi verið krafðir um endurgreiðslu kostnaðar Heimilt hefur verið að krefja hælisleitendur um endurgreiðslu hluta kostnaðar frá árinu 2010. 27. janúar 2016 20:24 Lagafrumvarp í Danmörku gagnrýnt víða Frumvarpið heimilar yfirvöldum að leggja hald á eignir flóttafólks. 26. janúar 2016 22:56 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Hælisleitendur og útlendingar sem koma til Íslands án dvalarleyfis þurfa að greiða fyrir kostnað við réttaraðstoð og kostnað sem hlýst af brottflutningi þeirra frá landinu. Þá má gera farseðla þeirra upptæka og almennt er kannað hvað þeir hafa á sér af peningum þegar þeir koma til Íslands. Lög sem samþykkt voru á danska þjóðþinginu um upptöku verðmæta flóttafólks þykja mjög umdeild á heimsvísu en þau þykja ómannúðleg og grimmdarleg. Sambærilegar heimildir eru hins vegar í íslensku útlendingalögunum sem lögfest voru 2002. Í 34. grein útlendingalaga segir: „Krefja skal útlending um endurgreiðslu kostnaðar af réttaraðstoð að hluta til eða að öllu leyti ef hann hefur ráð á því.“ Í 56. grein segir: „Útlendingur, sem færður er úr landi samkvæmt lögunum, skal greiða kostnað af brottför sinni. Útlendingurinn skal einnig greiða kostnað af gæslu þegar hennar er þörf vegna þess að útlendingurinn fer ekki úr landi af sjálfsdáðum.“ Það má gera fjárnám vegna kröfunnar og hún getur jafnframt verið grundvöllur frávísunar ef viðkomandi kemur aftur til Íslands síðar. Lögreglunni er heimilt að haldleggja farseðla sem finnast í fórum útlendings og peninga til að greiða kröfu vegna brottför og gæslu. Þetta gildir hins vegar ekki um mál sem varða Dyflinnar-tilskipunina, það er þegar hælisleitandi er endursendur til þess lands sem hann kom fyrst til inn á Schengen-svæðinu. Ívar Þór Jóhannsson lögmaður hefur gætt hagsmuna hælisleitenda í málum hjá Útlendingastofnun. „Mín reynsla er sú að þeir aðilar sem leita hingað eftir hæli eru yfirleitt að flýja einhvers konar neyð og eru þá slippir og snauðir þegar þeir koma hingað. Þannig að í raun reynir lítið á ákvæðin. En þar fyrir utan hef ég ekki rekið mig á að stjórnvöld hafi verið að beita þessum ákvæðum neitt markvisst. Hælisleitendur eru inntir eftir því hvort þeir séu með fjármuni eða eitthvað slíkt en ekki að þeim sé ráðstafað eftir þessum heimildum,“ segir Ívar Þór.
Flóttamenn Tengdar fréttir Umdeilt flóttamannafrumvarp fyrir danska þingið Danska þingið mun greiða atkvæði síðar í dag um umdeilt frumvarp sem gerir ríkinu kleift að leggja hald á eignir flóttamanna sem þangað koma, til þess að greiða fyrir uppihald þeirra. 26. janúar 2016 08:17 Eygló hefur áhyggjur af stöðu flóttamanna í Evrópu Guðmundur Steingrímsson segir nýleg lög um flóttamenn í Danmörku forkastanleg og í andstöðu við mannréttindahefðir Norðurlandanna. 28. janúar 2016 12:49 Sótt að Dönum á Evrópuþingi Tveir ráðherrar úr dönsku stjórninni sátu undir harkalegri gagnrýni frá þingmönnum Evrópuþingsins í gær, þar sem áform Dana um að taka fé af flóttafólki voru til umræðu. 26. janúar 2016 07:00 Spyr hvort flóttamenn hafi verið krafðir um endurgreiðslu kostnaðar Heimilt hefur verið að krefja hælisleitendur um endurgreiðslu hluta kostnaðar frá árinu 2010. 27. janúar 2016 20:24 Lagafrumvarp í Danmörku gagnrýnt víða Frumvarpið heimilar yfirvöldum að leggja hald á eignir flóttafólks. 26. janúar 2016 22:56 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Umdeilt flóttamannafrumvarp fyrir danska þingið Danska þingið mun greiða atkvæði síðar í dag um umdeilt frumvarp sem gerir ríkinu kleift að leggja hald á eignir flóttamanna sem þangað koma, til þess að greiða fyrir uppihald þeirra. 26. janúar 2016 08:17
Eygló hefur áhyggjur af stöðu flóttamanna í Evrópu Guðmundur Steingrímsson segir nýleg lög um flóttamenn í Danmörku forkastanleg og í andstöðu við mannréttindahefðir Norðurlandanna. 28. janúar 2016 12:49
Sótt að Dönum á Evrópuþingi Tveir ráðherrar úr dönsku stjórninni sátu undir harkalegri gagnrýni frá þingmönnum Evrópuþingsins í gær, þar sem áform Dana um að taka fé af flóttafólki voru til umræðu. 26. janúar 2016 07:00
Spyr hvort flóttamenn hafi verið krafðir um endurgreiðslu kostnaðar Heimilt hefur verið að krefja hælisleitendur um endurgreiðslu hluta kostnaðar frá árinu 2010. 27. janúar 2016 20:24
Lagafrumvarp í Danmörku gagnrýnt víða Frumvarpið heimilar yfirvöldum að leggja hald á eignir flóttafólks. 26. janúar 2016 22:56
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels